Posted on

Petrea Kr. og Þorgeir Mestarar Meistaranna 2019

Góða stemmning var upp í efstaleiti í gær, þar sem fóru fram úrslita leikir í Meistari Meistaranna.
Meistari Meistaranna er keppni þar sem að pílufélög landsins senda sína sterkustu spilara til keppnis.
Undankeppninn fór fram hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar þann 23. mars síðasliðinn. Þar náðu Þorgeir Guðmundsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur og Mattías Örn Friðrikson frá Pílufélag Grindavíkur að spila sig í úrslit karla og Petrea Kr. Friðriksdóttir og María Steinunn Jóhannesdóttir báðar frá Pílukastfélagi Reykjavíkur spiluðu sig til úrslitaleiks kvenna.
Í gær fóru úrslitin síðan fram hjá RÚV upp í efstaleiti

Úrslit voru Petrea Kr. sigrar Maríu 4-2, og Þorgeir sigrar Mattías 6-2, á vef RÚV er hægt að lesa nánar um leikinna og horfa á þá ef þú misstir af þeim

Til hamingju Peta og Gamli – þið eruð snillingar!

Ég vill líka hrósa RÚV fyrir að halda þetta stórkostlega mót í þriðja sinn, og aðstoða við uppbyggingu og sýnileika pílukasts á Íslandi

Hér má lesa fréttina á RÚV
Hér geturu horft á leikinna

Mynd fengin af Rúv.is Ljósmynd Mummi Lú