Posted on

Fyrirtækjakeppni í pílukasti

Við kynnum í samstarfi við Krómbacher á Íslandi  Fyrirtækjakeppni í pílukasti

Fyrirkomulag keppnis fer eftir fjölda liða

Skráning skal berast í síðasta lagi 1. október 2019

Keppt er einu sinni í mánuði á eftirfarandi dagsetningum:

2019 : 18. október, 15. nóvember, 13. desember
2020: 10. janúar, 7. febrúar, 6. mars, 17. apríl

13. september er opið kvöld þar sem hægt er að mæta, prófa, kaupa pílur og læra grunnatriðinn í pílukasti

Í hverju liði skulu vera að lámarki 4 liðsmenn,
ekkert hámark er á fjölda liðsmanna.
Allir skulu vera skráðir á sama vinnustað (hægt er að bæta við liðsmönnum eftir þörfum)

Aðalvinningurinn er
starfsmannapartý fyrir vinnustaðinn* 
í boði Krómbacher á Íslandi
ásamt fleiri veitingum frá
Kalla K innfluttningsaðila Krómbacher á Íslandi.

Keppnisgjald er kr. 35.000,- á lið (fyrir alla keppninna)

Skráningar og nánari upplýsingar á kastid@kastid.is
og í síma 770-4642 – Ingibjörg
*hámarksfjöldi salurinn rúmar eru 100 manns

PDF til útprenntunar má sækja hér

Posted on

Upphitunarmót fimmtudaginn 22. ágúst

Upphitunarmót

Við verðum með upphitunarmót fyrir PDC mótin
fimmtudaginn 22. ágúst kl. 19.30 á keppnisstað ( gamli officeraklúbburinn, Ásbrú)
Keppnisgjald kr. 1.500,-
Singles 501 – riðlar
Skráning á staðnum til 19.00
eða SMS í síma 770-4642

Hlökkum til að eyða magnaðri píluhelgi með ykkur


Warm up tournament

We will have a warm up tournament at the venue ( The offisersclub, Ásbrú)
thursday the 22. of august at 19.30 – registration at venue until 19.00
Entryfee ISK 1.500,-
Singles 501 –  Round Robin

We look forward seeing you at the venue

Posted on

Unglingalandsmót UMFÍ

Virkilega góð mæting var í dag í pílukast á unglingalandsmóti UMFÍ, keppt var í níu pílna leik þar sem hver um sig fékk níu pílur og stig skráð niður sem skoruð voru.

149 ungmenni á aldrinum 11-18 ára mættu í dag og kepptu.

66 stúlkur og 83 drengir.
Meðaltal stúlkna í dag var 98  og drengja 113

Hér eru hæstu skor dagsins:

Stúlkur
Borghildur með 208 stig
Guðrún Karítas með 200 stig
Sigurborg með 182 stig

Drengir
Davíð Már með 201 stig
Hafsteinn Thor með 188 stig
Heimir Már með 183 stig

Hægt er að mæta milli 10-15 á morgun í báruna til þess að reyna að toppa þessi skor og komast á verðlaunapall

Keppni lýkur 15.00 sunnudag!

 

Posted on

Pílukast á unglinga landsmóti UMFÍ

Við erum á ferð og flugi í sumar, og næstkomandi helgi – um versló verðum við á Höfn í Hornafirði með pílukast á landsmóti UMFÍ

Við munum keppa í níu pílna leiknum okkar sem gerir það einfalt fyrir alla skráða á mótið að stoppa við hjá okkur og kasta níu pílum – hægt er að skrá sig í píluna hjá okkur, en skilirði er að vera skráður á mótið.

Við verðum bæði með keppnisspjöld fyrir standandi og sitjandi (hjólastól) einstaklinga

Staðsetning: Báran

Sérgreinastjóri: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sími: 770 4642

Dags- og tímasetning:

Laugardagur 3. ágúst     kl.12:00 – 18:00

Sunnudagur 4. ágúst      kl.10:00 – 15:00

Aldurs- kynjaflokkar:

Strákar 11-18 ára

Stelpur 11-18 ára

Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram á https://www.ulm.is

Við hlökkum til að sjá ykkur á Höfn í Hornafirði

Posted on

PDCNB Pro Tour Iceland skráningar

Opið er fyrir skráningar á PDCNB Pro Tour Iceland 23. -25. ágúst

Í stuttu máli

Þú þarft að skrá þig fyrir 21. ágúst á þau mót sem þú villt keppa á  
Fyrir hvert mót mætiru 2 tímum fyrir og skráir þig inn – þú passar að vera í réttum fatnaði

Hér er allt sem þú þarft að vita (langt en mikilvægt að lesa)

Þú þart ekki að vera skráður í pílufélag, eða vera ofur góður í pílu, þetta er mót fyrir ALLA, og bara skemmtilegt að mæta þessum risum, bætir mann sjálfan.
Mótið er ekki kynjaskipt.
Mótið er haldið í Officeraklúbbnum í Keflavík

ATH! Valdir leikir verða sýndir í beinna af LiveDarts Iceland

Samtals eru 5 mót yfir helgina, 2 á föstudag, 2 á laugardag og 1 á sunnudag.

