Posted on

William Hill World Championship – Dagur 4

Leikur dagsins er klárlega Darius Labanauskas á móti Matthew Edgar
Og er það vegna þess að Darius keppir á PDC Nordic/Baltic móta röðinni
það er sú mótaröð sem að við Íslendingarnir tökum þátt í til þess að fá keppnisrétt á mótinu sem nú er í gangi, tveir efstu fá þar keppnisrétt og í ár voru það Darius Labanauskas og Daniel Larsson
Báðir tveir voru hér í ágúst og var það síðasta PDC NB keppni fyrir HM og innsigluðu þeir keppnisrétt sínum hér á landi 

Úrslit gærdagsins voru:

Richard North 3 – 2  Robert Marijanovic
Mickey Mansell 1 – 3 Jim Long 
Josh Payne 3 – 2  Jeff Smith
Max Hopp 3 – 0 Danny Noppert
Toni Alcinas 3 – 0  Craig Ross
Ryan Searle 3 – 0 Stephen Burton
Keegan Brown 3 – 0  Karel Sedlacek
Michael van Gerwen 3 – 1 Allan Tabern

Leikir dagsins

Kl 12:30

Gabriel Clemens v Aden Kirk 
William O’Connor v Yordi Meeuwisse 
Brendan Dolan v Yuanjun Liu 
Dave Chisnall v Josh Payne

Kl 19:00
Luke Humphries v Adam Hunt 
Matthew Edgar v Darius Labanauskas 
Ross Smith v Paul Lim 
Peter Wright v Tony Alcinas 

Allir leikir að sjálfsögðu í beinni á www.pdc.tv og á Stöð 2 Sport 2

Posted on

JDC

Í dag er keppt á WDS JDC Championship i Bristol
74 keppendur og byrja þeir að keppa í riðlum og síðan útsláttur,
Það eru 16 riðlar, níu af þeim með fimm í riðli og sjö með fjórum í 
Spilað er best af þremur
Tveir fara upp úr riðli

Live Darts Iceland er á staðnum, og mér langar að koma að hversu stórt það er að litla Ísland er að taka svona stóran þátt í þessu risa móti með því að vera að senda leikinna í beinni – Ótrúlegt!

Riðlarnir ættu að birtast hér https://tv.dartconnect.com/eventmenu/jdc18wcrr


Posted on

Beer-Pally í kvöld

Áhorfendur eru þétt skipaðir í hinum víð fræga Ally Pally og í kvöld gerðist atvik sem að var fyrir neðan allar hellur, vonum samt að þeir fari ekki að breyta verklagsreglum út af einum svörtum sauð……

Posted on

JDC

Í gær var keppt í liðkeppni og voru íslensku strákarnir í riðli með Írlandi, Hollandi, Gibrialtar, Wales og Spánn.
Þeir töpuðu öllum leikjum 4-0 nema á móti Spánn þá sigra þeir 4-1
Þegar rýnt er í leikinna þá sér maður að þeir í flest öllum tilvikum eru svo nálægt því að sigra, en það vantar bara herslumuninn, sem að líklega liggur í því að okkar drengir eru að stíga sín fyrstu skref í því að keppa erlendis, og byggja upp þá gríðarlegu reynslu
Eitt sinn sagði margfaldur íslandsmeistari í pílukasti við mig að það er eitt að æfa sig heima og verða góður þar, síðan ferðu að keppa hérlendis og þá ertu í raun á allt öðru sálrænu stigi og byrjar því aftur á núll púnkti andlega, síðan fer maður erlendis að spila og þá er það nýr núll púnktur sem þarf að byggja upp
Það er því mikið stolt fyrir okkur hvað strákarnir voru að ná að vanda sig og spila vel


Í dag eru strákarnir okkar að keppa á Scott Farms International European Open og mun Live Darts Iceland halda áfram að sýna leiki í beinni
Einnig er hægt að fylgjast með og skoða leiki á www.dartconnect.com

Gangi ykkur vel strákar, og munið anda og njóta

Posted on

William Hill World Championship – Dagur 3

Spennan er gríðaleg á HM, og nokkuð óvænt tapaði Nicolson 3-0 fyrir Keven Burness í gær, Burness keppti því við Gary Anderson í lokaleik kvöldsins, og á tímabili var það á báðum áttum hvernig leikurinn myndi fara. Útskotin voru ekki alveg með Gary, en hann tók sér þó tak og sigraði 3-1


