Posted on

Alexander Veigar Íslandsmeistari Drengja 2020

Íslandsmót U18 fyrir árið 2020 var haldið laugardaginn 13. febrúar, fresta þurfti mótinu í fyrra vegna Covid og því frábært að byrja árið með því að halda mót fyrir krakkana. Það bæði vekur athugli fyrir framtíðar spilara og gefur þeim sem biðu spenntir í fyrra tækifæri til þess að koma árinu vel af stað.

Drengja keppnin var góð og mikið var um hörku spilamennsku,
Alexander og Magnús gerðu sitt hvort 180
Tómas Breki var með hæsta útskotið 111
Alexander var með fæstar pílur dagsins, hann gerði tvisvar sinnu 17 pílu legg, fyrst í undan úrslitum á móti Tómasi Breka og síðan í úrslitaleiknum á móti Alex Mána.


Úrslita viðureignin var á milli Alex Mána ríkjandi íslandsmeistara frá 2019 og Alexander Veigars, spilað var best af 9 og þurfti því 5 leggi til þess að sigra.
Alexander sigraði 5 – 3

Tómas Breki og Tómas Orri kepptu um 3. sætið, og sigraði Tómas Breki

Nánar um mótið :

Keppendur að þessu sinni voru 8 drengir ( í stafrófsröð), og 3 stúlkur (sér póstur um þær)
Alex Máni Pétursson
Alexander Veigar Þorvaldsson
Ásþór Ingi Gestsson
Magnús Engill Valgeirsson
Tómas Breki Bjarnason
Tómas Orri Agnarsson
Ottó Helgason
Sören Cole

Drengirnir spiluðu 4 í riðli og fóru 4 upp úr hverjum riðli, tveimur var raðað eftir styrkleika í sitt hvorn riðilinn. Spilað var best af 3 í riðli

Riðill 1 og úrslit hans:

Leikmaður 1 Unnir leggir Unnir leggir Leikmaður 2
Alex Máni Pétursson
2
0
Ottó Helgason
Ásþór Ingi Gestsson
0
2
Magnús Engill Valgeirsson
Alex Máni Pétursson
2
1
Magnús Engill Valgeirsson
Ottó Helgason
1
2
Ásþór Ingi Gestsson
Alex Máni Pétursson
2
0
Ásþór Ingi Gestsson
Magnús Engill Valgeirsson
0
2
Ottó Helgason

Riðill 2 og úrslit hans:

Leikmaður 1 Unnir leggir Unnir leggir Leikmaður 2
Alexander Veigar Þorvaldsson
2
0
Sören Cole
Tómas Orri Agnarsson
0
2
Tómas Breki Bjarnason
Alexander Veigar Þorvaldsson
2
0
Tómas Breki Bjarnason
Sören Coles
1
2
Tómas Orri Agnarsson
Alexander Veigar Þorvaldsson
2
0
Tómas Orri Agnarsson
Tómas Breki Bjarnason
2
0
Sören Cole

Útsláttur drengja ( Dartconnect ):

Hér má skoða tölfræði úrslitaleiksins : Úslitaleikur u18 2020

 

Tómas Breki 3. sæti, Alexander Veigar Íslandsmeistari, Alex Máni 2. sæti

Posted on

Leikir dagsins 20. júlí

Þrír hörku leikir voru í gær, og tveir fremur óspennandi, Glen Durrant og Michael Smith völtuðu yfir sína andstæðinga. Ríkjandi meistari Rob Cross féll úr leik, Peter Wright var í basli en kippti þá af sér gleraugunum og meistarinn mætti á svæðið.

úrslit gærdagsins:

Mensur Suljovic 12-10 Jamie Hughes
Glen Durrant 10-3 Jeffrey de Zwaan
Gabriel Clemens 10-8 Rob Cross
Peter Wright 10-8 Jose De Sousa
Michael Smith 10-3 Jonny Clayton

Leikir dagsins eru ekki af verri endanum, og byrja þeir kl 18.00 að staðar tíma, sem er 17.00 á íslenskum tíma

Dave Chisnall v Vincent van der Voort
Ian White v Joe Cullen
Daryl Gurney v Ricky Evans
Gerwyn Price v Danny Noppert
Adrian Lewis v Steve Beaton

 

