Posted on

Hvað er að frétta?

Pétur R. Guðmundsson og Davey Verploegh komust í 128 manna í tvímenning á Hollenska Opna í gær, útslátturinn byrjaði í 2048 pörum! VÁ! Pétur og Davey sigra 4 leiki. Þeir fá síðan Darryl Fitton og Nijman í 128 manna, þeir fá nokkur tækifæri á að taka út en tapa því miður 3-0

Hollenska opna er líklega stærsta opna mót í heiminum, í dag er keppt í einmenning og karlarnir byrja útsláttin í 4096, og spilar Pétur á móti Willem van de Ven klukkan 13.20 að staðartíma.
Það þarf að sigra 12 leiki til þess að standa uppi sem sigurvegari – það er mun minna yfirþyrmandi að hugsa þetta þannig heldur en gríðarlegan fjölda keppenda.
Hér er hægt að skoða dráttinn https://www.dutchopendarts.nl/dfw/DutchOpen2019MenSingles.pdf
Það verða sýndir leikir live á youtube rás þeirra:


PDC-NB

Í gær voru tvær Euro Tour keppnir á PDC-NB, sigurvegarinn frá hverri keppni fær keppnisrétt á einu af Euro Tour keppnunum síðar á árinu. Í gær var keppt um keppnisrétt fyrir 26/4 – 28/4, Saarbrucken, Þýskalandi og 3/5 – 5/5, Graz, Austuríki
Ægir Björnson og Vitor Charrua lentu á móti hvor öðrum í fyrsta leik í seinni keppninni, og var það gríðarlega spennandi og flottur leikur
Vitor sigrar 6-4

Í dag er Pro Tour NB og Euro Tour 6
Hægt er að fylgjast með öllu á Dartconnect og á youtube rás Live darts Iceland