8 leikir voru spilaðir í gær og voru úrslit þeirra svohljómandi:
Michael Barnard 3-2 Jose De Sousa
Alan Tabern 3-2 Raymond Smith 
Kevin Burness 3-0 Paul Nicholson 
Jamie Lewis 3-2 Cody Harris 
Danny Noppert 3-0 Royden Lam
Ted Evetts 3-0 Simon Stevenson
Chris Dobey 3-0 Boris Koltsov 
Gary Anderson 3-1 Kevin Burness 

Nokkrir Íslendingar eru á staðnum og hittu þeir Gary Anderson í gær fyrir leik

Mattías ( Live Darts Iceland), Gary Anderson, lain Williamson, Vitor Charrua (Kastid.is)

Í dag eru nokkrir mjög spennandi leikir
Ég er spenntust fyrir að sjá Max Hopp og Danny Noppert leikinn og einnig Josh Payne og Jeff Smith
Lokaleikur kvöldsins er síðan Michael van Gerwen og Alan Tabern

Dagskrá dagsins:
Kl. 12.30
Richard North v Robert Marijanovic
Mickey Mansell v Jim Long 
Josh Payne v Jeff Smith
Max Hopp v Danny Noppert

Kl. 19.00
Toni Alcinas v Craig Ross
Ryan Searle v Stephen Burton
Keegan Brown v Karel Sedlacek
Michael van Gerwen v Allan Tabern


Posted on

JDC World Cup

Í fyrsta sinn í sögu Pílukast á Íslandi erum við með U18 lið stráka á JDC World Cup, þökk sé MODUSdart.tv sem að bauð Íslandi að taka þátt, ásamt því að greiða flug, hótel og treyjur fyrir liðið. 
Ísland er því eitt af 12 liðum sem að keppa í 12 Nations Cup.
Svíþjóð, USA, Holland, Gibraltar, Spánn, Kína og hinar 4 heimaþjóðir England, Wales, Írland og Skotland

U18 lið Íslands á JDC World Cup
( Í nafnaröð eftir mynd fyrir neðan)
Alex Máni Pétursson fæddur 2004
Alexander Veigar Þorvaldsson fæddur 2004
Þjálfari: Pétur Rúðrik Guðmundsson
Patrekur Ívar Björnsson fædur 2003
Rúnar Gauti Gunnarsson fæddur 2002

Það er gríðarlegur heiður að fá að taka þátt í þessu móti, og virkilega góð reynsla fyrir upprennandi pílusnillingana okkar

Live Darts Iceland er á staðnum og sýnir frá mótinu í beinni útsendingu hér:

Við óskum þeim góð gengis, og góðrar skemmtunar á þessu flotta móti

Posted on

William Hill World Championship Dagur 2

Allir leikir gærdagsins fóru 3-1, spilað er í settum og þarf að vinna 3 af 5 settum og 3 leggi í hverju setti af 5. 

Jeffrey De Zwaan 3 – 1 Nitin Kumar 

Cody Harris 3 – 1 Martin Schindler 

Jan Dekker 3 – 1 Lisa Ashton

Rob Cross 3 – 1 Jeffrey De Zwaan

Leikir dagsins:

Kl 12.30

Michael Barnard v Jose De Sousa
Fyrsti leikur inniheldur frekar óþekkt nöfn, Barnard frá Englandi hefur á þessu tímabili sigrað þrjá „Challenge Tours“ og hann náði sínum keppnisrétti á Players Championship úrslitakeppninni á þessu timabili þar sem að hann tapaði í fyrsta leik.
De Sousa náði sínum keppnisrétti fyrir þetta mót ígengum suðvestur Evrópska undankeppni. Hann er frá Portúgal og stærsta afrek hans innan PDC til þessa var þegar hann náði 72. sæti á HM árið 2012


Alan Tabern v Raymond Smith 
Tabern frá Englandi öðlaðist sinn keppnisrétt í gegnum Players Championship Tour og Smith er frá Ástralíu og sigraði Dart Players Australia´s Pro Tour Ranking og öðlaðist þannig keppnisrétt


Paul Nicholson v Kevin Burness 
Nicholson er einnig frá Ástralíu og hefur verið frekar mikið út um allt á þessu ári án þess þó að gera einhverjar gloríur. En hann er klárlega sterkari spilarinn í þessu einvígi. Burness er frá Norður Írlandi og hefur að mestu verið áberandi innan Players Championship


Jamie Lewis v Cody Harris
Lewis kom virkilega á óvart í þessari keppni í fyrra, þar sem hann tapaði í undanúrslitun á móti Phil Taylor. Hann sigraði þó Peter Wright og Darren Webster áður, hann hefur þó átt í erviðleikum með að halda stílnum sínum á þessu tímabili. Harris sáum við keppa í gær, og það má með sanni segja að heppninn var með honum því hann gerði nokkur fremur óþarfa mistök í þeim leik en hafði þetta þó að lokum

Kl. 19.00

Danny Noppert v Royden Lam
Noppert kemur inn í mótið með búnka af sjálfsöryggi, hann náði undanúrslitum í úrslita keppni Players Championship, hann tapaði þar fyrir Daryl Gurney. Lam ætti því ekki að vera nein fyrirstaða fyrir Noppert en Lam hefur þó komið á óvart áður þar sem hann sigraði Gary Anderson fyrr á þessu ári á Shanghai Masters 


Simon Stevenson v Ted Evetts 
Báði keppendur hér eru frekar neðarlega á heimslistanum Stevenson í sæti 84 og Evetts í sæti 118, Evetts er með ögn meiri árangur í farteskinu því hann sigraði eitt mót á Challenge Tour mótaröðinni í síðasta mánuði.


Chris Dobey v Boris Koltsov 
Enski Dobey er sigurstranglegri í þessum leik, hann hefur keppt á flestum Players Championship mótunum í ár, og náð keppnisrétti á nokkrum Evrópu Tour mótum, Rússneski Boris Koltsov hefur keppt á nokkrum Players Championship mótum í ár en án mikils áragnurs 

Gary Anderson v Nicholson/Burness 
Hin skoski Anderson er klárlega sigurstranglegasti aðilinn í þessum leik, sama hvort að hann fær Nicolson eða Burgness. Anderson er einn af þeim sem spáð er sigri á þessu móti. 

Spennandi dagur framundan

Hægt er að horfa á alla leiki á Stöð 2 Sport 2 og á www.pdc.tv

Posted on

HM í Pílukasti hefst í dag

96 keppendur frá 28 löndum taka þátt í stærsta pílukastmóti ársins og keppa um hin víðfræga Sid Waddel bikar

Sid Waddel var breskur íþróttaþulur og líklega sá vinsælasti til þessa. Hann fékk gælunafnið „Rödd Pílukasts“ vegna mikilla vinsælda, hann hafði einstakan hæfileika til þess að gera brandara í miðri lýsingu.

2 konur unnu sér inn keppnisrétt, þær Lisa Asthon sem keppir í dag, og Anastasia Dobromyslova en hún á leik á sunnudaginn.

Leikir dagsins eru 

Jeffrey de Zwaan v Nitin Kumar
Martin Schindler v Cody Harris
Jan Dekker v Lisa Ashton 
Rob Cross v De Zwaan/Kumar

Leikir eru sýndir í beinni á www.pdc.tv og á Stöð2 Sport2

U-18 landsliðsþjálfari Íslands og Landsliðsmaðurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson hitti Stöð2 Sport2 og ræddi við þá, hér má sjá það: 

[socialpoll id=“2530784″]

Posted on

Ert þú strákur á aldrinum 8 – 18 ára – Þá er hér RISA tækifæri fyrir þig

Ert þú strákur á aldrinum 8 – 18 ára

Hefuru gaman af pílukasti?

Hefur þú áhuga á að keppa á einu af stærstu pílukastmótum heims?

Þá er hér RISA tækifæri fyrir þig

 

Þann 4. nóvember 2018, klukkan 15.00 verður keppt um 2 sæti á JDC World Cup mótinu í Bristol. Keppt verður hjá Pílukast Félagi Reykjavíkur að Tangarhöfða 2, Reykjavík og er keppnisgjaldið 1000kr

Skráningar eru á kastid@kastid.is, skráningu lýkur 3. nóvember

– þar þarf að koma fram nafn, aldur og nafn forráðarmanns

Nánar um keppnirnar:

Keppt verður í 501 – tvöfaldur út

Keppt er um 2 sæti á JDC (Junior Darts Corporation) World Cup sem haldið er í Bristol 14-16 desember 2018

2 efstu fá keppnisrétt á GRAND FINALS mótinu í Bristol, flug fram og tilbaka,

hótelgistingu (2 saman í herbergi), ásamt keppnistreyju

Greitt að fullu af MODUSdarts.tv

 

Vinsamlegast athugið að þann 4. nóvember þarf að mæta til keppnis í fylgd forráðamanns

Keppendur þurfa að vera lausir til þess að fara til Bristol 13. – 18. desember

Keppendur skulu eigi vera orðnir 18 ára þann 18. desember 2018

Klæðnaður: Ekki er leyfinlegt að vera í gallabuxum né flauelsbuxum, bolur skal vera með kraga og buxur og skór dökkir

Æskilegt er að sigurvegarar geti mætt á æfingar alla sunnudaga frá 16.00-19.00 fram að brottför

Keppendur gefa leyfi til þess að myndir og myndefni sem teknar verða í keppni og á æfingum verði notað af LiveDartsIceland, modusdart.tv og www.kastid.is til kynningar á pílukasti hérlendis sem erlendis

Live Darts Iceland verður á staðnum þann 4. nóvember og mun sýna valda leiki í beinni á Facebook og Youtube

Upplýsingar um JDC World Cup: (heimasíðan þeirra: www.juniordarts.com)

Flogið verður út fimmtudaginn 13. desember og heim 18. desember í beinu flugi með EasyJet.

Keppt er í liðakeppni á laugardegi og einstaklingskeppni sunnudegi

3 fullorðnir fara með keppendum, Pétur Rúðrik Guðmudsson Landsliðsþjálfari U18,

Ingibjörg Magnúsdóttir fyrrum forseti Íslenska Pílukastsambandsins og Vitor Charrua eigandi www.kastid.is

Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg í síma 770-4642 og á kastid@kastid.is

 

    

 

 

Útprentanleg auglýsing á PDF formi: JDC Iceland

Posted on

PDCNB -Síðasti skráningardagur er á Miðvikudaginn!!

Við hvetjum ykkur til að drífa í að klára skráningar, ef greiðsla er að vefjast fyrir ykkur (eruð ekki með paypal eða nennið ekki að millifæra á erlendan reikning) sendið okkur þá línu og þá getið þið millifært á okkur og við sendum greiðsluna út.

Sendið mér með nafn, og hvaða mót þið viljið taka þátt í af þessum 5, skráning þarf að koma skriflega.

SMS  á 770-4642

eða tölvupóst: kastid@kastid.is

ENGAR SKRÁNINGAR verða teknar inn eftir miðvikudaginn 3. október

Bestu kveðjur

PDC-NB á Íslandi 5-7 Október 2018

Posted on

PDC-NB á Íslandi 5-7 Október 2018

PDC-NB verður haldið á Íslandi þann 5, 6 og 7 október.

Við verðum með mótið upp í Sal Gigtarfélags Íslands að Ármúla 5, 2 hæð.

Dagskrá er svohljóðandi:

EVENT Tími Mót Innskráningar
ET 1  Föstudag 5/10, 16:00 Qualification for PDC ET 1 14:00 – 15:00
ET 2  Föstudag 5/10, 19:00 Qualification for PDC ET 2 14:00 – 15:00 & 17:00 – 18:00
 PT 9  Laugardag 6/10, 11:00 PDC Nordic & Baltic
Pro Tour 9
09:00 – 10:00
ET 3  Laugardag 6/10, 16:00 Qualification for PDC ET 3 09:00 – 10:00 & 14:00 – 15:00
 PT 10  Sunnudag 7/10, 11:00 PDC Nordic & Baltic
Pro Tour 8
09:00 – 10:00

ATH að skráningar á þetta mót verða að berast í síðasta lagi Miðvikudaginn 3 Október, ENGAR undartekningar eru þar á.

