Posted on

JDC

Í gær var keppt í liðkeppni og voru íslensku strákarnir í riðli með Írlandi, Hollandi, Gibrialtar, Wales og Spánn.
Þeir töpuðu öllum leikjum 4-0 nema á móti Spánn þá sigra þeir 4-1
Þegar rýnt er í leikinna þá sér maður að þeir í flest öllum tilvikum eru svo nálægt því að sigra, en það vantar bara herslumuninn, sem að líklega liggur í því að okkar drengir eru að stíga sín fyrstu skref í því að keppa erlendis, og byggja upp þá gríðarlegu reynslu
Eitt sinn sagði margfaldur íslandsmeistari í pílukasti við mig að það er eitt að æfa sig heima og verða góður þar, síðan ferðu að keppa hérlendis og þá ertu í raun á allt öðru sálrænu stigi og byrjar því aftur á núll púnkti andlega, síðan fer maður erlendis að spila og þá er það nýr núll púnktur sem þarf að byggja upp
Það er því mikið stolt fyrir okkur hvað strákarnir voru að ná að vanda sig og spila vel


Í dag eru strákarnir okkar að keppa á Scott Farms International European Open og mun Live Darts Iceland halda áfram að sýna leiki í beinni
Einnig er hægt að fylgjast með og skoða leiki á www.dartconnect.com

Gangi ykkur vel strákar, og munið anda og njóta