Dagskrá

  • Föstudag 23/8 2019
    • 16:00 – Europe Tour 11 qualification
      innskráning 14:00 – 15:00
    • 19:00 – Europe Tour 12 qualification
      innskráning 17:00 – 18:00
  • Laugardagur 24/8 2019
    • 11:00 – Pro Tour 5
      innskráning 09:00 – 10:00
    • 19:00 – Europe Tour 13 qualification
      innskráning 17:00 – 18:00
  • Sunnudagur 25/8 2019
    • 11:00 Pro Tour 6
      innskráning 09:00 – 10:00

ET stendur fyrir European Tour Qualification (linkur á upplýsingar á ensku)
Keppnisgjald 60 evrur
Beinn útsláttur
Best af 11
Tapari skrifar leik
Sigurvegari fær þáttökurétt á ET móti síðar á árinu (aðrir ekkert)

PT stendur fyrir Pro Tour Event (linkur fyrir upplýsingar á ensku)
Keppnisgjald 30 evrur
Raðað er eftir stigalista á þetta mót
Stigamót þar sem stig telja á heimslista PDC
Beinn útsláttur
Best af 11
Tapari skrifar leik
Hér er verðlaunafé frá 32. sæti

  • 16 x 50 euro   17-32 sæti
  • 8 x 125 euro  9-16 sæti
  • 4 x 200 euro 5-8 sæti
  • 2 x 300 euro 3-4 sæti
  • 1 x 600 euro 2. sæti
  • 1 x 1,200 euro  Sigurvegari

Verðlaunafé er greitt með millifærslu.

DRA reglur gilda á þessu móti hér má lesa þær á ensku

Það helsta sem þú þarft að vera meðvitaður um varðandi reglur (ef þú ert óviss eða vantar nánari upplýsingar hringdu bara í mig og ég útskýri nánar):

Sér keppnissalur er þar á að vera þögn, ekki er í boði að vera með óþarfa tal og fagnaðarlæti. 

Klæðnaður:
Gallabuksur eru ekki leyfðar, né buksur eða pils úr gallaefni eða einhverju sem líkist gallaefni.
Strigaskór eru ekki leyfðir nema sérleyfir sé fyrir þeim
Íþróttagallar eru ekki leyfðir
Ekki má vera með húfu eða neitt á höfði nema með sérleyfi
Ekki má klæðast peysu eða öðru yfir keppnisfatnað
Keppnistreyja skal vera með kraga
Farið er yfir keppnisfatnað þegar þú skráir þig inn

Skráningar – þurfa að berast í síðasta lagi 21/8 2019
Leið 1:
Þú sendir póst á registration@pdc-nordic.tv með þeim mótum sem þú villt taka þátt í, og hvernig þú villt greiða (paypal eða millifærsla) og færð reikning frá þeim.

Leið 2:
Þú sendir póst á kastid@kastid.is með þeim mótum sem þú villt taka þátt í og við sjáum um að skráninginn fari til PDC og rukkum þig

Ef einhverjar spurningar eru ekki hika við að hafa samband, og ég geri mitt besta í að svara þeim

Enn og aftur viljum við þakka Dagar hf. fyrir að fara með okkur í þetta ferðalag, án þeirra væri ekki hægt að gera þetta mót eins glæsilegt og það mun vera.

Hlakka til að sjá sem flesta

Ingibjörg (7704642)

Posted on

Pílufélag Fatlaðra

Stofnað hefur verið félag til þess að byggja
upp pílukast fyrir einstaklinga með fötlun

Við leitum að einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja byggja upp og styðja við þetta frábæra verkefni með okkur

Markmið félagsins eru m.a.
-Að setja upp aðstöður um allt land (Eitt spald fyrir standandi einstakling og eitt fyrir sitjandi einstakling, þá geta allir keppt við alla)
– Halda Íslandsmót í flokki fatlaðra einstaklinga
– Taka þátt í Alþjóðlegum mótum og heimsmeistaramóti WDDA*

Allir geta orðið félagsmenn
Sér reglur gilda fyrir þá sem vilja keppa á Íslands- og alþjóðlegum mótum fatlaðs fólks

Við biðjum ykkur um að hafa samband
í síma 770-4642 Ingibjörg eða á netfangið kastid@kastid.is
ef þið viljið taka þátt eða skrá ykkur í félagið

Hægt að leggja beint inn á félagið:
Pílufélag Fatlaðra
Kennitala félagsins: 640119-1360
Reikningsnúmmer: 545-26-7451

