Ert þú strákur á aldrinum 8 – 18 ára – Þá er hér RISA tækifæri fyrir þig

Ert þú strákur á aldrinum 8 – 18 ára

Hefuru gaman af pílukasti?

Hefur þú áhuga á að keppa á einu af stærstu pílukastmótum heims?

Þá er hér RISA tækifæri fyrir þig

 

Þann 4. nóvember 2018, klukkan 15.00 verður keppt um 2 sæti á JDC World Cup mótinu í Bristol. Keppt verður hjá Pílukast Félagi Reykjavíkur að Tangarhöfða 2, Reykjavík og er keppnisgjaldið 1000kr

Skráningar eru á kastid@kastid.is, skráningu lýkur 3. nóvember

– þar þarf að koma fram nafn, aldur og nafn forráðarmanns

Nánar um keppnirnar:

Keppt verður í 501 – tvöfaldur út

Keppt er um 2 sæti á JDC (Junior Darts Corporation) World Cup sem haldið er í Bristol 14-16 desember 2018

2 efstu fá keppnisrétt á GRAND FINALS mótinu í Bristol, flug fram og tilbaka,

hótelgistingu (2 saman í herbergi), ásamt keppnistreyju

Greitt að fullu af MODUSdarts.tv

 

Vinsamlegast athugið að þann 4. nóvember þarf að mæta til keppnis í fylgd forráðamanns

Keppendur þurfa að vera lausir til þess að fara til Bristol 13. – 18. desember

Keppendur skulu eigi vera orðnir 18 ára þann 18. desember 2018

Klæðnaður: Ekki er leyfinlegt að vera í gallabuxum né flauelsbuxum, bolur skal vera með kraga og buxur og skór dökkir

Æskilegt er að sigurvegarar geti mætt á æfingar alla sunnudaga frá 16.00-19.00 fram að brottför

Keppendur gefa leyfi til þess að myndir og myndefni sem teknar verða í keppni og á æfingum verði notað af LiveDartsIceland, modusdart.tv og www.kastid.is til kynningar á pílukasti hérlendis sem erlendis

Live Darts Iceland verður á staðnum þann 4. nóvember og mun sýna valda leiki í beinni á Facebook og Youtube

Upplýsingar um JDC World Cup: (heimasíðan þeirra: www.juniordarts.com)

Flogið verður út fimmtudaginn 13. desember og heim 18. desember í beinu flugi með EasyJet.

Keppt er í liðakeppni á laugardegi og einstaklingskeppni sunnudegi

3 fullorðnir fara með keppendum, Pétur Rúðrik Guðmudsson Landsliðsþjálfari U18,

Ingibjörg Magnúsdóttir fyrrum forseti Íslenska Pílukastsambandsins og Vitor Charrua eigandi www.kastid.is

Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg í síma 770-4642 og á kastid@kastid.is

 

    

 

 

Útprentanleg auglýsing á PDF formi: JDC Iceland

Ingibjörg