Posted on

Alexander Veigar Íslandsmeistari Drengja 2020

Íslandsmót U18 fyrir árið 2020 var haldið laugardaginn 13. febrúar, fresta þurfti mótinu í fyrra vegna Covid og því frábært að byrja árið með því að halda mót fyrir krakkana. Það bæði vekur athugli fyrir framtíðar spilara og gefur þeim sem biðu spenntir í fyrra tækifæri til þess að koma árinu vel af stað.

Drengja keppnin var góð og mikið var um hörku spilamennsku,
Alexander og Magnús gerðu sitt hvort 180
Tómas Breki var með hæsta útskotið 111
Alexander var með fæstar pílur dagsins, hann gerði tvisvar sinnu 17 pílu legg, fyrst í undan úrslitum á móti Tómasi Breka og síðan í úrslitaleiknum á móti Alex Mána.


Úrslita viðureignin var á milli Alex Mána ríkjandi íslandsmeistara frá 2019 og Alexander Veigars, spilað var best af 9 og þurfti því 5 leggi til þess að sigra.
Alexander sigraði 5 – 3

Tómas Breki og Tómas Orri kepptu um 3. sætið, og sigraði Tómas Breki

Nánar um mótið :

Keppendur að þessu sinni voru 8 drengir ( í stafrófsröð), og 3 stúlkur (sér póstur um þær)
Alex Máni Pétursson
Alexander Veigar Þorvaldsson
Ásþór Ingi Gestsson
Magnús Engill Valgeirsson
Tómas Breki Bjarnason
Tómas Orri Agnarsson
Ottó Helgason
Sören Cole

Drengirnir spiluðu 4 í riðli og fóru 4 upp úr hverjum riðli, tveimur var raðað eftir styrkleika í sitt hvorn riðilinn. Spilað var best af 3 í riðli

Riðill 1 og úrslit hans:

Leikmaður 1 Unnir leggir Unnir leggir Leikmaður 2
Alex Máni Pétursson
2
0
Ottó Helgason
Ásþór Ingi Gestsson
0
2
Magnús Engill Valgeirsson
Alex Máni Pétursson
2
1
Magnús Engill Valgeirsson
Ottó Helgason
1
2
Ásþór Ingi Gestsson
Alex Máni Pétursson
2
0
Ásþór Ingi Gestsson
Magnús Engill Valgeirsson
0
2
Ottó Helgason

Riðill 2 og úrslit hans:

Leikmaður 1 Unnir leggir Unnir leggir Leikmaður 2
Alexander Veigar Þorvaldsson
2
0
Sören Cole
Tómas Orri Agnarsson
0
2
Tómas Breki Bjarnason
Alexander Veigar Þorvaldsson
2
0
Tómas Breki Bjarnason
Sören Coles
1
2
Tómas Orri Agnarsson
Alexander Veigar Þorvaldsson
2
0
Tómas Orri Agnarsson
Tómas Breki Bjarnason
2
0
Sören Cole

Útsláttur drengja ( Dartconnect ):

Hér má skoða tölfræði úrslitaleiksins : Úslitaleikur u18 2020

 

Tómas Breki 3. sæti, Alexander Veigar Íslandsmeistari, Alex Máni 2. sæti