Posted on

Winmau Iceland Open

ENGLISH BELOW

Ég byrjaði að kasta pílu árið 2012, varð forseti Íslenska pílukastambandsins árið 2014, árinu áður eða árið 2013 fór ég á Danska Opna og það var mín ósk að Ísland myndi fá sitt eigið alþjóðlega mót.
Sem betur fer var ég með kröftugt fólk bæði í stjórn með mér og í kringum mig og upphafið af hefðinni hófst árið 2015 þar sem fyrsta Winmau Iceland Open var haldið.
Við fengum góða aðstoð frá Winmau sem er elsti og einn reyndasti framleiðandi píluvara í heiminum, þess vegna heitir mótið Winmau Iceland Open

Fyrsta árið voru 5 erlendir keppendur, og síðan þá hefur þeim fjölgað þétt og erum við að ná virkilega góðu umtali erlendis, það er því víst að þessi fjöldi mun fjölga hraðar á næstu árum

Í fyrsta sinn frá upphafi tek ég ekki þátt í skipulagi öðru en að mæta á staðinn með pílubása og vörur til sölu og að sjálfsögðu til að sigra mótið!
Það er frekar skrítið, en traust mitt til núverandi stjórnar ÍPS er svo gríðarlegt að ég veit að þeir munu toppa árin á undan og hlakka ég til að keppa

Mótið er opið öllum, og eru byrjendur sérstaklega hvattir til þess að mæta, því að þá fá þeir bæði skemmtun og reynsluna beint í æð.

Ef einhver er óviss eða í vafa um hvort að þau séu tilbúin að mæta – MÆTIÐ!
Við Vitor getum haldið í hendina á ykkur fyrstu mínúturnar ef þið þurfið 😂

Skráning er til 17 apríl og fer hún fram hér: SKRÁNING
Allar upplýsingar um mótið eru líka á síðunni hjá www.dart.is

Hlakka til að sjá ykkur
Ingibjörg

It was in 2012 that I started throwing darts for the first time, I became the president of the I.D.A in 2014, in the previous year 2013 I went to Denmark Open.
It was my wish that Iceland should have their own international competition, and thanks to the amazing people on my board and surrounding me it became a reality in 2015.
Thankfully we also got on board Winmau, the oldest and one of the most experienced darts manufacturers in the world.
Winmau Iceland Open was born in 2015 with 5 international players and many icelandic ones, since then it has grown bigger and bigger each year.
For the first time I am not organising anything except setting up our boards, selling Winmau products and of course to WIN the bloody thing!!!
Pretty weird but I know that the new board will do an amazing job, and I really look forward to this years Winmau Iceland Open.

If in doubt you can see all the info and register here – remember registration closes on the 17th of April REGISTRATION

All the best to all of you
Ingibjörg

Posted on

Ert þú strákur á aldrinum 8 – 18 ára – Þá er hér RISA tækifæri fyrir þig

Ert þú strákur á aldrinum 8 – 18 ára

Hefuru gaman af pílukasti?

Hefur þú áhuga á að keppa á einu af stærstu pílukastmótum heims?

Þá er hér RISA tækifæri fyrir þig

 

Þann 4. nóvember 2018, klukkan 15.00 verður keppt um 2 sæti á JDC World Cup mótinu í Bristol. Keppt verður hjá Pílukast Félagi Reykjavíkur að Tangarhöfða 2, Reykjavík og er keppnisgjaldið 1000kr

Skráningar eru á kastid@kastid.is, skráningu lýkur 3. nóvember

– þar þarf að koma fram nafn, aldur og nafn forráðarmanns

Nánar um keppnirnar:

Keppt verður í 501 – tvöfaldur út

Keppt er um 2 sæti á JDC (Junior Darts Corporation) World Cup sem haldið er í Bristol 14-16 desember 2018

2 efstu fá keppnisrétt á GRAND FINALS mótinu í Bristol, flug fram og tilbaka,

hótelgistingu (2 saman í herbergi), ásamt keppnistreyju

Greitt að fullu af MODUSdarts.tv

 

Vinsamlegast athugið að þann 4. nóvember þarf að mæta til keppnis í fylgd forráðamanns

Keppendur þurfa að vera lausir til þess að fara til Bristol 13. – 18. desember

Keppendur skulu eigi vera orðnir 18 ára þann 18. desember 2018

Klæðnaður: Ekki er leyfinlegt að vera í gallabuxum né flauelsbuxum, bolur skal vera með kraga og buxur og skór dökkir

Æskilegt er að sigurvegarar geti mætt á æfingar alla sunnudaga frá 16.00-19.00 fram að brottför

Keppendur gefa leyfi til þess að myndir og myndefni sem teknar verða í keppni og á æfingum verði notað af LiveDartsIceland, modusdart.tv og www.kastid.is til kynningar á pílukasti hérlendis sem erlendis

Live Darts Iceland verður á staðnum þann 4. nóvember og mun sýna valda leiki í beinni á Facebook og Youtube

Upplýsingar um JDC World Cup: (heimasíðan þeirra: www.juniordarts.com)

Flogið verður út fimmtudaginn 13. desember og heim 18. desember í beinu flugi með EasyJet.

