Posted on

Andrea Margrét Íslandmeistari stúlkna 2020

Íslandsmót U18 fyrir árið 2020 var haldið laugardaginn 13. febrúar, fresta þurfti mótinu í fyrra vegna Covid og því frábært að byrja árið með því að halda mót fyrir krakkana. Það bæði vekur athygli fyrir framtíðar spilara og gefur þeim sem biðu spenntir í fyrra tækifæri til þess að koma árinu vel af stað.

Stúlkurnar voru þrjár að þessu sinni sem má segja frábært því aðeins einu sinni áður hefur náðst að halda Íslandsmót stúlkna.

Andrea Margrét Davíðsdóttir
Regína Sól Pétursdóttir
Aþena Emma Guðmundsdóttir

Allar þrjár eru ný byrjaðar í pílukasti og enduðu þó nokkrir leikir í miðjunni, þegar leikur hefur ekki klárast í 45 pílum fara báðir keppendur með eina pílu í miðjunna og sá sem er nær sigrar þann legg.

Stúlkurnar spiluðu allar saman í riðli, sú sem var efst í riðli fór sjálfkrafa í úrslita leikinn, og þær sem lentu í öðru og þriðja sæti kepptu sín á milli um að komast í úrslit.

Andrea Margrét sigrar báða sína leiki í riðlinum og var því í efsta sæti og fór beint í úrslit, Regína Sól og Aþena Emma kepptu um að komast í úrslit og sigraði Regína Sól þann leik 3-0, Aþena átti mjög góð tækifæri í öllum leggjunum, og því hefði leikurinn geta farið á báða vegu. 

Úrslitaleiknum var því á milli Andreu og Regínu, Andrea klárar fyrsta legg, og síðan tók Regína næstu tvo. Andrea svarar tilbaka og nær að klára síðustu tvo leikinna og stóð því uppi sem Íslandsmeistari stúlkna 2020. 

Virkilega gaman að sjá áhugan hjá stúlkunum og það verður spennandi að sjá hver verður Íslandsmeistari 2021 í maí. 

Við óskum Andreau innilega til hamingju með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með henni ásamt fleiri stúlkum byrja að æfa pílukast að krafti. 

Posted on

Alexander Veigar Íslandsmeistari Drengja 2020

Íslandsmót U18 fyrir árið 2020 var haldið laugardaginn 13. febrúar, fresta þurfti mótinu í fyrra vegna Covid og því frábært að byrja árið með því að halda mót fyrir krakkana. Það bæði vekur athugli fyrir framtíðar spilara og gefur þeim sem biðu spenntir í fyrra tækifæri til þess að koma árinu vel af stað.

Drengja keppnin var góð og mikið var um hörku spilamennsku,
Alexander og Magnús gerðu sitt hvort 180
Tómas Breki var með hæsta útskotið 111
Alexander var með fæstar pílur dagsins, hann gerði tvisvar sinnu 17 pílu legg, fyrst í undan úrslitum á móti Tómasi Breka og síðan í úrslitaleiknum á móti Alex Mána.


Úrslita viðureignin var á milli Alex Mána ríkjandi íslandsmeistara frá 2019 og Alexander Veigars, spilað var best af 9 og þurfti því 5 leggi til þess að sigra.
Alexander sigraði 5 – 3

Tómas Breki og Tómas Orri kepptu um 3. sætið, og sigraði Tómas Breki

Nánar um mótið :

Keppendur að þessu sinni voru 8 drengir ( í stafrófsröð), og 3 stúlkur (sér póstur um þær)
Alex Máni Pétursson
Alexander Veigar Þorvaldsson
Ásþór Ingi Gestsson
Magnús Engill Valgeirsson
Tómas Breki Bjarnason
Tómas Orri Agnarsson
Ottó Helgason
Sören Cole

Drengirnir spiluðu 4 í riðli og fóru 4 upp úr hverjum riðli, tveimur var raðað eftir styrkleika í sitt hvorn riðilinn. Spilað var best af 3 í riðli

Riðill 1 og úrslit hans:

Leikmaður 1 Unnir leggir Unnir leggir Leikmaður 2
Alex Máni Pétursson
2
0
Ottó Helgason
Ásþór Ingi Gestsson
0
2
Magnús Engill Valgeirsson
Alex Máni Pétursson
2
1
Magnús Engill Valgeirsson
Ottó Helgason
1
2
Ásþór Ingi Gestsson
Alex Máni Pétursson
2
0
Ásþór Ingi Gestsson
Magnús Engill Valgeirsson
0
2
Ottó Helgason

Riðill 2 og úrslit hans:

Leikmaður 1 Unnir leggir Unnir leggir Leikmaður 2
Alexander Veigar Þorvaldsson
2
0
Sören Cole
Tómas Orri Agnarsson
0
2
Tómas Breki Bjarnason
Alexander Veigar Þorvaldsson
2
0
Tómas Breki Bjarnason
Sören Coles
1
2
Tómas Orri Agnarsson
Alexander Veigar Þorvaldsson
2
0
Tómas Orri Agnarsson
Tómas Breki Bjarnason
2
0
Sören Cole

Útsláttur drengja ( Dartconnect ):

Hér má skoða tölfræði úrslitaleiksins : Úslitaleikur u18 2020

 

Tómas Breki 3. sæti, Alexander Veigar Íslandsmeistari, Alex Máni 2. sæti

Posted on

Kvennapílan styrkist en frekar á heimsvísu

PDC gaf út í gær að þeir ætla að svara kalli kvenna um sterkari pílumót fyrir þær
17. og 18. október næstkomandi verða 4 mót í Cannock, Englandi.
Tvö á laugardeginum, og tvö á sunnudeginum – alveg eins og stigamótin eru hjá okkur hérna á Íslandi

Tvö sæti á HM eru í boði ásamt heildarverðlaunafé upp á 20.000 pund dreift yfir öll fjögur mótin.
Þátttökugjald er 25 pund á mót
Á föstudeginum 16. október á sama stað verður ókeypis Grand Slam qualifyer mót, það sem sigurvegarin fær keppnisrétt á Grand slam of Darts í nóvember

Mótin verða sett upp eins og síðasta „gólf“ mót hjá körlum, passað er upp á tveggja metra regluna og engar snertingar milli fólks.

Hægt er að fljúga til Manchester og taka lest þaðan.

Það má þakka sigrum Fallon Sherrock á síðasta HM þar sem hún sigraði Ted Evetts og Mensur Suljovic að raddir kvenna fá að hljóma hærra í ár.

Virkilega spennandi, og nú liggur það hjá konunum að mæta og sýna hvað í þeim býr.

Lesa alla fréttina á ensku https://www.pdc.tv/news/2020/08/04/pdc-introduce-four-event-womens-series

Skráningar verða hér þegar nær dregur móti www.pdcplayers.com

Posted on

Leikir dagsins 24. júlí

Í gær voru leiknir 2 leikir í 8 manna útslætti

Michael Smith 16-13 Krzysztof Ratajski
Gary Anderson 16-12 Simon Whitlock

Í dag eru hinir tveir, spilað er best af 31, þá þarf 16 leggi til þess að sigra.

Adrian Lewis v Dimitri Van den Bergh
Glen Durrant v Vincent van der Voort

 

Posted on

Leikir dagsins 21. júlí

3 toppar féllu úr leik í gær, Gerwen Price, Dave Chisnall og Ian White í mjög svo spennandi leikjum.

Úrslit gærdagsins

Vincent van der Voort 10-6 Dave Chisnall
Joe Cullen 13-12 Ian White
Daryl Gurney 10-5 Ricky Evans
Danny Noppert 10-7 Gerwyn Price
Adrian Lewis 11-9 Steve Beaton

Leikir dagsins:

Fyrsti leikur dagsins er síðasti leikurinn í 32 manna úrslætti, og hefst hann kl. 17.00 á íslenskum tíma

Nathan Aspinall v Dimitri Van den Bergh

Síðan förum við í 16 manna útslátt og er þá leikið best af 21
Michael Smith v Mensur Suljovic
Gary Anderson v James Wade
Michael van Gerwen v Simon Whitlock
Gabriel Clemens v Krzysztof Ratajski

Þú getur horft á leikina á pdc.ts

Virkilega gott kvöld framundan

Posted on

Leikir dagsins 20. júlí

Þrír hörku leikir voru í gær, og tveir fremur óspennandi, Glen Durrant og Michael Smith völtuðu yfir sína andstæðinga. Ríkjandi meistari Rob Cross féll úr leik, Peter Wright var í basli en kippti þá af sér gleraugunum og meistarinn mætti á svæðið.