Skráningar skulu berast hingað http://pdc-nordic.tv/event-registration/

Ef þetta vefst fyrir ykkur, bjóðum við upp á að við skráum ykkur, en skráning er ekki gild fyrr en búið er að greiða mótsgjöld!  – Ingibjörg 770-4642

Mótsgjöld eru :

30 Evrur PDC Pro Tour mót

60 Evrur fyrir PCD ET mót

Hér er heimasíða PDC-NB http://pdc-nordic.tv

Á þessum mótum gilda eftirfarandi reglur, við erum búin að íslenska þær en hér má finna link á upprunalegt skjál : http://pdc-nordic.tv/tournament-rules/

Keppnisreglur

Darts Regulation Authority (DRA) 

Allar keppnir sem að eru skipulagðar af PDC Nordic og Baltic hlúta lögum og reglum DRA (Darts Regulation Authority). Með því að skrá þig til keppnis á vegum þeirra, ber þér að hlíða þeim lögum og reglum.

Hægt er að lesa reglubók DRA hér   DRA website

Allar skráningar

Öll skráningargjöld skulu vera fullgreidd fyrirfram á síðasta degi skráningar, loka frestur skráninga kemur fram í öllum viðburðum.

Pro Tour Events

Innritun á keppnisstað

  • 08:30 Keppnisstaður opnar fyrir keppendur og gesti
  • 08:30 -10:00 Innskráning – Allir keppendur skulu skrá sig FYRIR kl 10.00 ella verða þeir ekki dregnir með til keppnis. (Skráningargjald fæst ekki endurgreitt)
  • 11:00 Keppni hefst
  • 19:00 Keppni lokið

Dregið er til keppnis samdægurs og keppendur sem ekki skrá sig inn fyrir kl 10.00 verða ekki dregnir með.

Gestir eru leyfðir á keppnisstað, en mótstjórn áskilur sér rétt til þess að hafa einungis keppendur á keppnissvæði sé það metið svo að pláss sé ekki næginlegt.

Vinsamlegast athugið að fótboltatreyjur eru ekki leyfðar, né meiga börn undir 11 ára vera á keppnisstað nema með sér leyfi.

 Verðlauna fé

Hvor um sig hafa Pro Tour keppnirnar 5000 evrur í verðlaunafé, og er þeim er skipt svona:

  • 16 x 50 euro =     800 euro    Síðustu 32
  • 8 x 125 euro =   1,000 euro    Síðustu16
  • 4 x 200 euro =     800 euro   Síðustu 8
  • 2 x 300 euro =     600 euro   Síðustu 4
  • 1 x 600 euro =     600 euro   2. sæti
  • 1 x 1,200 euro =   1,200 euro   Sigurvegari

Greiðsla verðlauna fés er með millifærslu

Stigalisti

Upphæð verðlaunafés unnin á Pro Tour keppnum gildir líka sem stigagjöf á stigalista PDCNB. Stigalistin er til 1 árs og efstu 5 á stigalista eftir tímabilið vinna sér eftirfarandi:

  1. Invitation to World Darts Championship, Free Q-school entry
  2. Invitation to World Darts Championship, Free Q-school entry
  3. Free Q-school entry
  4. Free Q-school entry
  5. Free Q-school entry

Þegar nýtt tímabil hefst er stigalistinn núllstilltur.

Röðun

8 keppendum er raðað á öllum mótum, keppandi á vinstri hlið dráttar kastar fyrstur að búlli, sigurvegari búlls byrjar alla oddatölu leiki. Röðun keppanda fer eftir stigalista PDCNB ef að tveir eða fleiri eru með sömu stig mun stigagjöf frá nýlegasta móti gilda.

Dæmi:

  • Keppni 1: leikmaður 1 sigrar 1200, leikmaður 2 sigrar 600 og leikmaður 3 ekkert
  • Keppni 2: leikmaður 3 sigrar 1200, leikmaður 2 sigrar 600 og leikmaður 1 ekkert 3

Allir eru þeir með 1200 stig, en verður raðað svona:

  1. Leikmaður 3 (hæðst stig á síðasta móti)
  2. Leikmaður 2 (næst hæðstu stiginn á síðasta móti)
  3. Leikmaður 1

Þegar nýtt tímabil hefst mun röðun leikmanna fara eftir árinu á undan.