Posted on

Leikir Dagsins 19. júlí

Í gær voru spilaðir fimm leikir í 32 manna útslætti, enginn af þeim fór í bráðabana, og aðeins einn fór í að leikja þurfti umfram leggi til þess að finna sigurvegara. Engir áhorfendur eru á staðnum, spilaðar eru bæði fyrir áhorfendur heima og í salnum upptökur frá áhorfendum. Það er pínu eins og þeir séu á staðnum, en samt ekki. Fyrir aftan er risaskjár þar sem að aðdáendur hafa sent inn myndir spilurum til stuðning, ef þú vilt senda þína mynd eða upptöku geturu gert það hér:

Úrslit 18. júlí 32 manna útsláttur

Simon Whitlock 10-4 Ryan Joyce
Krzysztof Ratajski 10-4 Jermaine Wattimena
James Wade 12-10 Keegan Brown
Michael van Gerwen 10-7 Brendan Dolan
Gary Anderson 10-5 Justin Pipe

Leikir kvöldsins byrja kl. 18.00

Mensur Suljovic v Jamie Hughes
Glen Durrant v Jeffrey de Zwaan
Rob Cross v Gabriel Clemens
Peter Wright v Jose De Sousa
Michael Smith v Jonny Clayton

Posted on

PDC – Betfred World Matchplay 18 – 26 júlí

Nú er PDC pílan fyrir alvöru byrjuð, og getum við hlakkað til að sjá úrvalsleiki næstu níu kvöld. Betfred World Matchplay byrjar í kvöld kl 18.00

Leikir kvöldsins eru eftirfarandi
Simon Whitlock v Ryan Joyce
Krzysztof Ratajski v Jermaine Wattimena
James Wade v Keegan Brown
Michael van Gerwen v Brendan Dolan
Gary Anderson v Justin Pipe
Alla dagskránna má finna hér

Ríkjandi sigurvegari þessa móts er Rob Cross og vann hann titilinn árið 2019 með því að sigra Michael Smith 18-13.
Þetta er talið annað stærsta mót í mótaröð PDC, og fara leikir fram fyrir lokuðum dyrum í þetta skipti vegna COVID-19.
En ekki örvænta ÞÚ getur tekið þátt í gleðinni með því að senda inn myndband eða mynd af þér styðja og fagna
Nánar um það hér

Keppendurnir eru 32 og keppa um hin glæsilega Phil Taylor bikar – þetta er 27. skipti sem mótið er haldið og sigraði Phil Taylor þetta mót 16 sinnum, síðast árið 2017 þegar hann gaf út að hann myndi hætta að keppa á PDC mótum – Það var því vel við hæfi að endurskýra verðlaunabikarinn honum til heiðurs.

Heildarverðlaunafé mótsins eru £700.000 og fær sigurvegarinn £150.000 eða u.þ.b 26 milljónir íslenskara króna.
Skipting verðlaunafés:
Sigruvegari – £150,000
2. sæti – £70,000
3.-4. sæti – £50,000
5.-8. sæti – £25,000
9.-16. sæti – £15,000
17.-32. sæti – £10,000

Spilað er
Best af 19 í 32 manna útslætti
Best af 21 í 16 manna útslætti
Best af 31 í átta manna útslætti
Best af 33 í 4 manna útslætti
Úrslitaleikurinn er best af 35
Það þarf að sigra með tveimur leggjum yfir og mest eru spilaðir fimm auka leggir, sjötti leggur er afgerandi ef ekki annar keppandi nær að sigra með tveimur leggjum.
Dæmi : staðan er 9-9 í 32 manna útslætti – þá þarf annar þeirra að ná í 11-9 til að sigra, en mest er spilað upp í 12-12 og þá er sjötti og afgerandi leggurinn spilaður, sá sem sigrar hann – sigrar leikinn.

Hægt er að horfa á leikina í beinni á PDC.TV

Posted on

Velkominn MvG

Við skelltum okkur til Cardiff, Wales, í síðustu viku þar sem Winmau var að halda viðburð til þess að fagna komu Michael van Gerwens, númer eitt í heimi, til Winmau.

Viðburðurinn var haldin á Principality Stadium, líka þekkt sem Millennium Stadium, virkilega skemmtilegt að fá að sjá þann magnaða stað.

Um 50 manns voru á viðburðinum og við litla Ísland með, við erum ennþá í skýjunum með að fá þetta flotta boð.

Á viðburðinum voru líka Bobby George, Mark Webster, Paul Nicholson og fleiri stór nöfn, þar má nefna Vitor Charrua a.k.a. „The Grenade“, sem bæði eru að keppa eða vinna innan pílukasts í heiminum.

