Posted on

Vá Takk fyrir ÆÐISLEGAN dag

48 Karlar og 8 konur kepptu í dag, allt gekk gífurlega vel nema smá tölvu örðuleikar þegar að átti að skella yfir í útslátt.

Hér má sjá leiki morgundagsins, einn leikur verður í einu og allir velkomnir í sal.

Einnig verður streymt í beinni á Youtube rás Live Darts Iceland

Leikir verða í eftirfarandi röð:
Undanúrslit kvenna
klukkan 14.00 Spilað er Best af 11
Ingibjörg Magnúsdóttir – Petrea Kr. Friðriksdóttir
Klukkan 15.00 Spilað er best af 11
Arna Rut Gunnlaugsdóttir – María Steinunn Jóhannesdóttir
Undarúrslit Karla
Klukkan 16.00 Spilað er best af 11
Friðrik Diego – Kristján Þorsteinsson
Klukkan 17.00 Spilað er best af 11
Sigurgeir Guðmundsson – Páll Árni Pétursson
Klukkan 18.00 Spilað er best af 13
Úrslit Kvenna
Klukkan 19.30 Spilað er best af 13
Úrslit Karla
Salnum verður breytt í áhorfendasal og skrifarar eru velkomnir
Hlökkum til að sjá sem flesta
Posted on

Ertu búin að skrá þig? Er nafnið þitt á listanum?

Um leið og ég bið ykkur að athuga hvort að ykkar nafn sé á listanum, þá vill ég brýna fyrir því að við vinnum samkvæmt reglum WDF (World Darts Federation).

32 karlar og 6 konur eru skráð nú þegar, og ennþá hægt að skrá sig á síðunni.
Hér er listinn: https://tv.dartconnect.com/eventplayers/rig20b

Pílukast er að verða stærra og stærra og veit ég að þið eruð sammála mér í því að vernda Íþróttina og fólkið sem hana stundar. En góð vísa er aldrei of oft kveðinn.

Hvort sem keppt er í aðildarfélaginu þínu (sem er með aðild af ÍPS), á vegum ÍPS eða á öðum opnum stórmótum sem falla undir reglur WDF, fylgjum við reglum WADA og hér á landi er það Lyfjaeftirlit Íslands sem sér um eftirlit.

Öll ólögleg efni eru stranglega bönnuð (áfengi er löglegt í pílukasti), og getur hvenær sem er komið einstaklingur frá lyfjaeftirlitinu og tekið einstaklinga í lyfjapróf af handahófi hvort sem að er í keppni eða utan keppnis.

Ekki hika við að hafa samband við mig ef einhverjar spurningar eru

Þessi helgi verður mögnuð og ég hlakka til að sjá ykkur á morgun

Af síðu lyfjaeftirliti Íslands:

Hvernig er valið í lyfjapróf?

Til eru þrjár aðferðir til að velja í lyfjapróf:

  1. Valið/dregið af handahófi

  2. Sérstaklega valið (ekki handahófskennt)

  3. Valin sæti fyrirfram (algengt t.d. í einstaklingsíþróttum)

Hvernig fer lyfjapróf fram?

Lyfjapróf hefst þegar íþróttamaður er boðaður í lyfjaprófið og því lýkur þegar lífsýnið (þvag og/eða blóð) er búið að innsigla. Íþróttamaðurinn er sá eini sem meðhöndlar sýnið í gegnum ferlið, skv. leiðbeiningum lyfjaeftirlitsaðila. Lyfjaeftirlitsaðili sér um að fylla út öll eyðublöð og kemur svo sýninu á þar til gerða rannsóknarstofu til greiningar.

Hvar eru sýnin rannsökuð?

Einungis rannsóknarstofur sérstaklega vottaðar af WADA (World Anti-Doping Agency) hafa leyfi til þess að greina sýni íþróttamanna. Engin slík rannsóknarstofa er hér á landi og því eru sýnin send erlendis. Lyfjaeftirlit Íslands sendir flest sýni sem stofnunin tekur til Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi. Algengur tími sem tekur að rannsaka sýnin er um 3-4 vikur. Íþróttamenn eru ekki sérstaklega látnir vita ef um neikvæða rannsóknarniðurstöðu er að ræða.