Samþykktir félagsins verða settar á heimasíðu þess (í vinnslu)
Félagið hlýðir alþjóðlegum reglum WDDA (*World disability darts)

Gefum sem flestum möguleikan á því að stunda pílukast

Posted on

Frábær helgi að baki

Við skelltum okkur til Neskaupstaðar síðastliðna helgi, og sáum um pílukastmót á landsmóti UMFÍ 50+

Um 40 manns skráðu sig til keppnis, og var baráttan sérstaklega hörð í karlaflokki 50 ára og eldri, hægt er að skoða úrslit mótsins á vef UMFÍ

Virkilega skemmtilegt mót og utanumhald frábært

Við nýttum tækifærið og fórum á fund æskulýðsfulltrúa Fjarðabyggðar, ásamt Friðriki Kristinssyni pílukastara sem hafði þann draum að stofna Pílukastfélag Fjarðabyggðar. Vel var tekið í þá hugmynd og hefur Friðriki verið úthlutað glæsilegt rými í íþróttahúsi Neskaupstaðar. Þar verða sett upp 4 spjöld og munum við aðstoða áfram með formlega skráningu félagsins, æfingar- og keppnisskipulags. Í framhaldi af því er voninn að uppsettar verði aðstöður á Reyðarfirði og Eskifirði.
Friðrik ásamt Sævari Friðriksyni munu vera í forsvari Pílukastfélags Fjarðabyggðar og verður dagskrá og mótaplan gefin út í lok sumars.

Til hamingju Fjarðabyggð

 

Posted on

Hæ hó jibíjej og jibíjej það er að koma 17. júni

Við verðum partur af dagskrá Hafnarfjarðarbæjar á 17. júní og geta allir fengið að prófa að kasta milli 13.30 – 17.00
Við verðum staðsett á Standgötu (bak við fjörðinn)

Við verðum með skemmtilegan leik, þar sem hægt er að vinna glæsilega vinninga

Fullt af öðru skemmtilegu er á dagskrá Hafnarfjarðarbæjar, meðal annars verður bogfimi við hliðina á okkur

Hér má sjá alla dagskránna: 17. júni dagskrá Hafnarfjarðarbæjar

Við hlökkum til að fagna Þjóðhátíðardegi Íslands með ykkur

Posted on

PDC World Cup of Darts hefst í kvöld

Einstök keppni hefst í kvöld í Hamborg þar sem 32 lönd keppa. Tveir keppendur eru frá hverju landi og samanstendur keppnin bæði af einmennings og tvímenningsleikjum.
Í fyrra sigruðu Michael Van Gerwen og Reymond Van Barneveld frá Hollandi, en í ár er Barneveld í fyrsta sinn ekki með.

Ísland er ekki með, við erum algjörir nýliðar í keppni um stig á þessu móti, í fyrra fengum við í fyrsta sinn undankeppni fyrir PDC mót hér heima og munum við endurtaka það í Ágúst í ár. Það skiptir gífurlegu máli að sem flestir íslendingar mæti á það mót, en einnig skiptir máli að íslendingar fari á þessar PDC Nordic og Baltic keppnir erlendis – við erum að jafnaði með 2-3 keppendur á hverju slíku móti. Við erum að klóra í bakkan, og verða sterkari og sterkari í pílukasti

Löndin 32 og keppendur þeirra:

(Seed 1) England – Rob Cross & Michael Smith
(Seed 2) Scotland – Gary Anderson & Peter Wright
(Seed 3) Wales – Gerwyn Price & Jonny Clayton
(Seed 4) Netherlands – Michael van Gerwen & Jermaine Wattimena
(Seed 5) Australia – Simon Whitlock & Kyle Anderson
(Seed 6) Northern Ireland – Daryl Gurney & Brendan Dolan
(Seed 7) Belgium – Kim Huybrechts & Dimitri Van den Bergh
(Seed 8) Austria – Mensur Suljovic & Zoran Lerchbacher
Brazil – Diogo Portela & Artur Valle
Canada – Dawson Murschell & Jim Long
China – Xiaochen Zong & Yuanjun Liu (Qingyu Zhan replaced by Yuanjun Liu)
Czech Republic – Pavel Jirkal & Karel Sedlacek
Denmark – Per Laursen & Niels Heinsøe
Finland – Marko Kantele & Kim Viljanen
Germany – Max Hopp & Martin Schindler
Gibraltar – Dyson Parody & Antony Lopez
Greece – John Michael & Veniamin Symeonidis
Hong Kong – Royden Lam & Kai Fan Leung
Hungary – Pal Szekely & Janos Vegso
Italy – Andrea Micheletti & Stefano Tomassetti
Japan – Seigo Asada & Haruki Muramatsu
Lithuania – Darius Labanauskas & Mindaugas Barauskas
New Zealand – Cody Harris & Haupai Puha
Philippines – Lourence Ilagan & Noel Malicdem
Poland – Krzysztof Ratajski & Tytus Kanik
Republic of Ireland – Steve Lennon & William O’Connor
Russia – Boris Koltsov & Aleksey Kadochnikov
Singapore – Paul Lim & Harith Lim
South Africa – Devon Petersen & Vernon Bouwers
Spain – Cristo Reyes & Toni Alcinas
Sweden – Dennis Nilsson & Magnus Caris
United States of America – Darin Young & Chuck Puleo

