Posted on

Topparnir falla einn á eftir öðrum

Gerwyn Price féll úr keppni í gær eftir að hafa verið 2-0 yfir í settum, ungi Nathan Aspinal gjörsamlega snéri leiknum við og sigraði 3-2
Virkilega góð framistaða hjá þessum unga manni

32 einstaklingum er raðað í þessa keppni, sem þýðir að kerfi er notað sem að passar að þeir 32 fá ekki hvorn annan fyrr en í 32 manna útslætti (að því gefnu að þeir sigra, að sjálfsögðu) Síðan er kerfið þannig byggt upp að einstaklingur sem raðaður er nr. 1 fær nr. 32, nr 2 fær 31 osf.
Ákveðin styrkleika röðun eftir heimslista PDC

Af þeim 32 sem raðaðir voru eru 19 eftir í keppninni

Úrslit gærdagsins:

Benito van de Pas 3-2 Jim Long
John Henderson 3-2 Gabriel Clemens
Steve West 3-1 Richard North
Kyle Anderson 3-1 Noel Malicdem
Devon Petersen 3-2 Ian White 
Keegan Brown 3-1 Jelle Klaasen
Nathan Aspinall 3-2 Gerwyn Price
Dimitri Van den Bergh 3-1 Jonny Clayton


Í dag hefst 32 manna útsláttur og verða leikir bara betri og betri því sem nær dregur úrslitum

Kl 12:30
Ryan Joyce v Alan Norris
Dave Chisnall v Kim Huybrechts 
Daryl Gurney v Jamie Lewis 

Kl 19:00
Ryan Searle v William O’Connor 
Gary Anderson v Jermaine Wattimena 
Michael van Gerwen v Max Hopp