Borgarstjóri setti Reykjavíkurleikana í dag

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, setti Reykjavíkurleikana í Laugardalshöll í hádeginu í dag. Gústaf Adolf Hjaltason, forseti undirbúningsnefndar leikanna, tók einnig til máls, fór yfir dagskrána sem framundan er og nýjungarnar í ár. Að setningarathöfn lokinni fengu viðstaddir að prófa pílukast og kynna sér klifur og Enduro hjólreiðar sem eru nýjar greinar á leikunum í ár. Einnig var hægt að reyna við heimsmet Júlíans Jóhanns í réttstöðulyftu. Aðrar nýjar greinar í ár eru crossfit, akstursíþróttir og þríþraut.

Nánar um leikanna má finna á www.rig.is og hér: www.facebook.com/reykjavik.international.games/