Posted on

Unglingalandsmót UMFÍ

Virkilega góð mæting var í dag í pílukast á unglingalandsmóti UMFÍ, keppt var í níu pílna leik þar sem hver um sig fékk níu pílur og stig skráð niður sem skoruð voru.

149 ungmenni á aldrinum 11-18 ára mættu í dag og kepptu.

66 stúlkur og 83 drengir.
Meðaltal stúlkna í dag var 98  og drengja 113

Hér eru hæstu skor dagsins:

Stúlkur
Borghildur með 208 stig
Guðrún Karítas með 200 stig
Sigurborg með 182 stig

Drengir
Davíð Már með 201 stig
Hafsteinn Thor með 188 stig
Heimir Már með 183 stig

Hægt er að mæta milli 10-15 á morgun í báruna til þess að reyna að toppa þessi skor og komast á verðlaunapall

Keppni lýkur 15.00 sunnudag!

 

Posted on

Landsmót UMFÍ 50+ – Opið fyrir skráningar

Opnað hefur verið fyrir skráningar á Landsmót UMFÍ 50+

Skráning fer fram hér

Pílukast er partur af opinni dagskrá og verður keppt í 9 pílu leiknum, það hafa því allir tækifæri til þess að taka þátt, líka þeir sem eru yngri en 50

Upplýsingar um pílukastið:

Staðsetning:

Nesskóli

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Ingibjörg Magnúsdóttir               

Sími:

770 4642

Netfang:

imagnusdottir2@gmail.com

Dagur:

Laugardagur 29. júní     

Kl. 10:00 – 18:00

Kynja- og aldursflokkar

Karlar: 49 ára og yngri

Karlar: 50 ára og eldri

Konur: 49 ára og yngri

Konur: 50 ára og eldri

Hér má nálgast alla dagskránna

 

Við hlökkum til að sjá ykkur á Neskaupsstað

Posted on

Pílukast á landsmótum UMFÍ

Á hverju ári heldur UMFÍ landsmót fyrir 50+, og unglingalandsmót

Pílukast hefur verið tvisvar sinnum á unglingalandsmóti, á Akureyri 2015 og Borgarnesi 2016

Nú hefur næsta skref verið tekið og mun pílukast vera á báðum mótum til framtíðar

Í ár munum við verða með kynningarár þar sem keppt verður í 9 pílu leiknum okkar
Hann gengur út á það að hver keppandi fær að kasta þrisvar sinnum þremur pílum (ein í einu)
Stiginn eru skráð niður og sá/sú sem er með hæstan stigafjölda frá níu pílum í lok dags sigrar
Hægt er að koma oftar enn einu sinni á tilsettum tíma dagskráar.

50+ mótið er haldið í Neskaupstað 28-30 Júní
Unglingalandsmótið verður á Höfn í Hornafirði 1-4 Ágúst

Við hjá Kastinu munum sjá um þetta glæsilega verkefni og erum við afar þakklátt UMFÍ fyrir að gefa okkur þetta tækifæri

Nánair dagskrá má sjá á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is