Posted on

Með ósk um gleðilega hátið

Sannkallað píluæði rann á Ísland þegar Heimsmeistaramótið byrjaði fyrr í þessum mánuði, margir munu fá pílur og píluspjöld í jólagjöf þetta árið, og hugsanlega eru tilvonandi Íslandsmeistarar, jafnvel Heimsmeistarar að fara að kasta sínum fyrstu pílum milli jóla og nýárs.
Við viljum benda unga fólkinu á facebook síðu U18 þar sem að reglulegar píluæfingar sem opnar eru öllum verða árið 2019
Píludeild Þórs á Akureyri er einnig með reglulegar æfingar og má finna allar upplýsingar hjá þeim
Við erum með flipa hér á síðunni okkar þar sem finna má öll pílufélög landsins ásamt hvaða barir eru með spjöld.

Við erum með píluspjöld á lager, ásamt flestum aukahlutum sem þarf og ef einhvað brotnar yfir hátíðarnar er ykkur velkomið að heyra í okkur, það er ekkert verra en að vera með spjald en brotinn legg og ekki geta kastað pílum vegna þessa. Þið getið pantað hér á síðunni, eða hringt/sent skilaboð í 770-4642 (Ingibjörg) Við erum með lagerinn okkar í heimahúsi og því einfalt að aðstoða þá sem þurfa (og já það má hafa samband 24, 25 og 26 desember)

Við þökkum kærlega fyrir viðskiptin á árinu og vonum að allir eigi ljúfar og góðar stundir yfir hátíðarnar