Keppt er í liðakeppni á laugardegi og einstaklingskeppni sunnudegi

3 fullorðnir fara með keppendum, Pétur Rúðrik Guðmudsson Landsliðsþjálfari U18,

Ingibjörg Magnúsdóttir fyrrum forseti Íslenska Pílukastsambandsins og Vitor Charrua eigandi www.kastid.is

Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg í síma 770-4642 og á kastid@kastid.is

 

    

 

 

Útprentanleg auglýsing á PDF formi: JDC Iceland

Posted on

PDCNB -Síðasti skráningardagur er á Miðvikudaginn!!

Við hvetjum ykkur til að drífa í að klára skráningar, ef greiðsla er að vefjast fyrir ykkur (eruð ekki með paypal eða nennið ekki að millifæra á erlendan reikning) sendið okkur þá línu og þá getið þið millifært á okkur og við sendum greiðsluna út.

Sendið mér með nafn, og hvaða mót þið viljið taka þátt í af þessum 5, skráning þarf að koma skriflega.

SMS  á 770-4642

eða tölvupóst: kastid@kastid.is

ENGAR SKRÁNINGAR verða teknar inn eftir miðvikudaginn 3. október

Bestu kveðjur

PDC-NB á Íslandi 5-7 Október 2018

Posted on

PDC-NB á Íslandi 5-7 Október 2018

PDC-NB verður haldið á Íslandi þann 5, 6 og 7 október.

Við verðum með mótið upp í Sal Gigtarfélags Íslands að Ármúla 5, 2 hæð.

Dagskrá er svohljóðandi:

EVENT Tími Mót Innskráningar
ET 1  Föstudag 5/10, 16:00 Qualification for PDC ET 1 14:00 – 15:00
ET 2  Föstudag 5/10, 19:00 Qualification for PDC ET 2 14:00 – 15:00 & 17:00 – 18:00
 PT 9  Laugardag 6/10, 11:00 PDC Nordic & Baltic
Pro Tour 9
09:00 – 10:00
ET 3  Laugardag 6/10, 16:00 Qualification for PDC ET 3 09:00 – 10:00 & 14:00 – 15:00
 PT 10  Sunnudag 7/10, 11:00 PDC Nordic & Baltic
Pro Tour 8
09:00 – 10:00

ATH að skráningar á þetta mót verða að berast í síðasta lagi Miðvikudaginn 3 Október, ENGAR undartekningar eru þar á.

Skráningar skulu berast hingað http://pdc-nordic.tv/event-registration/

Ef þetta vefst fyrir ykkur, bjóðum við upp á að við skráum ykkur, en skráning er ekki gild fyrr en búið er að greiða mótsgjöld!  – Ingibjörg 770-4642

Mótsgjöld eru :

30 Evrur PDC Pro Tour mót

60 Evrur fyrir PCD ET mót

Hér er heimasíða PDC-NB http://pdc-nordic.tv

Á þessum mótum gilda eftirfarandi reglur, við erum búin að íslenska þær en hér má finna link á upprunalegt skjál : http://pdc-nordic.tv/tournament-rules/

Keppnisreglur

Darts Regulation Authority (DRA) 

Allar keppnir sem að eru skipulagðar af PDC Nordic og Baltic hlúta lögum og reglum DRA (Darts Regulation Authority). Með því að skrá þig til keppnis á vegum þeirra, ber þér að hlíða þeim lögum og reglum.

Hægt er að lesa reglubók DRA hér   DRA website

Allar skráningar

Öll skráningargjöld skulu vera fullgreidd fyrirfram á síðasta degi skráningar, loka frestur skráninga kemur fram í öllum viðburðum.

Pro Tour Events

Innritun á keppnisstað

  • 08:30 Keppnisstaður opnar fyrir keppendur og gesti
  • 08:30 -10:00 Innskráning – Allir keppendur skulu skrá sig FYRIR kl 10.00 ella verða þeir ekki dregnir með til keppnis. (Skráningargjald fæst ekki endurgreitt)
  • 11:00 Keppni hefst
  • 19:00 Keppni lokið

Dregið er til keppnis samdægurs og keppendur sem ekki skrá sig inn fyrir kl 10.00 verða ekki dregnir með.

