Posted on

Ertu búin að skrá þig? Er nafnið þitt á listanum?

Um leið og ég bið ykkur að athuga hvort að ykkar nafn sé á listanum, þá vill ég brýna fyrir því að við vinnum samkvæmt reglum WDF (World Darts Federation).

32 karlar og 6 konur eru skráð nú þegar, og ennþá hægt að skrá sig á síðunni.
Hér er listinn: https://tv.dartconnect.com/eventplayers/rig20b

Pílukast er að verða stærra og stærra og veit ég að þið eruð sammála mér í því að vernda Íþróttina og fólkið sem hana stundar. En góð vísa er aldrei of oft kveðinn.

Hvort sem keppt er í aðildarfélaginu þínu (sem er með aðild af ÍPS), á vegum ÍPS eða á öðum opnum stórmótum sem falla undir reglur WDF, fylgjum við reglum WADA og hér á landi er það Lyfjaeftirlit Íslands sem sér um eftirlit.

Öll ólögleg efni eru stranglega bönnuð (áfengi er löglegt í pílukasti), og getur hvenær sem er komið einstaklingur frá lyfjaeftirlitinu og tekið einstaklinga í lyfjapróf af handahófi hvort sem að er í keppni eða utan keppnis.

Ekki hika við að hafa samband við mig ef einhverjar spurningar eru

Þessi helgi verður mögnuð og ég hlakka til að sjá ykkur á morgun

Af síðu lyfjaeftirliti Íslands:

Hvernig er valið í lyfjapróf?

Til eru þrjár aðferðir til að velja í lyfjapróf:

  1. Valið/dregið af handahófi

  2. Sérstaklega valið (ekki handahófskennt)

  3. Valin sæti fyrirfram (algengt t.d. í einstaklingsíþróttum)

Hvernig fer lyfjapróf fram?

Lyfjapróf hefst þegar íþróttamaður er boðaður í lyfjaprófið og því lýkur þegar lífsýnið (þvag og/eða blóð) er búið að innsigla. Íþróttamaðurinn er sá eini sem meðhöndlar sýnið í gegnum ferlið, skv. leiðbeiningum lyfjaeftirlitsaðila. Lyfjaeftirlitsaðili sér um að fylla út öll eyðublöð og kemur svo sýninu á þar til gerða rannsóknarstofu til greiningar.

Hvar eru sýnin rannsökuð?

Einungis rannsóknarstofur sérstaklega vottaðar af WADA (World Anti-Doping Agency) hafa leyfi til þess að greina sýni íþróttamanna. Engin slík rannsóknarstofa er hér á landi og því eru sýnin send erlendis. Lyfjaeftirlit Íslands sendir flest sýni sem stofnunin tekur til Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi. Algengur tími sem tekur að rannsaka sýnin er um 3-4 vikur. Íþróttamenn eru ekki sérstaklega látnir vita ef um neikvæða rannsóknarniðurstöðu er að ræða.