Posted on

Til Hamingju Bláskógarskóli Laugarvatn

Í dag bættist pílukast á listan yfir afþreyingu hjá Bláskógarskóla Laugarvatni.

Í Bláskógarbyggð eru þrír grunnskólar sem eru með þemadaga þessa dagana og sameinast skólarnir og eru með margar mismunandi smiðjur, þar sem börnin geta lært og prófað heilan helling. Ég fékk þann heiður að sjá um pílukast smiðjuna.
Þar voru margir áhugasamir krakkar, og var fróðlegt að sjá að þau sem að lýstu því yfir í byrjun að geta ekki reiknað saman, voru í lok smiðjunar farinn að plúsa þetta allt saman nokkuð örugglega.

Grunnskólin hefur sett upp tvö spjöld og mun í framhaldi bjóða upp á að hægt sé að æfa sig í pílukasti.

Innilega til hamingju, ég hlakka til að kíkja í heimsókn aftur