Spilafyrirkomulag

Allir leikir eru spilaðir best af 11

Reglur um PDC Europe Tour Keppnir

Á PDC Europe Tour mótum opnar keppnissvæði um 2 tímum áður en að mót hefst, innskráning er opin frá um 2 tímum fyrir mót og lokar klukkutíma fyrir mót. Drátturinn fer fram samdægurs af mótstjórn, og allir keppendur skulu hafa skráð sig inn á tilsettum tíma til þess að vera dregnir með til keppnis.

Verðlaun

PDC Europe Tour mót gefur sigurvegara þess móts keppnisrétt á Evrópukeppni sem verið var að keppa um, upplýsingar um það eru á skráningarsíðu þeirra keppnis. Athygli er vakin á því að sigurvegarar verða að greiða félagsgjald að upphæð 15 Evrur fyrir allar keppnir sem þeir öðlast keppnisrétt á.

Enginn önnur verðlaun eru á PDC ET keppnum

Röðun

Ekki er raðað á PDC ET keppnir

Spilafyrirkomulag

Allir leikir eru spilaðir best af 11

Dráttur

Umsjón með drætti er í höndum mótstjórnar PDCNB, dráttur fer fram samdægurs og eftir lögum og reglum samkomulags milli PDC og PDCNB

Reglur um klæðnað

Darts Regulation Authority (DRA) lög og reglur gilda á þessum keppnum, Ekki er leyft að klæðast eftirfarandi fatnaði: Gallabuksum, íþróttabuksur, stuttermabolir, stuttbuksur.

Keppendur skulu klæðast buksum, keppnistreyju með kraga, og skó (íþróttaskór eru ekki leyfðir)

Skrifarar

Ekki eru sjálfboðaskrifarar á þessum mótum og því gildir reglan, taparu leik – skrifaru leik. Í fyrstu leikjum skrifar sá sem síðastur er á blaði í hverjum riðli fyrir sig. Keppendur sem að yfirgefa svæðið án þess að skrifa fá sekt eftir viðurlögum DRA.

Á sumum mótum er hægt að borga fyrir skrif, en það er ávallt leikmanns að fylgja því eftir.

Reykingar, og Drykkir

Keppendum er ekki leyft að reykja né drekka annað en vatn á keppnissvæði, sér afmarkað svæði er fyrir drykki og reykingar.

 

 

 

Posted on

Live Darts Iceland í Reykjavík í kvöld

Fréttir frá Live Darts Iceland:

 

Live Darts Iceland August Event 4!
Hvar: Pílukastfélag Reykjavíkur, Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík
Hvenær: Miðvikudaginn 29. ágúst kl 19:30
Format: Beinn útsláttur, Allir leikir best of 5 nema úrslit best of 7
Þátttökugjald: 1.000kr

Valdir leikir sýndir í beinni útsendingu!

Spjaldtölvur verða við öll spjöld og fá spilarar tölfræðina til sín beint eftir leik!

Skráning hér:https://b9.events.dartconnect.com/register-event
Velja nafnið sitt og August Event 4. Ef nafnið þitt er ekki á listanum er hægt að skrá sig hér fyrir neðan með athugasemd

Þetta verður síðasta mótið af þessu tagi. Í september byrjar síðan Live Darts Iceland 2018 ProTour og munum við auglýsa það betur síðar

Við minnum líka á að úrslit Premier League Live Darts Iceland verða á Laugardaginn, nánar um það fljótlega.

Posted on

Keppt er á Sænska opna þessa helgi

Sænska opna er haldið þessa helgi í Malmø, einn Íslendingur er meðal keppenda hann Pétur Rúðrik Guðmundson. Við óskum honum góðs gengis 😀
Síðar í dag er síðan hægt að horfa á leiki í beinni á þessum link:
Hér má finna dráttinn og allar upplýsingar fyrir forvitna
http://www.swedishopendart.se/index.php