JDC – Gibraltar U18

U18 landslið Íslands er nú statt í Gibraltar ásamt 15 öðrum liðum.

Löndin sem keppa eru: Bandaríkin, Írland, Kanada, Indland, England, Wales, Ísland, Kína, Tékkland, Spánn, Skotland, Holland, Gibraltar, Nýja Sjáland, Ástralía og Danmörk

Mörg þeirra eru með tvö 4 manna lið með sér, þannig að þetta eru 25 lið sem munu keppa í dag

Ísland er í dag í riðli með Gibraltar A, Holland B, Indland A, og Kína B

Þetta eru þrjú mót yfir þrjá daga, Í dag er JDC World Cup þar sem að keppt er í liðakeppni (liðinn keppa í einmenning, tvímenning og 4 mannakeppni), á morgun er JDC International Open þar sem er keppt í einstaklingskeppni, beinn útsláttur og föstudag er Scott farms þar sem eru riðlar á undan og síðan útsláttur.

Hér eru helstu linkar til þess að fylgjast með:

Heimasíða JDC þar sem öll mótin eru útskýrð

Facebook síða JDC (muna að styðja með því að gera LIKE) 

Dartconnect þar sem hægt er að fylgjast með ölum leikjum í beinni

Youtube rás JDC þar sem valdir leikir eru í beinni

 

Við hlökkum til að fylgjast með næstu 3 daga, og óskum drengjunum góðs gengis