Posted on

Samantekt dagsins – Frábær framistaða hjá Pétri og Vitor!

Pétur R. Guðmundsson keppti í einmenning á Hollenska Opna í dag, hann byrjar leik í 4096 manna útslætti – Erum við ekki að grínast með fjöldan, vá!
Hann sigrar fyrstu 3 leikinna og kemst í 512 manna útslátt þar sem að hann fær hollenska landsliðsmanninn Martijn Kleermaker, Pétur tapar þeim leik 3-0
Virkilega flott framistaða hjá Pétri og gífurleg reynsla sem mun nýtast öllum hér heima líka því að því meiri reynslu hinir einstöku spilarar fá, því betri verða þeir = því betri verðum við að verða til að sigra þá Win-Win!

PDC-NB 1

Hallgrímur Egilsson keppti við Daniel Jensen, Halli sigrar fyrstu 3 leggina, en tapar næstu 6

Ægir Björnsson keppti við Niels Hansen, í frekar jöfnum leik. Ægir tapar 5-6

Vitor Charrua keppti við Hinrik Primdal og tapar 5-6, frekar jafn leikur líka

Mattías Friðrikson sigrar sinn leik á móti Christer Gellerman 6-5, en tapar síðan næsta leik á móti Robert Wagner, hann eins og Halli byrjar á því að sigra fyrstu 3 leggina, en tapar síðan næstu 6

Euro Qualifier 6

Ægir Björnsson og Mattías Friðrikson tapa báðir í 32 manna útslætti,
Halli Egils nær í 16 manna útslátt þar sem að hann tapar fyrir Kim Viljanen

Vitor Charrua kemst alla leið í 4 manna útslátt þar sem Kim Viljanen aftur var á ferðinni og slær Vitor út 6-3

Virkilega vel af sér vikið hjá Vitor, að minni bestu vitund hefur íslendingur ekki áður komist svona langt í Euro Qualifier móti – correct me if i’m wrong!