Uppsetning og viðhald píluspjalds

Rétt uppsetning á píluspjaldi er mikilvæg, gott viðhald og umhirða eykur endingu spjaldsins.

Við mælum með að settur sé verndari í kringum spjaldið til að vernda bæði vegg og odda pílunar.

Uppsetning á píluspjaldi

Viðhald píluspjalds

Við mælum með að spjaldinu sé snúið reglulega, til að dreifa álaginu á helstu reiti.
Það gerir þú með því að fjarlægja númeraða hringinn af, snúa spjaldinu, og setja síðan númeraða hringinn á aftur.
20 reiturinn, á ávalt að vera svartur reitur og snúa upp

Best er að hafa spjaldið á þurru og svölu svæði sé möguleiki á því. Mikil raki og hiti styttir lífstíma spjaldsins.
Engir vökvar eiga að koma í snertingu við spjaldið, það getur myndað raka inn í því og þá bólnar spjaldið upp. Frost fer illa í spjaldið, þar sem að það eykur líkur á að raki myndast inn í spjaldinu.

Huga skal vel að því að hafa odda pílunar hóflega beitta. Of beittir oddar geta átt það til að ná ekki gripi í spjaldinu og detta úr. Mjög riflaðir, oddar alveg flatir að framan og beyglaðir oddar eyða spjaldinu hraðar.
Spjöldin frá okkur eru gerð úr Sisal, sem er planta í sömu ætt og aloavera plantan, hún er þurrkuð og pressuð saman.
Ef tjásur fara að láta sjá sig úr spjaldinu, þá er betra að klippa með t.d. naglaklippum þá burt en ekki toga þá úr.  Séu þeir togaðir úr þá myndast hraðar meira rými í spjaldinu og það eykur líkurnar á að fleiri þræðir losni hraðar.