Posted on

Kvennapílan styrkist en frekar á heimsvísu

PDC gaf út í gær að þeir ætla að svara kalli kvenna um sterkari pílumót fyrir þær
17. og 18. október næstkomandi verða 4 mót í Cannock, Englandi.
Tvö á laugardeginum, og tvö á sunnudeginum – alveg eins og stigamótin eru hjá okkur hérna á Íslandi

Tvö sæti á HM eru í boði ásamt heildarverðlaunafé upp á 20.000 pund dreift yfir öll fjögur mótin.
Þátttökugjald er 25 pund á mót
Á föstudeginum 16. október á sama stað verður ókeypis Grand Slam qualifyer mót, það sem sigurvegarin fær keppnisrétt á Grand slam of Darts í nóvember

Mótin verða sett upp eins og síðasta „gólf“ mót hjá körlum, passað er upp á tveggja metra regluna og engar snertingar milli fólks.

Hægt er að fljúga til Manchester og taka lest þaðan.

Það má þakka sigrum Fallon Sherrock á síðasta HM þar sem hún sigraði Ted Evetts og Mensur Suljovic að raddir kvenna fá að hljóma hærra í ár.

Virkilega spennandi, og nú liggur það hjá konunum að mæta og sýna hvað í þeim býr.

Lesa alla fréttina á ensku https://www.pdc.tv/news/2020/08/04/pdc-introduce-four-event-womens-series

Skráningar verða hér þegar nær dregur móti www.pdcplayers.com