Það var að sjálfsögðu skálað ( í LÉTTöl )

MvG heimtaði auðvitað mynd með okkur #celebs #bestbudds 

 

Hér má sjá viðtalið sem tekið var á viðburðinum við MvG

 

 

Við erum kominn með takmarkað magn af Michael van Gerwen pílum á lager, hann hannaði fjögur mismunandi tungsten sett og eitt brass sett, verið velkominn í heimsókn að prófa þessar mögnuðu pílur.

Við hlökkum til að geta boðið ykkur upp á mun meira úrval af píluvörum í framtíðinni……

Posted on

Unglingalandsmót UMFÍ

Virkilega góð mæting var í dag í pílukast á unglingalandsmóti UMFÍ, keppt var í níu pílna leik þar sem hver um sig fékk níu pílur og stig skráð niður sem skoruð voru.

149 ungmenni á aldrinum 11-18 ára mættu í dag og kepptu.

66 stúlkur og 83 drengir.
Meðaltal stúlkna í dag var 98  og drengja 113

Hér eru hæstu skor dagsins:

Stúlkur
Borghildur með 208 stig
Guðrún Karítas með 200 stig
Sigurborg með 182 stig

Drengir
Davíð Már með 201 stig
Hafsteinn Thor með 188 stig
Heimir Már með 183 stig

Hægt er að mæta milli 10-15 á morgun í báruna til þess að reyna að toppa þessi skor og komast á verðlaunapall

Keppni lýkur 15.00 sunnudag!

 

Posted on

Hæ hó jibíjej og jibíjej það er að koma 17. júni

Við verðum partur af dagskrá Hafnarfjarðarbæjar á 17. júní og geta allir fengið að prófa að kasta milli 13.30 – 17.00
Við verðum staðsett á Standgötu (bak við fjörðinn)

Við verðum með skemmtilegan leik, þar sem hægt er að vinna glæsilega vinninga

Fullt af öðru skemmtilegu er á dagskrá Hafnarfjarðarbæjar, meðal annars verður bogfimi við hliðina á okkur

Hér má sjá alla dagskránna: 17. júni dagskrá Hafnarfjarðarbæjar

Við hlökkum til að fagna Þjóðhátíðardegi Íslands með ykkur

Posted on

PDC World Cup of Darts hefst í kvöld

Einstök keppni hefst í kvöld í Hamborg þar sem 32 lönd keppa. Tveir keppendur eru frá hverju landi og samanstendur keppnin bæði af einmennings og tvímenningsleikjum.
Í fyrra sigruðu Michael Van Gerwen og Reymond Van Barneveld frá Hollandi, en í ár er Barneveld í fyrsta sinn ekki með.

Ísland er ekki með, við erum algjörir nýliðar í keppni um stig á þessu móti, í fyrra fengum við í fyrsta sinn undankeppni fyrir PDC mót hér heima og munum við endurtaka það í Ágúst í ár. Það skiptir gífurlegu máli að sem flestir íslendingar mæti á það mót, en einnig skiptir máli að íslendingar fari á þessar PDC Nordic og Baltic keppnir erlendis – við erum að jafnaði með 2-3 keppendur á hverju slíku móti. Við erum að klóra í bakkan, og verða sterkari og sterkari í pílukasti

Löndin 32 og keppendur þeirra:

(Seed 1) England – Rob Cross & Michael Smith
(Seed 2) Scotland – Gary Anderson & Peter Wright
(Seed 3) Wales – Gerwyn Price & Jonny Clayton
(Seed 4) Netherlands – Michael van Gerwen & Jermaine Wattimena
(Seed 5) Australia – Simon Whitlock & Kyle Anderson
(Seed 6) Northern Ireland – Daryl Gurney & Brendan Dolan
(Seed 7) Belgium – Kim Huybrechts & Dimitri Van den Bergh
(Seed 8) Austria – Mensur Suljovic & Zoran Lerchbacher
Brazil – Diogo Portela & Artur Valle
Canada – Dawson Murschell & Jim Long
China – Xiaochen Zong & Yuanjun Liu (Qingyu Zhan replaced by Yuanjun Liu)
Czech Republic – Pavel Jirkal & Karel Sedlacek
Denmark – Per Laursen & Niels Heinsøe
Finland – Marko Kantele & Kim Viljanen
Germany – Max Hopp & Martin Schindler
Gibraltar – Dyson Parody & Antony Lopez
Greece – John Michael & Veniamin Symeonidis
Hong Kong – Royden Lam & Kai Fan Leung
Hungary – Pal Szekely & Janos Vegso
Italy – Andrea Micheletti & Stefano Tomassetti
Japan – Seigo Asada & Haruki Muramatsu
Lithuania – Darius Labanauskas & Mindaugas Barauskas
New Zealand – Cody Harris & Haupai Puha
Philippines – Lourence Ilagan & Noel Malicdem
Poland – Krzysztof Ratajski & Tytus Kanik
Republic of Ireland – Steve Lennon & William O’Connor
Russia – Boris Koltsov & Aleksey Kadochnikov
Singapore – Paul Lim & Harith Lim
South Africa – Devon Petersen & Vernon Bouwers
Spain – Cristo Reyes & Toni Alcinas
Sweden – Dennis Nilsson & Magnus Caris
United States of America – Darin Young & Chuck Puleo