úrslit gærdagsins:

Mensur Suljovic 12-10 Jamie Hughes
Glen Durrant 10-3 Jeffrey de Zwaan
Gabriel Clemens 10-8 Rob Cross
Peter Wright 10-8 Jose De Sousa
Michael Smith 10-3 Jonny Clayton

Leikir dagsins eru ekki af verri endanum, og byrja þeir kl 18.00 að staðar tíma, sem er 17.00 á íslenskum tíma

Dave Chisnall v Vincent van der Voort
Ian White v Joe Cullen
Daryl Gurney v Ricky Evans
Gerwyn Price v Danny Noppert
Adrian Lewis v Steve Beaton

 

Posted on

Leikir Dagsins 19. júlí

Í gær voru spilaðir fimm leikir í 32 manna útslætti, enginn af þeim fór í bráðabana, og aðeins einn fór í að leikja þurfti umfram leggi til þess að finna sigurvegara. Engir áhorfendur eru á staðnum, spilaðar eru bæði fyrir áhorfendur heima og í salnum upptökur frá áhorfendum. Það er pínu eins og þeir séu á staðnum, en samt ekki. Fyrir aftan er risaskjár þar sem að aðdáendur hafa sent inn myndir spilurum til stuðning, ef þú vilt senda þína mynd eða upptöku geturu gert það hér:

Úrslit 18. júlí 32 manna útsláttur

Simon Whitlock 10-4 Ryan Joyce
Krzysztof Ratajski 10-4 Jermaine Wattimena
James Wade 12-10 Keegan Brown
Michael van Gerwen 10-7 Brendan Dolan
Gary Anderson 10-5 Justin Pipe

Leikir kvöldsins byrja kl. 18.00

Mensur Suljovic v Jamie Hughes
Glen Durrant v Jeffrey de Zwaan
Rob Cross v Gabriel Clemens
Peter Wright v Jose De Sousa
Michael Smith v Jonny Clayton

Posted on

PDC – Betfred World Matchplay 18 – 26 júlí

Nú er PDC pílan fyrir alvöru byrjuð, og getum við hlakkað til að sjá úrvalsleiki næstu níu kvöld. Betfred World Matchplay byrjar í kvöld kl 18.00

Leikir kvöldsins eru eftirfarandi
Simon Whitlock v Ryan Joyce
Krzysztof Ratajski v Jermaine Wattimena
James Wade v Keegan Brown
Michael van Gerwen v Brendan Dolan
Gary Anderson v Justin Pipe
Alla dagskránna má finna hér

Ríkjandi sigurvegari þessa móts er Rob Cross og vann hann titilinn árið 2019 með því að sigra Michael Smith 18-13.
Þetta er talið annað stærsta mót í mótaröð PDC, og fara leikir fram fyrir lokuðum dyrum í þetta skipti vegna COVID-19.
En ekki örvænta ÞÚ getur tekið þátt í gleðinni með því að senda inn myndband eða mynd af þér styðja og fagna
Nánar um það hér

Keppendurnir eru 32 og keppa um hin glæsilega Phil Taylor bikar – þetta er 27. skipti sem mótið er haldið og sigraði Phil Taylor þetta mót 16 sinnum, síðast árið 2017 þegar hann gaf út að hann myndi hætta að keppa á PDC mótum – Það var því vel við hæfi að endurskýra verðlaunabikarinn honum til heiðurs.