 

Posted on

Borgarstjóri setti Reykjavíkurleikana í dag

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, setti Reykjavíkurleikana í Laugardalshöll í hádeginu í dag. Gústaf Adolf Hjaltason, forseti undirbúningsnefndar leikanna, tók einnig til máls, fór yfir dagskrána sem framundan er og nýjungarnar í ár. Að setningarathöfn lokinni fengu viðstaddir að prófa pílukast og kynna sér klifur og Enduro hjólreiðar sem eru nýjar greinar á leikunum í ár. Einnig var hægt að reyna við heimsmet Júlíans Jóhanns í réttstöðulyftu. Aðrar nýjar greinar í ár eru crossfit, akstursíþróttir og þríþraut.

Nánar um leikanna má finna á www.rig.is og hér: www.facebook.com/reykjavik.international.games/

Posted on

Nú er hægt að skrá sig á síðunni – RIG !

Nú styttist heldur betur í veisluna

Hér fyrir neðan getið þið skráð ykkur í pílukeppnina sem er partur af stærsta íþróttamóti Íslands
– Reykjavík International Games – , við erum OFF – Venue og er keppninn haldinn upp á Tangarhöfða 2, Pílukastfélag Reykjavíkur
Skráning lokar 11.00 laugardaginn 25. jan 2020, en til þess að allt gangi sem hraðast og best fyrir sig hvet ég ykkur til að skrá ykkur sem fyrst.

Húsið opnar kl 10.00 Byrjað er að keppa 12.00 – Notast verður við tölvur, Dartconnect, til að skrá leikina.

Keppt er í riðlum best af 5, síðan er útsláttur til og með 8 manna á laugardeginum.
Á sunnudeginum verða síðan undanúrslit og úrslit í báðum flokkum, einn leikur í einu í beinni. (Byrjar kl 14.00)
Hér er mikilvægt að fá áhorfendur í sal.

Ég vek athygli á því að EKKERT áfengi verður til sölu á staðnum, en sér svæði verður fyrir þá sem velja að taka með sér nesti. Ekki er leyfinlegt að hafa annað en vatn á keppnissvæði. 

Hér má lesa allt um RIG, www.rig.is
Hér má skoða lista yfir skráða, uppfærður einu sinni á dag
https://tv.dartconnect.com/eventplayers/rig20b

Skráning hér https://kastid.is/?page_id=4532
Eða á netfangið kastid@kastid.is

Hlakka til

Posted on

Velkominn MvG

Við skelltum okkur til Cardiff, Wales, í síðustu viku þar sem Winmau var að halda viðburð til þess að fagna komu Michael van Gerwens, númer eitt í heimi, til Winmau.

Viðburðurinn var haldin á Principality Stadium, líka þekkt sem Millennium Stadium, virkilega skemmtilegt að fá að sjá þann magnaða stað.

Um 50 manns voru á viðburðinum og við litla Ísland með, við erum ennþá í skýjunum með að fá þetta flotta boð.

Á viðburðinum voru líka Bobby George, Mark Webster, Paul Nicholson og fleiri stór nöfn, þar má nefna Vitor Charrua a.k.a. „The Grenade“, sem bæði eru að keppa eða vinna innan pílukasts í heiminum.

Það var að sjálfsögðu skálað ( í LÉTTöl )

MvG heimtaði auðvitað mynd með okkur #celebs #bestbudds 

 

Hér má sjá viðtalið sem tekið var á viðburðinum við MvG

 

 

Við erum kominn með takmarkað magn af Michael van Gerwen pílum á lager, hann hannaði fjögur mismunandi tungsten sett og eitt brass sett, verið velkominn í heimsókn að prófa þessar mögnuðu pílur.

Við hlökkum til að geta boðið ykkur upp á mun meira úrval af píluvörum í framtíðinni……

Posted on

Við verðum á Opnunarmóti Þórs

Við munum keppa á opnunarmóti Þórs á morgun laugardag, í kvöld er einnig Luckydraw og vonandi náum við því.
Við verðum allavega á staðnum einhvað í kvöld.

Við verðum með einhvað af pílum með okkur, endilega pikkaðu í okkur og fáðu að prófa og kaupa draumapílusettið eða kláraður jólagjöfina  <3

Hér má lesa allt um mótið: http://thorsport.is/frett/?id=13749

Hlökkum til að sjá sem flesta

Posted on

Kvennalandsliðið tók hástökk á HM

Dagana 7. til 12. október fór fram Heimsmeistaramót World Darts Federation (WDF), og voru 42 kvennalið og 48 karlalið sem tóku þátt. Heimsmeistaramótið er haldið annaðhvert ár á oddatölu árum. 

