Live Darts Iceland í Reykjavík í kvöld

Fréttir frá Live Darts Iceland:

 

Live Darts Iceland August Event 4!
Hvar: Pílukastfélag Reykjavíkur, Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík
Hvenær: Miðvikudaginn 29. ágúst kl 19:30
Format: Beinn útsláttur, Allir leikir best of 5 nema úrslit best of 7
Þátttökugjald: 1.000kr

Valdir leikir sýndir í beinni útsendingu!

Spjaldtölvur verða við öll spjöld og fá spilarar tölfræðina til sín beint eftir leik!

Skráning hér:https://b9.events.dartconnect.com/register-event
Velja nafnið sitt og August Event 4. Ef nafnið þitt er ekki á listanum er hægt að skrá sig hér fyrir neðan með athugasemd

Þetta verður síðasta mótið af þessu tagi. Í september byrjar síðan Live Darts Iceland 2018 ProTour og munum við auglýsa það betur síðar

Við minnum líka á að úrslit Premier League Live Darts Iceland verða á Laugardaginn, nánar um það fljótlega.

Keppt er á Sænska opna þessa helgi

Sænska opna er haldið þessa helgi í Malmø, einn Íslendingur er meðal keppenda hann Pétur Rúðrik Guðmundson. Við óskum honum góðs gengis 😀
Síðar í dag er síðan hægt að horfa á leiki í beinni á þessum link:
Hér má finna dráttinn og allar upplýsingar fyrir forvitna
http://www.swedishopendart.se/index.php

PDC Fréttir – tvær konur taka þátt á næsta tímabili

Búið er að staðfesta að nú fá tvær konur þátttökurétt á hinu RISA móti í Alexandra Palace í London.

Það verða tvær undankeppnir þar sem að konurnar tvær vinna sér inn þann keppnisrétt.

Fyrir okkur Íslendinga verður undankeppni laugardaginn 17. Nóvember 2018 á Hótel Maritim í Düsseldorf, ókepis er að taka þátt, keppendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri, og uppfyllaskilyrði PDC reglu nr. 7.6

Skráningar skulu sendar á carsten.arlt@pdc-europe.tv, nafn, fæðingardagur og þjóðerni.

Hér má lesa allar upplýsingar um keppnina:

https://www.pdc.tv/news/2018/08/10/world-championship-womens-qualifiers-confirmed