Heildarverðlaunafé mótsins eru £700.000 og fær sigurvegarinn £150.000 eða u.þ.b 26 milljónir íslenskara króna.
Skipting verðlaunafés:
Sigruvegari – £150,000
2. sæti – £70,000
3.-4. sæti – £50,000
5.-8. sæti – £25,000
9.-16. sæti – £15,000
17.-32. sæti – £10,000

Spilað er
Best af 19 í 32 manna útslætti
Best af 21 í 16 manna útslætti
Best af 31 í átta manna útslætti
Best af 33 í 4 manna útslætti
Úrslitaleikurinn er best af 35
Það þarf að sigra með tveimur leggjum yfir og mest eru spilaðir fimm auka leggir, sjötti leggur er afgerandi ef ekki annar keppandi nær að sigra með tveimur leggjum.
Dæmi : staðan er 9-9 í 32 manna útslætti – þá þarf annar þeirra að ná í 11-9 til að sigra, en mest er spilað upp í 12-12 og þá er sjötti og afgerandi leggurinn spilaður, sá sem sigrar hann – sigrar leikinn.

Hægt er að horfa á leikina í beinni á PDC.TV

Posted on

Úrslit RIG í Pílukasti og dagskrá þessa helgi

Pílukast tók stórt skref á Íslandi um síðustu helgi þegar við vorum partur af Reykjavík International Games (RIG). 48 karlar og 8 konur kepptu og urðu úrslit svo hljómandi:

Sigurvegari karla: Páll Árni Pétursson (PG)
2. sæti: Friðrik Diego (PFR)
3-4. sæti: Kristján Þorsteinsson (PFR) og Sigurgeir Guðmundsson (PA)

Sigurvegari kvenna Ingibjörg Magnúsdóttir (PFR)
2. sæti: María Steinunn Johannesdóttir (PFR)
3-4. sæti: Arna Rut Gunnlaugsdóttir og Petrea Kr. Friðriksdóttir

Ég vill persónulega þakka öllum fyrir alveg hrein frábæra helgi, allt var til fyrirmyndar.
Stjórn PFR á gífurlegt hrós skilið og vill ég biðja ykkur að þakka þeim næst þegar þið sjáið þau, gefið þeim High Five – það er svo sannarlega ekki sjálfsagt að vera með svona öflugt fólk í sjálfboðastarfi.
Arna, Peta, Þorgeir, Jónas, Björgvin TAKK, svo þakka ég líka Matta hjá Live darts Iceland fyrir allan stuðning í við Dartconnect og fyrir að treysta okkur fyrir búnaðnum sínum.

Allir sem tóku myndir á RIG Pílukast, endilega sendið þær á mig. Það er alltaf gaman að safna sögunni saman.

Núna um helgina er helgi númmer tvö á þessu magnaða móti, fullt af íþróttagreinum hafa keppt í dag og eru að keppa alla helgina.
Öll dagskráinn er á www.rig.is

Um helgina er FUN park þar sem við munum kynna pílukast upp í laugardalshöll, báða daga frá 11.30-15

Á sunnudagskvöldinu er partý frá 19 – 21, þar verða þeir einstaklingar heiðraðir sem sigruðu í sinni keppnisgrein. Smáréttarhlaðborð verður.
Við verðum auðvitað á staðnum og það væri frábært ef að fleiri úr píluheiminum sjá sig færa að mæta.
Hægt er að kaupa miða á tix.is (lokar sólahringi fyrir) og kostar kr. 3900 – kr. 4900
Hér má lesa allt um partýið: www.rig.is/party

Sjáumst á sunnudaginn

Posted on

Vá Takk fyrir ÆÐISLEGAN dag

48 Karlar og 8 konur kepptu í dag, allt gekk gífurlega vel nema smá tölvu örðuleikar þegar að átti að skella yfir í útslátt.

Hér má sjá leiki morgundagsins, einn leikur verður í einu og allir velkomnir í sal.

Einnig verður streymt í beinni á Youtube rás Live Darts Iceland

Leikir verða í eftirfarandi röð:
Undanúrslit kvenna
klukkan 14.00 Spilað er Best af 11
Ingibjörg Magnúsdóttir – Petrea Kr. Friðriksdóttir
Klukkan 15.00 Spilað er best af 11
Arna Rut Gunnlaugsdóttir – María Steinunn Jóhannesdóttir
Undarúrslit Karla
Klukkan 16.00 Spilað er best af 11
Friðrik Diego – Kristján Þorsteinsson
Klukkan 17.00 Spilað er best af 11
Sigurgeir Guðmundsson – Páll Árni Pétursson
Klukkan 18.00 Spilað er best af 13
Úrslit Kvenna
Klukkan 19.30 Spilað er best af 13
Úrslit Karla
Salnum verður breytt í áhorfendasal og skrifarar eru velkomnir
Hlökkum til að sjá sem flesta
Posted on

Ertu búin að skrá þig? Er nafnið þitt á listanum?

