Nýliða og Krikketkvöld hjá PFR

Næstkomandi fimmtudag þann 21. febrúar munum við sjá um krikketkvöld hjá Pílukastfélagi Reykjavíkur, við verðum með byrjenda kennslu á undan og síðan byrjar krikket keppnin kl 20.00

Við verðum með úrval af pílum á staðnum, hægt er að prófa og finna pílur sem henta manni (líka þeir sem ekki ætla að keppa)

Krikket er einfaldur leikur sem krefst ekki að taka út á tvöföldum reit, því er hann kjörinn fyrir byrjendur. Við förum yfir reglur og góða púnkta sem vert er að hafa í huga í leiknum. Bæði fyrir alveg nýja og nýlega spilara

Þessi viðburður er opin öllum og kostar ekkert að taka þátt.

Húsið opnar 18.00

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Taktu meistaramánuðinn með trompi!
Mættu og fáðu góð ráð hjá þessum meistara: