Píluspilið

4,990kr. Verð með VSK

Píluspilið er skemmtilegt spil fyrir byrjendur sem og vana píluspilara, hvort sem þeir spila saman eða í bland eftir getu, og er frábær tilbreyting við hefðbundið pílukast í 501 og 301 leikjum.

Píluspilið er skemmtilegt spil fyrir byrjendur sem og vana píluspilara, hvort sem þeir spila saman eða í bland eftir getu, og er frábær tilbreyting við hefðbundið pílukast í 501 og 301 leikjum.

Spilið er einfalt en fjölbreytt og hægt að spila á ýmsa vegu.
Græn spjöld gefa spilara forskot á meðan rauð gera þeim erfiðara fyrir.

PÍLUSPILIÐ inniheldur rauð spjöld eins og „Engir 18 reitir gilda“, „Spilari má bara kasta tveim pílum í fyrstu tveim heimsóknum“ og „Spilari getur ekki fengið hærra en 100 stig í leggnum“ svo græn spjöld eins og til dæmis „Fyrsta píla gildir þrefalt“, „Kasta einni pílu aftur (tvisar í legg)“ og „Single-Out (ekki þarf að skjóta Double-Out“.

 

GRUNNREGLUR PÍLUSPILSINS:

VANUR vs. VANUR
Annar leikmaðurinn stokkar öll spjöldin saman og svo skiptir mót spilarinn stokknum. Sá sem stokkar byrjar á að draga efsta spjaldið og svo mótspilari það næsta þangað til þeir hafa 3x spjöld hvor. Þá er hægt að hefja leik. Sá sem tapar legg þarf að skipta einu af sínum spjöldum og draga efsta spilið úr bunkanum, alveg sama hvort það er grænt eða rautt.

VANUR vs. ÓVANUR
Vanur spilari dregur bara 3x rauð spjöld og óvanur bara 3x græn spjöld. Það má breyta og aðlaga að getu spilara og til dæmis gæti vanur haft 3x rauð en óvanur 5x græn.

ÓVANUR vs. ÓVANUR
Báðir draga bara 3x græn spjöld sem hjálpa. Hægt er að skipta spjöldum út reglulega, hvort sem er eitt spjald eða öll.

RÚLLETTA
9 græn + 9 rauð píluspjöld eru sett í bunka (sem eru valin sérstaklega eða af handahófi) ásamt „SVARTA SPJALDINU“ og „PÍLUSPJALDINU“ þannig að alls eru 20 spjöld í bunka.

Spilarar draga síðan 3 píluspjöld af handahófi úr bunkanum og hefja leik.

Sá sem tapar fyrsta legg fær að skipta út einu spjaldi sem hann vill og draga nýtt af handahófi úr bunkanum sem er í notkun ef spilaðir eru fleiri en einn leggur.

Með þessu móti er hægt að handvelja þau spil sem eiga að vera með í leiknum sérstaklega.

 

 

(0)