Við vinnum stöðugt að uppbyggingu pílukasts á Íslandi. Í Október opnum við glæsilega aðgengilega aðstöðu, fylgstu með píluklúbbnum á facebook.

Velkominn MvG

Við skelltum okkur til Cardiff, Wales, í síðustu viku þar sem Winmau var að halda viðburð til þess að fagna komu Michael van Gerwens, númer eitt í heimi, til Winmau.

Viðburðurinn var haldin á Principality Stadium, líka þekkt sem Millennium Stadium, virkilega skemmtilegt að fá að sjá þann magnaða stað.

Um 50 manns voru á viðburðinum og við litla Ísland með, við erum ennþá í skýjunum með að fá þetta flotta boð.

Á viðburðinum voru líka Bobby George, Mark Webster, Paul Nicholson og fleiri stór nöfn, þar má nefna Vitor Charrua a.k.a. “The Grenade”, sem bæði eru að keppa eða vinna innan pílukasts í heiminum.

Það var að sjálfsögðu skálað ( í LÉTTöl )

MvG heimtaði auðvitað mynd með okkur #celebs #bestbudds 

 

Hér má sjá viðtalið sem tekið var á viðburðinum við MvG

 

 

Við erum kominn með takmarkað magn af Michael van Gerwen pílum á lager, hann hannaði fjögur mismunandi tungsten sett og eitt brass sett, verið velkominn í heimsókn að prófa þessar mögnuðu pílur.

Við hlökkum til að geta boðið ykkur upp á mun meira úrval af píluvörum í framtíðinni……