PDC – Betfred World Matchplay 18 – 26 júlí

Nú er PDC pílan fyrir alvöru byrjuð, og getum við hlakkað til að sjá úrvalsleiki næstu níu kvöld. Betfred World Matchplay byrjar í kvöld kl 18.00

Leikir kvöldsins eru eftirfarandi
Simon Whitlock v Ryan Joyce
Krzysztof Ratajski v Jermaine Wattimena
James Wade v Keegan Brown
Michael van Gerwen v Brendan Dolan
Gary Anderson v Justin Pipe
Alla dagskránna má finna hér

Ríkjandi sigurvegari þessa móts er Rob Cross og vann hann titilinn árið 2019 með því að sigra Michael Smith 18-13.
Þetta er talið annað stærsta mót í mótaröð PDC, og fara leikir fram fyrir lokuðum dyrum í þetta skipti vegna COVID-19.
En ekki örvænta ÞÚ getur tekið þátt í gleðinni með því að senda inn myndband eða mynd af þér styðja og fagna
Nánar um það hér

Keppendurnir eru 32 og keppa um hin glæsilega Phil Taylor bikar – þetta er 27. skipti sem mótið er haldið og sigraði Phil Taylor þetta mót 16 sinnum, síðast árið 2017 þegar hann gaf út að hann myndi hætta að keppa á PDC mótum – Það var því vel við hæfi að endurskýra verðlaunabikarinn honum til heiðurs.

Heildarverðlaunafé mótsins eru £700.000 og fær sigurvegarinn £150.000 eða u.þ.b 26 milljónir íslenskara króna.
Skipting verðlaunafés:
Sigruvegari – £150,000
2. sæti – £70,000
3.-4. sæti – £50,000
5.-8. sæti – £25,000
9.-16. sæti – £15,000
17.-32. sæti – £10,000

Spilað er
Best af 19 í 32 manna útslætti
Best af 21 í 16 manna útslætti
Best af 31 í átta manna útslætti
Best af 33 í 4 manna útslætti
Úrslitaleikurinn er best af 35
Það þarf að sigra með tveimur leggjum yfir og mest eru spilaðir fimm auka leggir, sjötti leggur er afgerandi ef ekki annar keppandi nær að sigra með tveimur leggjum.
Dæmi : staðan er 9-9 í 32 manna útslætti – þá þarf annar þeirra að ná í 11-9 til að sigra, en mest er spilað upp í 12-12 og þá er sjötti og afgerandi leggurinn spilaður, sá sem sigrar hann – sigrar leikinn.

Hægt er að horfa á leikina í beinni á PDC.TV

(0)