Hægt er að horfa á keppnina á www.pdc.tv

Dagskrá mótsins:
Fimmtudag (Hefst 19.00 að staðartíma)
Gibraltar v Japan
Northern Ireland v South Africa
New Zealand v Lithuania
Belgium v Hong Kong
Brazil v Sweden
Wales v Singapore
Hungary v Germany
Scotland v Denmark

Föstudagur (Hefst 19.00 að staðartíma)
China v USA
Italy v Canada
Poland v Czech Republic
Republic of Ireland v Greece
England v Philippines
Austria v Russia
Australia v Finland
Netherlands v Spain

 

Hér má lesa nánar um keppnina: https://www.pdc.tv/news/2019/06/05/2019-betvictor-world-cup-darts-preview

Wikipedia er einnig með góða grein, þar sem hægt er að lesa sig betur til um hvern og einn spilara, löndin og sjá fyrirkomulagið. https://en.wikipedia.org/wiki/2019_PDC_World_Cup_of_Darts

Posted on

Landsmót UMFÍ 50+ – Opið fyrir skráningar

Opnað hefur verið fyrir skráningar á Landsmót UMFÍ 50+

Skráning fer fram hér

Pílukast er partur af opinni dagskrá og verður keppt í 9 pílu leiknum, það hafa því allir tækifæri til þess að taka þátt, líka þeir sem eru yngri en 50

Upplýsingar um pílukastið:

Staðsetning:

Nesskóli

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Ingibjörg Magnúsdóttir               

Sími:

770 4642

Netfang:

imagnusdottir2@gmail.com

Dagur:

Laugardagur 29. júní     

Kl. 10:00 – 18:00

Kynja- og aldursflokkar

Karlar: 49 ára og yngri

Karlar: 50 ára og eldri

Konur: 49 ára og yngri

Konur: 50 ára og eldri

Hér má nálgast alla dagskránna

 

Við hlökkum til að sjá ykkur á Neskaupsstað

Posted on

PDC Nordic & Baltic 23-25. August 2019

English below

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur nýtt samstarf milli Dagar hf. og Kastsins, við munum saman gera PDC mótið í ágúst að stærsta og glæsilegasta alþjóðlega pílumóti sem hingað til hefur verið haldið á Íslandi. Allar upplýsingar verða á Ensku, en ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er óljóst. 


It is our true pleasure to announce a cooperation between us and Dagar hf. for our upcoming PDC Nordic & Baltic tournament in august.

The venue is in Ásbrú, Keflavík – Only 8 min drive from Keflavík Airport
Officera Klúbburinn –
GPS N63° 58′ 1.892″ W22° 35′ 26.525″

There are a couple of hotels and hostels near by, and we are waiting for a reply from some of them.

The two closest are Start Hostel and Eldey Airport

Start Hostel has confirmed the price for a double room 115,- euro pr. night, please email them on start@starthostel.is, and mention that you are there for the darts weekend.

_______________

BB Hotel is offering a 15% discount when ordering through there homepage www.bbhotel.is use the code dart15 
Prices are different depending on demand

_______________

Base Hotel – Please have a look at their homepage first before booking, they might have a better deal on the page www.basehotel.is

The prices the offered us:

Price pr. night, please get info on the rooms on their homepage, some have shared bathrooms:Dorm Bed – 4666ISK

Basic Double (Shared bathroom) – 11815ISK

Comfort Double – (Shared bathroom) – 13515ISK

Triple Room – 22015ISK

Quad Room – 25415ISK

Family Room – 27625ISK

send an email to basehotel@basehotel.is and mention that you are there for the PDC darts

 

We will update you when/if we get more offers on hotels/hostels

More information regarding schedule, will soon be available on www.pdc-nordic.tv 

We encourage you to book your flight and hotel as soon as possible.

 

Posted on

Pílukeppni hjá Keiluhöllinni Egilshöll

Í tilefni þess vað Keiluhöllin hefur sett upp aðstöðu hjá sér verður Pílukeppni á Happy Hour, þriðjudagskvöldið 30. apríl frá kl 21:00 – 23:00, við verðum á staðnum frá klukkan 19.00 og leiðbeinum þeim sem vilja. 

Allar upplýsingar eru hér :

https://www.facebook.com/keiluhollinegilsholl/