Posted on

Fleiri og fleiri Íslendingar sækja í erlend mót

Fyrsta mót PDC-Nordic Baltic 2019 er um helgina og er það haldið í Svíþjóð, 4 Íslendingar keppa á mótinu.
Smá nörda staðreynd: Ísland er með hæðsta hlutfall þáttakenda miða við innbyggjendur í landinu.

LandInnbyggjendurKeppendur
Ísland339.4214
Danmörk5.766.65822
Noregur5.381.3663
Svíþjóð10.024.19721
Letland1.918.8072
Finnland5.553.6435
Lithauen2.869.3802

Live Darts Iceland er á staðnum og munu þeir sýna leiki í beinni – Ég vill sérstaklega hrósa þeim fyrir þær framfarir sem að þeir eru að skapa innan pílunar, það eru algjör forréttindi að fá að fylgjast með leikjum í beinni. Við getum sýnt okkar stuðning með því að gerast áskrifendur á Youtube rás þeirra, og fylgja þeim á helstu samfélagsmiðlum

👏👏👏 Takk Live Darts Iceland 👏👏👏

Dartconnect verður notað á PDC NB og hægt að fylgjast með og skoða leikina hér :  tv.dartconnect.com

Annað RISA mót er um helgina og eru feðgarnir Pétur Rúðrik og Alex Máni staddir á því móti. Það er að sjálfsögðu Hollenska Opna, og er þetta í fertugasta sinn það er haldið, leikir verða sýndir í beinni Youtube rás þeirra:
https://www.youtube.com/user/NederlandseDartsBond

Hér má skoða dráttinn: https://www.dutchopendarts.nl/en/draw-2019-en?fbclid=IwAR2LXx2P20f-dP-fbkCWlv7LuinvueS7EHmO3Qy4mcy6MtUbMq6_k7rsaWU

Við óskum þeim öllum góðs gengis