Posted on

Unglingalandsmót UMFÍ

Virkilega góð mæting var í dag í pílukast á unglingalandsmóti UMFÍ, keppt var í níu pílna leik þar sem hver um sig fékk níu pílur og stig skráð niður sem skoruð voru.

149 ungmenni á aldrinum 11-18 ára mættu í dag og kepptu.

66 stúlkur og 83 drengir.
Meðaltal stúlkna í dag var 98  og drengja 113

Hér eru hæstu skor dagsins:

Stúlkur
Borghildur með 208 stig
Guðrún Karítas með 200 stig
Sigurborg með 182 stig

Drengir
Davíð Már með 201 stig
Hafsteinn Thor með 188 stig
Heimir Már með 183 stig

Hægt er að mæta milli 10-15 á morgun í báruna til þess að reyna að toppa þessi skor og komast á verðlaunapall

Keppni lýkur 15.00 sunnudag!