Posted on

Kvennalandsliðið tók hástökk á HM

Dagana 7. til 12. október fór fram Heimsmeistaramót World Darts Federation (WDF), og voru 42 kvennalið og 48 karlalið sem tóku þátt. Heimsmeistaramótið er haldið annaðhvert ár á oddatölu árum. 

Landslið Íslands samanstóð af 
Hallgrími Egilssyni, Pétri Guðmundssyni, Páll Árna Pétursyni og Vitor Charrua
Diljá Töru Helgadóttur, Guðrúnu Þórðardóttur, Ingibjörgu Magnúsdóttur og Petreu Kr. Friðriksdóttur

Keppt var í einmenning, tvímenning og liðakeppni skipt í karla- og kvennaflokk

Karlarnir náðu einu stigi og 44. sæti á heimslista

Íslenska Kvennalandsliðið tók hástökk og fór heim með 9 stig og 26. sæti á heimslista, í tvímenningi kvenna komust Ingibjörg og Petrea í 16 manna útslátt, og í liðakeppninni sigraði liðið Cataloniu, þetta er að við best vitum fyrsta skipti þar sem kvennaliðið sigrar leik í liðakeppninni.
Ef árin á undan eru skoðuð þá var ekki kvennalandslið árið 2017, árið 2015 tóku 28 kvennalið þátt og íslensku konurnar í 28. sæti með 0 stig, árið 2013 voru 23 lönd sem tóku þátt og þær í 21. sæti með 1 stig.

Annar sigur er líka að sjá hversu mörg kvennalið tóku þátt, og hvað aukninginn er gríðarleg hjá konum innan pílunar.

Hægt er að skoða öll úrslit hér

Til hamingju með þennan gríðarlega flotta árangur