Posted on

JDC World Cup

Í fyrsta sinn í sögu Pílukast á Íslandi erum við með U18 lið stráka á JDC World Cup, þökk sé MODUSdart.tv sem að bauð Íslandi að taka þátt, ásamt því að greiða flug, hótel og treyjur fyrir liðið. 
Ísland er því eitt af 12 liðum sem að keppa í 12 Nations Cup.
Svíþjóð, USA, Holland, Gibraltar, Spánn, Kína og hinar 4 heimaþjóðir England, Wales, Írland og Skotland

U18 lið Íslands á JDC World Cup
( Í nafnaröð eftir mynd fyrir neðan)
Alex Máni Pétursson fæddur 2004
Alexander Veigar Þorvaldsson fæddur 2004
Þjálfari: Pétur Rúðrik Guðmundsson
Patrekur Ívar Björnsson fædur 2003
Rúnar Gauti Gunnarsson fæddur 2002

Það er gríðarlegur heiður að fá að taka þátt í þessu móti, og virkilega góð reynsla fyrir upprennandi pílusnillingana okkar

Live Darts Iceland er á staðnum og sýnir frá mótinu í beinni útsendingu hér:

Við óskum þeim góð gengis, og góðrar skemmtunar á þessu flotta móti