Posted on

Kvennalandsliðið tók hástökk á HM

Dagana 7. til 12. október fór fram Heimsmeistaramót World Darts Federation (WDF), og voru 42 kvennalið og 48 karlalið sem tóku þátt. Heimsmeistaramótið er haldið annaðhvert ár á oddatölu árum. 

Landslið Íslands samanstóð af 
Hallgrími Egilssyni, Pétri Guðmundssyni, Páll Árna Pétursyni og Vitor Charrua
Diljá Töru Helgadóttur, Guðrúnu Þórðardóttur, Ingibjörgu Magnúsdóttur og Petreu Kr. Friðriksdóttur

Keppt var í einmenning, tvímenning og liðakeppni skipt í karla- og kvennaflokk

Karlarnir náðu einu stigi og 44. sæti á heimslista

Íslenska Kvennalandsliðið tók hástökk og fór heim með 9 stig og 26. sæti á heimslista, í tvímenningi kvenna komust Ingibjörg og Petrea í 16 manna útslátt, og í liðakeppninni sigraði liðið Cataloniu, þetta er að við best vitum fyrsta skipti þar sem kvennaliðið sigrar leik í liðakeppninni.
Ef árin á undan eru skoðuð þá var ekki kvennalandslið árið 2017, árið 2015 tóku 28 kvennalið þátt og íslensku konurnar í 28. sæti með 0 stig, árið 2013 voru 23 lönd sem tóku þátt og þær í 21. sæti með 1 stig.

Annar sigur er líka að sjá hversu mörg kvennalið tóku þátt, og hvað aukninginn er gríðarleg hjá konum innan pílunar.

Hægt er að skoða öll úrslit hér

Til hamingju með þennan gríðarlega flotta árangur

Posted on

Unglingalandsmót UMFÍ

Virkilega góð mæting var í dag í pílukast á unglingalandsmóti UMFÍ, keppt var í níu pílna leik þar sem hver um sig fékk níu pílur og stig skráð niður sem skoruð voru.

149 ungmenni á aldrinum 11-18 ára mættu í dag og kepptu.

66 stúlkur og 83 drengir.
Meðaltal stúlkna í dag var 98  og drengja 113

Hér eru hæstu skor dagsins:

Stúlkur
Borghildur með 208 stig
Guðrún Karítas með 200 stig
Sigurborg með 182 stig

Drengir
Davíð Már með 201 stig
Hafsteinn Thor með 188 stig
Heimir Már með 183 stig

Hægt er að mæta milli 10-15 á morgun í báruna til þess að reyna að toppa þessi skor og komast á verðlaunapall

Keppni lýkur 15.00 sunnudag!

 

Posted on

Hæ hó jibíjej og jibíjej það er að koma 17. júni

Við verðum partur af dagskrá Hafnarfjarðarbæjar á 17. júní og geta allir fengið að prófa að kasta milli 13.30 – 17.00
Við verðum staðsett á Standgötu (bak við fjörðinn)

Við verðum með skemmtilegan leik, þar sem hægt er að vinna glæsilega vinninga

Fullt af öðru skemmtilegu er á dagskrá Hafnarfjarðarbæjar, meðal annars verður bogfimi við hliðina á okkur

Hér má sjá alla dagskránna: 17. júni dagskrá Hafnarfjarðarbæjar

Við hlökkum til að fagna Þjóðhátíðardegi Íslands með ykkur

Posted on

Landsmót UMFÍ 50+ – Opið fyrir skráningar

Opnað hefur verið fyrir skráningar á Landsmót UMFÍ 50+

Skráning fer fram hér

Pílukast er partur af opinni dagskrá og verður keppt í 9 pílu leiknum, það hafa því allir tækifæri til þess að taka þátt, líka þeir sem eru yngri en 50

Upplýsingar um pílukastið:

Staðsetning:

Nesskóli

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Ingibjörg Magnúsdóttir               

Sími:

770 4642

Netfang:

imagnusdottir2@gmail.com

Dagur:

Laugardagur 29. júní     

Kl. 10:00 – 18:00

Kynja- og aldursflokkar

Karlar: 49 ára og yngri

Karlar: 50 ára og eldri

Konur: 49 ára og yngri

Konur: 50 ára og eldri

Hér má nálgast alla dagskránna

 

Við hlökkum til að sjá ykkur á Neskaupsstað

Posted on

Pílukeppni hjá Keiluhöllinni Egilshöll

Í tilefni þess vað Keiluhöllin hefur sett upp aðstöðu hjá sér verður Pílukeppni á Happy Hour, þriðjudagskvöldið 30. apríl frá kl 21:00 – 23:00, við verðum á staðnum frá klukkan 19.00 og leiðbeinum þeim sem vilja. 

Allar upplýsingar eru hér :

https://www.facebook.com/keiluhollinegilsholl/

Posted on

Pílukast á landsmótum UMFÍ

Á hverju ári heldur UMFÍ landsmót fyrir 50+, og unglingalandsmót

Pílukast hefur verið tvisvar sinnum á unglingalandsmóti, á Akureyri 2015 og Borgarnesi 2016

Nú hefur næsta skref verið tekið og mun pílukast vera á báðum mótum til framtíðar

Í ár munum við verða með kynningarár þar sem keppt verður í 9 pílu leiknum okkar
Hann gengur út á það að hver keppandi fær að kasta þrisvar sinnum þremur pílum (ein í einu)
Stiginn eru skráð niður og sá/sú sem er með hæstan stigafjölda frá níu pílum í lok dags sigrar
Hægt er að koma oftar enn einu sinni á tilsettum tíma dagskráar.

50+ mótið er haldið í Neskaupstað 28-30 Júní
Unglingalandsmótið verður á Höfn í Hornafirði 1-4 Ágúst

Við hjá Kastinu munum sjá um þetta glæsilega verkefni og erum við afar þakklátt UMFÍ fyrir að gefa okkur þetta tækifæri

Nánair dagskrá má sjá á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is

Posted on

Dagskrá vikunnar – This weeks program

16. apríl

Reykjavík:
Nýliðakvöld PFR 
Beginners night at PFR – just show up, no registration needed
19.00 – Tangarhöfði 2

Unglingaæfing / Youth practise kl.17.15-18.00

Reykjanesbær
Money in – money out mót
skráning til 19.00
keppnisgjald kr. 500,-
Money in – money out tournament
Registration until 19.00
Fee kr. 500,-

18. Apríl

Reykjavík
Laaaaaaangamót hjá PFR – Tangarhöfði 2
Skráning í síma 771 7382 hjá Petu.
Húsið opnar kl. 14:10 – Byrjað að spila ca. 15.10
Skemmtilegt mót fyrir alla, nýja sem gamla.
Keppnisgjald 1500 kr

Easter loooong tournament – Tangarhöfði 2
Open for all, registration 771 7382 Peta
Venue opens 14.10 – starts to play about 15.10
Fee kr. 1500,- – easter eggs and other prizes

19. – 21. Apríl – Winmau Iceland Open sjá/see www.dart.is