Posted on

Söguleg breyting á reglum BDO

BDO (The British Darts Organisation) hefur í hyggju að breyta margra ára takmarkanir einstaklinga sem að vinna sér in svokallað PDC Tour Card.

Hingað til hefur það verið þannig að pílukastarar hafa þurft að velja á milli þess að annað hvort keppa á mótum BDO eða PDC (Professional Darts Corporation), en með þessari reglubreytingu þá opnar það möguleikan á að geta keppt hjá báðum.

PDC opnaði fyrir þátttöku kvenna á mótum PDC og verður sér kvennamót í nóvember það sem að 2 konur vinna sér inn rétt til þátttöku á hinu fræga AllyPallý sviði.

Þetta er söguleg breyting sem að nýsettur formaður BDO Derek Jacklin og stjórn BDO eru að vinna að.

Breytinginn mun taka gildi 1. október 2018

Ætli þetta verði til þess að sátt náist á margra ára deilu BDO pg PDC?

Við fylgjumst spennt með

 

Fréttinn á síðu BDO :

http://www.bdodarts.com/rulesupdate18.php

Posted on

PDC Fréttir – tvær konur taka þátt á næsta tímabili

Búið er að staðfesta að nú fá tvær konur þátttökurétt á hinu RISA móti í Alexandra Palace í London.

Það verða tvær undankeppnir þar sem að konurnar tvær vinna sér inn þann keppnisrétt.

Fyrir okkur Íslendinga verður undankeppni laugardaginn 17. Nóvember 2018 á Hótel Maritim í Düsseldorf, ókepis er að taka þátt, keppendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri, og uppfyllaskilyrði PDC reglu nr. 7.6

Skráningar skulu sendar á carsten.arlt@pdc-europe.tv, nafn, fæðingardagur og þjóðerni.

Hér má lesa allar upplýsingar um keppnina:

https://www.pdc.tv/news/2018/08/10/world-championship-womens-qualifiers-confirmed

 

 

Posted on

Live Darts Iceland – Pílumót

 

Live Dart Iceland verða með mót á miðvikudaginn næsta, upplýsingar fengnar á Facebook:

Fyrsta pílumótið á Íslandi þar sem DartConnect kerfið verður notað!

Hvenær: Miðvikudaginn 25. júlí 2018 kl. 19:30
Hvar: Pílufélag Reykjanesbæjar, Ásbrú
Keppnisgjald: 1.000kr
Format: Beinn útsláttur, 501, Best of 5. Úrslitaleikur Best of 7
Verðlaun: Sigurvegari 70%, annað sætið 30% af þáttökugjaldi.

Aðrar upplýsingar: Spjaldtölva verður við öll spjöld sem notuð verður til að skrifa leikina og fá leikmenn tölvupóst eftir leik með tölfræðinni.

Valdir leikir verða sýndir í beinni útsendingu!

SKRÁNING HÉR: https://members.dartconnect.com/checkin

Hægt að skrá sig í síma og tölvu, bara smella á linkinn, velja -Live Darts Iceland- hnappinn, setja inn emailið sitt og fullt nafn.
Skráningu lýkur klukkutíma fyrir upphaf móts.

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum þá endilega heyrið í Matta í síma :  855 – 9363

https://www.facebook.com/livedartsiceland/

 

 

 

 

 

Posted on

Íslandsmeistara mótið í 501

Íslandsmeistaramótið í pílukasti er haldið þessa helgi, í gær var einmenningur og voru það Sigurður Aðalsteinsson og Ingibjörg Magnúsdóttir sem að sigruðu.

Live Darts Iceland var á staðnum og sendu í beinni, við hvetjum ykkur fylgist með þeim í dag þar sem að þeir munu sýna tvímenning í íslandmóti í 501 í dag https://www.facebook.com/livedartsiceland/

Hér má horfa á upptökur frá einmenningi:

Útsláttur og úrslit karla:

Úrslitaleikur kvenna: