Úrslit RIG í Pílukasti og dagskrá þessa helgi

Pílukast tók stórt skref á Íslandi um síðustu helgi þegar við vorum partur af Reykjavík International Games (RIG). 48 karlar og 8 konur kepptu og urðu úrslit svo hljómandi:

Sigurvegari karla: Páll Árni Pétursson (PG)
2. sæti: Friðrik Diego (PFR)
3-4. sæti: Kristján Þorsteinsson (PFR) og Sigurgeir Guðmundsson (PA)

Sigurvegari kvenna Ingibjörg Magnúsdóttir (PFR)
2. sæti: María Steinunn Johannesdóttir (PFR)
3-4. sæti: Arna Rut Gunnlaugsdóttir og Petrea Kr. Friðriksdóttir

Ég vill persónulega þakka öllum fyrir alveg hrein frábæra helgi, allt var til fyrirmyndar.
Stjórn PFR á gífurlegt hrós skilið og vill ég biðja ykkur að þakka þeim næst þegar þið sjáið þau, gefið þeim High Five – það er svo sannarlega ekki sjálfsagt að vera með svona öflugt fólk í sjálfboðastarfi.
Arna, Peta, Þorgeir, Jónas, Björgvin TAKK, svo þakka ég líka Matta hjá Live darts Iceland fyrir allan stuðning í við Dartconnect og fyrir að treysta okkur fyrir búnaðnum sínum.

Allir sem tóku myndir á RIG Pílukast, endilega sendið þær á mig. Það er alltaf gaman að safna sögunni saman.

Núna um helgina er helgi númmer tvö á þessu magnaða móti, fullt af íþróttagreinum hafa keppt í dag og eru að keppa alla helgina.
Öll dagskráinn er á www.rig.is

Um helgina er FUN park þar sem við munum kynna pílukast upp í laugardalshöll, báða daga frá 11.30-15

Á sunnudagskvöldinu er partý frá 19 – 21, þar verða þeir einstaklingar heiðraðir sem sigruðu í sinni keppnisgrein. Smáréttarhlaðborð verður.
Við verðum auðvitað á staðnum og það væri frábært ef að fleiri úr píluheiminum sjá sig færa að mæta.
Hægt er að kaupa miða á tix.is (lokar sólahringi fyrir) og kostar kr. 3900 – kr. 4900
Hér má lesa allt um partýið: www.rig.is/party

Sjáumst á sunnudaginn

(0)