Frábær helgi að baki

Við skelltum okkur til Neskaupstaðar síðastliðna helgi, og sáum um pílukastmót á landsmóti UMFÍ 50+

Um 40 manns skráðu sig til keppnis, og var baráttan sérstaklega hörð í karlaflokki 50 ára og eldri, hægt er að skoða úrslit mótsins á vef UMFÍ

Virkilega skemmtilegt mót og utanumhald frábært

Við nýttum tækifærið og fórum á fund æskulýðsfulltrúa Fjarðabyggðar, ásamt Friðriki Kristinssyni pílukastara sem hafði þann draum að stofna Pílukastfélag Fjarðabyggðar. Vel var tekið í þá hugmynd og hefur Friðriki verið úthlutað glæsilegt rými í íþróttahúsi Neskaupstaðar. Þar verða sett upp 4 spjöld og munum við aðstoða áfram með formlega skráningu félagsins, æfingar- og keppnisskipulags. Í framhaldi af því er voninn að uppsettar verði aðstöður á Reyðarfirði og Eskifirði.
Friðrik ásamt Sævari Friðriksyni munu vera í forsvari Pílukastfélags Fjarðabyggðar og verður dagskrá og mótaplan gefin út í lok sumars.

Til hamingju Fjarðabyggð