Posted on

Nú er hægt að skrá sig á síðunni – RIG !

Nú styttist heldur betur í veisluna

Hér fyrir neðan getið þið skráð ykkur í pílukeppnina sem er partur af stærsta íþróttamóti Íslands
– Reykjavík International Games – , við erum OFF – Venue og er keppninn haldinn upp á Tangarhöfða 2, Pílukastfélag Reykjavíkur
Skráning lokar 11.00 laugardaginn 25. jan 2020, en til þess að allt gangi sem hraðast og best fyrir sig hvet ég ykkur til að skrá ykkur sem fyrst.

Húsið opnar kl 10.00 Byrjað er að keppa 12.00 – Notast verður við tölvur, Dartconnect, til að skrá leikina.

Keppt er í riðlum best af 5, síðan er útsláttur til og með 8 manna á laugardeginum.
Á sunnudeginum verða síðan undanúrslit og úrslit í báðum flokkum, einn leikur í einu í beinni. (Byrjar kl 14.00)
Hér er mikilvægt að fá áhorfendur í sal.

Ég vek athygli á því að EKKERT áfengi verður til sölu á staðnum, en sér svæði verður fyrir þá sem velja að taka með sér nesti. Ekki er leyfinlegt að hafa annað en vatn á keppnissvæði. 

Hér má lesa allt um RIG, www.rig.is
Hér má skoða lista yfir skráða, uppfærður einu sinni á dag
https://tv.dartconnect.com/eventplayers/rig20b

Skráning hér https://kastid.is/?page_id=4532
Eða á netfangið kastid@kastid.is

Hlakka til