Um leið og ég bið ykkur að athuga hvort að ykkar nafn sé á listanum, þá vill ég brýna fyrir því að við vinnum samkvæmt reglum WDF (World Darts Federation).

32 karlar og 6 konur eru skráð nú þegar, og ennþá hægt að skrá sig á síðunni.
Hér er listinn: https://tv.dartconnect.com/eventplayers/rig20b

Pílukast er að verða stærra og stærra og veit ég að þið eruð sammála mér í því að vernda Íþróttina og fólkið sem hana stundar. En góð vísa er aldrei of oft kveðinn.

Hvort sem keppt er í aðildarfélaginu þínu (sem er með aðild af ÍPS), á vegum ÍPS eða á öðum opnum stórmótum sem falla undir reglur WDF, fylgjum við reglum WADA og hér á landi er það Lyfjaeftirlit Íslands sem sér um eftirlit.

Öll ólögleg efni eru stranglega bönnuð (áfengi er löglegt í pílukasti), og getur hvenær sem er komið einstaklingur frá lyfjaeftirlitinu og tekið einstaklinga í lyfjapróf af handahófi hvort sem að er í keppni eða utan keppnis.

Ekki hika við að hafa samband við mig ef einhverjar spurningar eru

Þessi helgi verður mögnuð og ég hlakka til að sjá ykkur á morgun

Af síðu lyfjaeftirliti Íslands:

Hvernig er valið í lyfjapróf?

Til eru þrjár aðferðir til að velja í lyfjapróf:

  1. Valið/dregið af handahófi

  2. Sérstaklega valið (ekki handahófskennt)

  3. Valin sæti fyrirfram (algengt t.d. í einstaklingsíþróttum)

Hvernig fer lyfjapróf fram?

Lyfjapróf hefst þegar íþróttamaður er boðaður í lyfjaprófið og því lýkur þegar lífsýnið (þvag og/eða blóð) er búið að innsigla. Íþróttamaðurinn er sá eini sem meðhöndlar sýnið í gegnum ferlið, skv. leiðbeiningum lyfjaeftirlitsaðila. Lyfjaeftirlitsaðili sér um að fylla út öll eyðublöð og kemur svo sýninu á þar til gerða rannsóknarstofu til greiningar.

Hvar eru sýnin rannsökuð?

Einungis rannsóknarstofur sérstaklega vottaðar af WADA (World Anti-Doping Agency) hafa leyfi til þess að greina sýni íþróttamanna. Engin slík rannsóknarstofa er hér á landi og því eru sýnin send erlendis. Lyfjaeftirlit Íslands sendir flest sýni sem stofnunin tekur til Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi. Algengur tími sem tekur að rannsaka sýnin er um 3-4 vikur. Íþróttamenn eru ekki sérstaklega látnir vita ef um neikvæða rannsóknarniðurstöðu er að ræða.

 

Posted on

Borgarstjóri setti Reykjavíkurleikana í dag

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, setti Reykjavíkurleikana í Laugardalshöll í hádeginu í dag. Gústaf Adolf Hjaltason, forseti undirbúningsnefndar leikanna, tók einnig til máls, fór yfir dagskrána sem framundan er og nýjungarnar í ár. Að setningarathöfn lokinni fengu viðstaddir að prófa pílukast og kynna sér klifur og Enduro hjólreiðar sem eru nýjar greinar á leikunum í ár. Einnig var hægt að reyna við heimsmet Júlíans Jóhanns í réttstöðulyftu. Aðrar nýjar greinar í ár eru crossfit, akstursíþróttir og þríþraut.

Nánar um leikanna má finna á www.rig.is og hér: www.facebook.com/reykjavik.international.games/