Posted on

William Hill World Championship Dagur 2

Allir leikir gærdagsins fóru 3-1, spilað er í settum og þarf að vinna 3 af 5 settum og 3 leggi í hverju setti af 5. 

Jeffrey De Zwaan 3 – 1 Nitin Kumar 

Cody Harris 3 – 1 Martin Schindler 

Jan Dekker 3 – 1 Lisa Ashton

Rob Cross 3 – 1 Jeffrey De Zwaan

Leikir dagsins:

Kl 12.30

Michael Barnard v Jose De Sousa
Fyrsti leikur inniheldur frekar óþekkt nöfn, Barnard frá Englandi hefur á þessu tímabili sigrað þrjá „Challenge Tours“ og hann náði sínum keppnisrétti á Players Championship úrslitakeppninni á þessu timabili þar sem að hann tapaði í fyrsta leik.
De Sousa náði sínum keppnisrétti fyrir þetta mót ígengum suðvestur Evrópska undankeppni. Hann er frá Portúgal og stærsta afrek hans innan PDC til þessa var þegar hann náði 72. sæti á HM árið 2012


Alan Tabern v Raymond Smith 
Tabern frá Englandi öðlaðist sinn keppnisrétt í gegnum Players Championship Tour og Smith er frá Ástralíu og sigraði Dart Players Australia´s Pro Tour Ranking og öðlaðist þannig keppnisrétt


Paul Nicholson v Kevin Burness 
Nicholson er einnig frá Ástralíu og hefur verið frekar mikið út um allt á þessu ári án þess þó að gera einhverjar gloríur. En hann er klárlega sterkari spilarinn í þessu einvígi. Burness er frá Norður Írlandi og hefur að mestu verið áberandi innan Players Championship


Jamie Lewis v Cody Harris
Lewis kom virkilega á óvart í þessari keppni í fyrra, þar sem hann tapaði í undanúrslitun á móti Phil Taylor. Hann sigraði þó Peter Wright og Darren Webster áður, hann hefur þó átt í erviðleikum með að halda stílnum sínum á þessu tímabili. Harris sáum við keppa í gær, og það má með sanni segja að heppninn var með honum því hann gerði nokkur fremur óþarfa mistök í þeim leik en hafði þetta þó að lokum

Kl. 19.00

Danny Noppert v Royden Lam
Noppert kemur inn í mótið með búnka af sjálfsöryggi, hann náði undanúrslitum í úrslita keppni Players Championship, hann tapaði þar fyrir Daryl Gurney. Lam ætti því ekki að vera nein fyrirstaða fyrir Noppert en Lam hefur þó komið á óvart áður þar sem hann sigraði Gary Anderson fyrr á þessu ári á Shanghai Masters 


Simon Stevenson v Ted Evetts 
Báði keppendur hér eru frekar neðarlega á heimslistanum Stevenson í sæti 84 og Evetts í sæti 118, Evetts er með ögn meiri árangur í farteskinu því hann sigraði eitt mót á Challenge Tour mótaröðinni í síðasta mánuði.


Chris Dobey v Boris Koltsov 
Enski Dobey er sigurstranglegri í þessum leik, hann hefur keppt á flestum Players Championship mótunum í ár, og náð keppnisrétti á nokkrum Evrópu Tour mótum, Rússneski Boris Koltsov hefur keppt á nokkrum Players Championship mótum í ár en án mikils áragnurs 

Gary Anderson v Nicholson/Burness 
Hin skoski Anderson er klárlega sigurstranglegasti aðilinn í þessum leik, sama hvort að hann fær Nicolson eða Burgness. Anderson er einn af þeim sem spáð er sigri á þessu móti. 

Spennandi dagur framundan

Hægt er að horfa á alla leiki á Stöð 2 Sport 2 og á www.pdc.tv