Posted on

Pílukast á landsmótum UMFÍ

Á hverju ári heldur UMFÍ landsmót fyrir 50+, og unglingalandsmót

Pílukast hefur verið tvisvar sinnum á unglingalandsmóti, á Akureyri 2015 og Borgarnesi 2016

Nú hefur næsta skref verið tekið og mun pílukast vera á báðum mótum til framtíðar

Í ár munum við verða með kynningarár þar sem keppt verður í 9 pílu leiknum okkar
Hann gengur út á það að hver keppandi fær að kasta þrisvar sinnum þremur pílum (ein í einu)
Stiginn eru skráð niður og sá/sú sem er með hæstan stigafjölda frá níu pílum í lok dags sigrar
Hægt er að koma oftar enn einu sinni á tilsettum tíma dagskráar.

50+ mótið er haldið í Neskaupstað 28-30 Júní
Unglingalandsmótið verður á Höfn í Hornafirði 1-4 Ágúst

Við hjá Kastinu munum sjá um þetta glæsilega verkefni og erum við afar þakklátt UMFÍ fyrir að gefa okkur þetta tækifæri

Nánair dagskrá má sjá á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is

Posted on

Hvað er að frétta?

Pétur R. Guðmundsson og Davey Verploegh komust í 128 manna í tvímenning á Hollenska Opna í gær, útslátturinn byrjaði í 2048 pörum! VÁ! Pétur og Davey sigra 4 leiki. Þeir fá síðan Darryl Fitton og Nijman í 128 manna, þeir fá nokkur tækifæri á að taka út en tapa því miður 3-0

Hollenska opna er líklega stærsta opna mót í heiminum, í dag er keppt í einmenning og karlarnir byrja útsláttin í 4096, og spilar Pétur á móti Willem van de Ven klukkan 13.20 að staðartíma.
Það þarf að sigra 12 leiki til þess að standa uppi sem sigurvegari – það er mun minna yfirþyrmandi að hugsa þetta þannig heldur en gríðarlegan fjölda keppenda.
Hér er hægt að skoða dráttinn https://www.dutchopendarts.nl/dfw/DutchOpen2019MenSingles.pdf
Það verða sýndir leikir live á youtube rás þeirra:


PDC-NB

Í gær voru tvær Euro Tour keppnir á PDC-NB, sigurvegarinn frá hverri keppni fær keppnisrétt á einu af Euro Tour keppnunum síðar á árinu. Í gær var keppt um keppnisrétt fyrir 26/4 – 28/4, Saarbrucken, Þýskalandi og 3/5 – 5/5, Graz, Austuríki
Ægir Björnson og Vitor Charrua lentu á móti hvor öðrum í fyrsta leik í seinni keppninni, og var það gríðarlega spennandi og flottur leikur
Vitor sigrar 6-4

Í dag er Pro Tour NB og Euro Tour 6
Hægt er að fylgjast með öllu á Dartconnect og á youtube rás Live darts Iceland




Posted on

Fleiri og fleiri Íslendingar sækja í erlend mót

Fyrsta mót PDC-Nordic Baltic 2019 er um helgina og er það haldið í Svíþjóð, 4 Íslendingar keppa á mótinu.
Smá nörda staðreynd: Ísland er með hæðsta hlutfall þáttakenda miða við innbyggjendur í landinu.

LandInnbyggjendurKeppendur
Ísland339.4214
Danmörk5.766.65822
Noregur5.381.3663
Svíþjóð10.024.19721
Letland1.918.8072
Finnland5.553.6435
Lithauen2.869.3802

Live Darts Iceland er á staðnum og munu þeir sýna leiki í beinni – Ég vill sérstaklega hrósa þeim fyrir þær framfarir sem að þeir eru að skapa innan pílunar, það eru algjör forréttindi að fá að fylgjast með leikjum í beinni. Við getum sýnt okkar stuðning með því að gerast áskrifendur á Youtube rás þeirra, og fylgja þeim á helstu samfélagsmiðlum

👏👏👏 Takk Live Darts Iceland 👏👏👏

Dartconnect verður notað á PDC NB og hægt að fylgjast með og skoða leikina hér :  tv.dartconnect.com

Annað RISA mót er um helgina og eru feðgarnir Pétur Rúðrik og Alex Máni staddir á því móti. Það er að sjálfsögðu Hollenska Opna, og er þetta í fertugasta sinn það er haldið, leikir verða sýndir í beinni Youtube rás þeirra:
https://www.youtube.com/user/NederlandseDartsBond

Hér má skoða dráttinn: https://www.dutchopendarts.nl/en/draw-2019-en?fbclid=IwAR2LXx2P20f-dP-fbkCWlv7LuinvueS7EHmO3Qy4mcy6MtUbMq6_k7rsaWU

Við óskum þeim öllum góðs gengis

Posted on

Gerwyn Price sektaður um 3,4 milljónir ísk. króna

DRA eða Dart Regulation Authority sektaði Gerwyn Price um 21.500 Pund eða u.þ.b 3,4 milljónir fyrir óviðunandi hegðun bæði í leik og á samfélagsmiðlum

Bæði í átta manna útslætti og í úrslitaleiknum á HM í pílukasti var hegðun Gerwyn Price dæmd óíþróttamannsleg. Öskur og fagnaðarlæti hans voru dæmd sem tilraun til þess að koma andstæðing hans úr jafnvægi.
Gerwyn hefur áður fengið viðvörun og tiltal vegna hegðun sinnar í leik, og vegna óviðeigandi pósta á samfélagsmiðlum.

Hann var því sektaður og settur í skilorð í 6 mánuði eða til og með 11 júní, brjóti hann skilorð fær hann leikbann í 3 mánuði frá öllum keppnum sem heyra undir reglur DRA
Sektirnar voru 8000 pund fyrir óviðunandi hegðun í áttamanna úrslitum
2000 pund fyrir óviðunandi hegðun í úrslitaleik og 1500 pund fyrir óviðunandi skriftir á samfélagsmiðlum.

Hér má lesa niðurstöðu DRA í heild sinni á ensku

Hér má skoða önnur brot og sektir sem einstaklingar hafa fengið í gegnum tíðina: Heimasíða DRA


Posted on

Live Darts Iceland – Pílumót

 

Live Dart Iceland verða með mót á miðvikudaginn næsta, upplýsingar fengnar á Facebook:

Fyrsta pílumótið á Íslandi þar sem DartConnect kerfið verður notað!

Hvenær: Miðvikudaginn 25. júlí 2018 kl. 19:30
Hvar: Pílufélag Reykjanesbæjar, Ásbrú
Keppnisgjald: 1.000kr
Format: Beinn útsláttur, 501, Best of 5. Úrslitaleikur Best of 7
Verðlaun: Sigurvegari 70%, annað sætið 30% af þáttökugjaldi.

Aðrar upplýsingar: Spjaldtölva verður við öll spjöld sem notuð verður til að skrifa leikina og fá leikmenn tölvupóst eftir leik með tölfræðinni.

Valdir leikir verða sýndir í beinni útsendingu!

SKRÁNING HÉR: https://members.dartconnect.com/checkin

Hægt að skrá sig í síma og tölvu, bara smella á linkinn, velja -Live Darts Iceland- hnappinn, setja inn emailið sitt og fullt nafn.
Skráningu lýkur klukkutíma fyrir upphaf móts.

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum þá endilega heyrið í Matta í síma :  855 – 9363

https://www.facebook.com/livedartsiceland/