Hægt er að horfa á keppnina á www.pdc.tv

Dagskrá mótsins:
Fimmtudag (Hefst 19.00 að staðartíma)
Gibraltar v Japan
Northern Ireland v South Africa
New Zealand v Lithuania
Belgium v Hong Kong
Brazil v Sweden
Wales v Singapore
Hungary v Germany
Scotland v Denmark

Föstudagur (Hefst 19.00 að staðartíma)
China v USA
Italy v Canada
Poland v Czech Republic
Republic of Ireland v Greece
England v Philippines
Austria v Russia
Australia v Finland
Netherlands v Spain

 

Hér má lesa nánar um keppnina: https://www.pdc.tv/news/2019/06/05/2019-betvictor-world-cup-darts-preview

Wikipedia er einnig með góða grein, þar sem hægt er að lesa sig betur til um hvern og einn spilara, löndin og sjá fyrirkomulagið. https://en.wikipedia.org/wiki/2019_PDC_World_Cup_of_Darts

Posted on

Landsmót UMFÍ 50+ – Opið fyrir skráningar

Opnað hefur verið fyrir skráningar á Landsmót UMFÍ 50+

Skráning fer fram hér

Pílukast er partur af opinni dagskrá og verður keppt í 9 pílu leiknum, það hafa því allir tækifæri til þess að taka þátt, líka þeir sem eru yngri en 50

Upplýsingar um pílukastið:

Staðsetning:

Nesskóli

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Ingibjörg Magnúsdóttir               

Sími:

770 4642

Netfang:

imagnusdottir2@gmail.com

Dagur:

Laugardagur 29. júní     

Kl. 10:00 – 18:00

Kynja- og aldursflokkar

Karlar: 49 ára og yngri

Karlar: 50 ára og eldri

Konur: 49 ára og yngri

Konur: 50 ára og eldri

Hér má nálgast alla dagskránna

 

Við hlökkum til að sjá ykkur á Neskaupsstað

Posted on

Pílukeppni hjá Keiluhöllinni Egilshöll

Í tilefni þess vað Keiluhöllin hefur sett upp aðstöðu hjá sér verður Pílukeppni á Happy Hour, þriðjudagskvöldið 30. apríl frá kl 21:00 – 23:00, við verðum á staðnum frá klukkan 19.00 og leiðbeinum þeim sem vilja. 

Allar upplýsingar eru hér :

https://www.facebook.com/keiluhollinegilsholl/

Posted on

Pílukast á landsmótum UMFÍ

Á hverju ári heldur UMFÍ landsmót fyrir 50+, og unglingalandsmót

Pílukast hefur verið tvisvar sinnum á unglingalandsmóti, á Akureyri 2015 og Borgarnesi 2016

Nú hefur næsta skref verið tekið og mun pílukast vera á báðum mótum til framtíðar

Í ár munum við verða með kynningarár þar sem keppt verður í 9 pílu leiknum okkar
Hann gengur út á það að hver keppandi fær að kasta þrisvar sinnum þremur pílum (ein í einu)
Stiginn eru skráð niður og sá/sú sem er með hæstan stigafjölda frá níu pílum í lok dags sigrar
Hægt er að koma oftar enn einu sinni á tilsettum tíma dagskráar.

50+ mótið er haldið í Neskaupstað 28-30 Júní
Unglingalandsmótið verður á Höfn í Hornafirði 1-4 Ágúst

Við hjá Kastinu munum sjá um þetta glæsilega verkefni og erum við afar þakklátt UMFÍ fyrir að gefa okkur þetta tækifæri

Nánair dagskrá má sjá á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is