Landslið Íslands samanstóð af 
Hallgrími Egilssyni, Pétri Guðmundssyni, Páll Árna Pétursyni og Vitor Charrua
Diljá Töru Helgadóttur, Guðrúnu Þórðardóttur, Ingibjörgu Magnúsdóttur og Petreu Kr. Friðriksdóttur

Keppt var í einmenning, tvímenning og liðakeppni skipt í karla- og kvennaflokk

Karlarnir náðu einu stigi og 44. sæti á heimslista

Íslenska Kvennalandsliðið tók hástökk og fór heim með 9 stig og 26. sæti á heimslista, í tvímenningi kvenna komust Ingibjörg og Petrea í 16 manna útslátt, og í liðakeppninni sigraði liðið Cataloniu, þetta er að við best vitum fyrsta skipti þar sem kvennaliðið sigrar leik í liðakeppninni.
Ef árin á undan eru skoðuð þá var ekki kvennalandslið árið 2017, árið 2015 tóku 28 kvennalið þátt og íslensku konurnar í 28. sæti með 0 stig, árið 2013 voru 23 lönd sem tóku þátt og þær í 21. sæti með 1 stig.

Annar sigur er líka að sjá hversu mörg kvennalið tóku þátt, og hvað aukninginn er gríðarleg hjá konum innan pílunar.

Hægt er að skoða öll úrslit hér

Til hamingju með þennan gríðarlega flotta árangur

Posted on

Til Hamingju Bláskógarskóli Laugarvatn

Í dag bættist pílukast á listan yfir afþreyingu hjá Bláskógarskóla Laugarvatni.

Í Bláskógarbyggð eru þrír grunnskólar sem eru með þemadaga þessa dagana og sameinast skólarnir og eru með margar mismunandi smiðjur, þar sem börnin geta lært og prófað heilan helling. Ég fékk þann heiður að sjá um pílukast smiðjuna.
Þar voru margir áhugasamir krakkar, og var fróðlegt að sjá að þau sem að lýstu því yfir í byrjun að geta ekki reiknað saman, voru í lok smiðjunar farinn að plúsa þetta allt saman nokkuð örugglega.

Grunnskólin hefur sett upp tvö spjöld og mun í framhaldi bjóða upp á að hægt sé að æfa sig í pílukasti.

Innilega til hamingju, ég hlakka til að kíkja í heimsókn aftur

Posted on

JDC – Gibraltar U18

U18 landslið Íslands er nú statt í Gibraltar ásamt 15 öðrum liðum.

Löndin sem keppa eru: Bandaríkin, Írland, Kanada, Indland, England, Wales, Ísland, Kína, Tékkland, Spánn, Skotland, Holland, Gibraltar, Nýja Sjáland, Ástralía og Danmörk

Mörg þeirra eru með tvö 4 manna lið með sér, þannig að þetta eru 25 lið sem munu keppa í dag

Ísland er í dag í riðli með Gibraltar A, Holland B, Indland A, og Kína B

Þetta eru þrjú mót yfir þrjá daga, Í dag er JDC World Cup þar sem að keppt er í liðakeppni (liðinn keppa í einmenning, tvímenning og 4 mannakeppni), á morgun er JDC International Open þar sem er keppt í einstaklingskeppni, beinn útsláttur og föstudag er Scott farms þar sem eru riðlar á undan og síðan útsláttur.

Hér eru helstu linkar til þess að fylgjast með:

Heimasíða JDC þar sem öll mótin eru útskýrð

Facebook síða JDC (muna að styðja með því að gera LIKE) 

Dartconnect þar sem hægt er að fylgjast með ölum leikjum í beinni

Youtube rás JDC þar sem valdir leikir eru í beinni

 

Við hlökkum til að fylgjast með næstu 3 daga, og óskum drengjunum góðs gengis

Posted on

Til Hamingju Hörðuvallaskóli

Við óskum Hörðuvallaskóla til hamingju með að vera búin að bæta pílukasti við sem valfag í skólanum

Fyrr í vikunni settum við upp aðstöðu hjá þeim og í dag var fyrsti tíminn, ég fékk að vera með í dag að kenna undirstöðuatriði pílukast og verð áfram með þeim næstu vikur.

Það er gífurlega dýrmætt að geta byrjað að kenna pílukast snemma, og hver veit nema að næsta íslandsmót unglinga verði risa stórt?

Pílukast er skemmtileg leið til þess að bæta stærðfræði

Ef að aðrir skólar hafa áhuga, ekki hika við að hafa samband hvort sem það er að fá aðstoð við að komast af stað eða uppsettningu á aðstöðu.