Gestir eru leyfðir á keppnisstað, en mótstjórn áskilur sér rétt til þess að hafa einungis keppendur á keppnissvæði sé það metið svo að pláss sé ekki næginlegt.

Vinsamlegast athugið að fótboltatreyjur eru ekki leyfðar, né meiga börn undir 11 ára vera á keppnisstað nema með sér leyfi.

 Verðlauna fé

Hvor um sig hafa Pro Tour keppnirnar 5000 evrur í verðlaunafé, og er þeim er skipt svona:

  • 16 x 50 euro =     800 euro    Síðustu 32
  • 8 x 125 euro =   1,000 euro    Síðustu16
  • 4 x 200 euro =     800 euro   Síðustu 8
  • 2 x 300 euro =     600 euro   Síðustu 4
  • 1 x 600 euro =     600 euro   2. sæti
  • 1 x 1,200 euro =   1,200 euro   Sigurvegari

Greiðsla verðlauna fés er með millifærslu

Stigalisti

Upphæð verðlaunafés unnin á Pro Tour keppnum gildir líka sem stigagjöf á stigalista PDCNB. Stigalistin er til 1 árs og efstu 5 á stigalista eftir tímabilið vinna sér eftirfarandi:

  1. Invitation to World Darts Championship, Free Q-school entry
  2. Invitation to World Darts Championship, Free Q-school entry
  3. Free Q-school entry
  4. Free Q-school entry
  5. Free Q-school entry

Þegar nýtt tímabil hefst er stigalistinn núllstilltur.

Röðun

8 keppendum er raðað á öllum mótum, keppandi á vinstri hlið dráttar kastar fyrstur að búlli, sigurvegari búlls byrjar alla oddatölu leiki. Röðun keppanda fer eftir stigalista PDCNB ef að tveir eða fleiri eru með sömu stig mun stigagjöf frá nýlegasta móti gilda.

Dæmi:

  • Keppni 1: leikmaður 1 sigrar 1200, leikmaður 2 sigrar 600 og leikmaður 3 ekkert
  • Keppni 2: leikmaður 3 sigrar 1200, leikmaður 2 sigrar 600 og leikmaður 1 ekkert 3

Allir eru þeir með 1200 stig, en verður raðað svona:

  1. Leikmaður 3 (hæðst stig á síðasta móti)
  2. Leikmaður 2 (næst hæðstu stiginn á síðasta móti)
  3. Leikmaður 1

Þegar nýtt tímabil hefst mun röðun leikmanna fara eftir árinu á undan.

Spilafyrirkomulag

Allir leikir eru spilaðir best af 11

Reglur um PDC Europe Tour Keppnir

Á PDC Europe Tour mótum opnar keppnissvæði um 2 tímum áður en að mót hefst, innskráning er opin frá um 2 tímum fyrir mót og lokar klukkutíma fyrir mót. Drátturinn fer fram samdægurs af mótstjórn, og allir keppendur skulu hafa skráð sig inn á tilsettum tíma til þess að vera dregnir með til keppnis.

Verðlaun

PDC Europe Tour mót gefur sigurvegara þess móts keppnisrétt á Evrópukeppni sem verið var að keppa um, upplýsingar um það eru á skráningarsíðu þeirra keppnis. Athygli er vakin á því að sigurvegarar verða að greiða félagsgjald að upphæð 15 Evrur fyrir allar keppnir sem þeir öðlast keppnisrétt á.

Enginn önnur verðlaun eru á PDC ET keppnum

Röðun

Ekki er raðað á PDC ET keppnir

Spilafyrirkomulag

Allir leikir eru spilaðir best af 11

Dráttur

Umsjón með drætti er í höndum mótstjórnar PDCNB, dráttur fer fram samdægurs og eftir lögum og reglum samkomulags milli PDC og PDCNB

Reglur um klæðnað

Darts Regulation Authority (DRA) lög og reglur gilda á þessum keppnum, Ekki er leyft að klæðast eftirfarandi fatnaði: Gallabuksum, íþróttabuksur, stuttermabolir, stuttbuksur.

Keppendur skulu klæðast buksum, keppnistreyju með kraga, og skó (íþróttaskór eru ekki leyfðir)

Skrifarar

Ekki eru sjálfboðaskrifarar á þessum mótum og því gildir reglan, taparu leik – skrifaru leik. Í fyrstu leikjum skrifar sá sem síðastur er á blaði í hverjum riðli fyrir sig. Keppendur sem að yfirgefa svæðið án þess að skrifa fá sekt eftir viðurlögum DRA.

Á sumum mótum er hægt að borga fyrir skrif, en það er ávallt leikmanns að fylgja því eftir.

Reykingar, og Drykkir

Keppendum er ekki leyft að reykja né drekka annað en vatn á keppnissvæði, sér afmarkað svæði er fyrir drykki og reykingar.

 

 

 

Posted on

Live Darts Iceland í Reykjavík í kvöld

Fréttir frá Live Darts Iceland:

 

Live Darts Iceland August Event 4!
Hvar: Pílukastfélag Reykjavíkur, Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík
Hvenær: Miðvikudaginn 29. ágúst kl 19:30
Format: Beinn útsláttur, Allir leikir best of 5 nema úrslit best of 7
Þátttökugjald: 1.000kr

Valdir leikir sýndir í beinni útsendingu!

Spjaldtölvur verða við öll spjöld og fá spilarar tölfræðina til sín beint eftir leik!

Skráning hér:https://b9.events.dartconnect.com/register-event
Velja nafnið sitt og August Event 4. Ef nafnið þitt er ekki á listanum er hægt að skrá sig hér fyrir neðan með athugasemd

Þetta verður síðasta mótið af þessu tagi. Í september byrjar síðan Live Darts Iceland 2018 ProTour og munum við auglýsa það betur síðar

Við minnum líka á að úrslit Premier League Live Darts Iceland verða á Laugardaginn, nánar um það fljótlega.

Posted on

Keppt er á Sænska opna þessa helgi

Sænska opna er haldið þessa helgi í Malmø, einn Íslendingur er meðal keppenda hann Pétur Rúðrik Guðmundson. Við óskum honum góðs gengis 😀
Síðar í dag er síðan hægt að horfa á leiki í beinni á þessum link:
Hér má finna dráttinn og allar upplýsingar fyrir forvitna
http://www.swedishopendart.se/index.php
Posted on

PDC Fréttir – tvær konur taka þátt á næsta tímabili

Búið er að staðfesta að nú fá tvær konur þátttökurétt á hinu RISA móti í Alexandra Palace í London.

Það verða tvær undankeppnir þar sem að konurnar tvær vinna sér inn þann keppnisrétt.

Fyrir okkur Íslendinga verður undankeppni laugardaginn 17. Nóvember 2018 á Hótel Maritim í Düsseldorf, ókepis er að taka þátt, keppendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri, og uppfyllaskilyrði PDC reglu nr. 7.6

Skráningar skulu sendar á carsten.arlt@pdc-europe.tv, nafn, fæðingardagur og þjóðerni.

Hér má lesa allar upplýsingar um keppnina:

https://www.pdc.tv/news/2018/08/10/world-championship-womens-qualifiers-confirmed

 

 

Posted on

Live Darts Iceland – Pílumót

 

Live Dart Iceland verða með mót á miðvikudaginn næsta, upplýsingar fengnar á Facebook:

Fyrsta pílumótið á Íslandi þar sem DartConnect kerfið verður notað!

Hvenær: Miðvikudaginn 25. júlí 2018 kl. 19:30
Hvar: Pílufélag Reykjanesbæjar, Ásbrú
Keppnisgjald: 1.000kr
Format: Beinn útsláttur, 501, Best of 5. Úrslitaleikur Best of 7
Verðlaun: Sigurvegari 70%, annað sætið 30% af þáttökugjaldi.

Aðrar upplýsingar: Spjaldtölva verður við öll spjöld sem notuð verður til að skrifa leikina og fá leikmenn tölvupóst eftir leik með tölfræðinni.

Valdir leikir verða sýndir í beinni útsendingu!

SKRÁNING HÉR: https://members.dartconnect.com/checkin

Hægt að skrá sig í síma og tölvu, bara smella á linkinn, velja -Live Darts Iceland- hnappinn, setja inn emailið sitt og fullt nafn.
Skráningu lýkur klukkutíma fyrir upphaf móts.

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum þá endilega heyrið í Matta í síma :  855 – 9363

https://www.facebook.com/livedartsiceland/

 

 

 

 

 

Posted on

Íslandsmeistara mótið í 501

Íslandsmeistaramótið í pílukasti er haldið þessa helgi, í gær var einmenningur og voru það Sigurður Aðalsteinsson og Ingibjörg Magnúsdóttir sem að sigruðu.

Live Darts Iceland var á staðnum og sendu í beinni, við hvetjum ykkur fylgist með þeim í dag þar sem að þeir munu sýna tvímenning í íslandmóti í 501 í dag https://www.facebook.com/livedartsiceland/

Hér má horfa á upptökur frá einmenningi:

Útsláttur og úrslit karla:

Úrslitaleikur kvenna: