Posted on

PDCNB Pro Tour Iceland skráningar

Opið er fyrir skráningar á PDCNB Pro Tour Iceland 23. -25. ágúst

Í stuttu máli

Þú þarft að skrá þig fyrir 21. ágúst á þau mót sem þú villt keppa á  
Fyrir hvert mót mætiru 2 tímum fyrir og skráir þig inn – þú passar að vera í réttum fatnaði

Hér er allt sem þú þarft að vita (langt en mikilvægt að lesa)

Þú þart ekki að vera skráður í pílufélag, eða vera ofur góður í pílu, þetta er mót fyrir ALLA, og bara skemmtilegt að mæta þessum risum, bætir mann sjálfan.
Mótið er ekki kynjaskipt.
Mótið er haldið í Officeraklúbbnum í Keflavík

ATH! Valdir leikir verða sýndir í beinna af LiveDarts Iceland

Samtals eru 5 mót yfir helgina, 2 á föstudag, 2 á laugardag og 1 á sunnudag.

Dagskrá

  • Föstudag 23/8 2019
    • 16:00 – Europe Tour 11 qualification
      innskráning 14:00 – 15:00
    • 19:00 – Europe Tour 12 qualification
      innskráning 17:00 – 18:00
  • Laugardagur 24/8 2019
    • 11:00 – Pro Tour 5
      innskráning 09:00 – 10:00
    • 19:00 – Europe Tour 13 qualification
      innskráning 17:00 – 18:00
  • Sunnudagur 25/8 2019
    • 11:00 Pro Tour 6
      innskráning 09:00 – 10:00

ET stendur fyrir European Tour Qualification (linkur á upplýsingar á ensku)
Keppnisgjald 60 evrur
Beinn útsláttur
Best af 11
Tapari skrifar leik
Sigurvegari fær þáttökurétt á ET móti síðar á árinu (aðrir ekkert)

PT stendur fyrir Pro Tour Event (linkur fyrir upplýsingar á ensku)
Keppnisgjald 30 evrur
Raðað er eftir stigalista á þetta mót
Stigamót þar sem stig telja á heimslista PDC
Beinn útsláttur
Best af 11
Tapari skrifar leik
Hér er verðlaunafé frá 32. sæti

  • 16 x 50 euro   17-32 sæti
  • 8 x 125 euro  9-16 sæti
  • 4 x 200 euro 5-8 sæti
  • 2 x 300 euro 3-4 sæti
  • 1 x 600 euro 2. sæti
  • 1 x 1,200 euro  Sigurvegari

Verðlaunafé er greitt með millifærslu.

DRA reglur gilda á þessu móti hér má lesa þær á ensku

Það helsta sem þú þarft að vera meðvitaður um varðandi reglur (ef þú ert óviss eða vantar nánari upplýsingar hringdu bara í mig og ég útskýri nánar):

Sér keppnissalur er þar á að vera þögn, ekki er í boði að vera með óþarfa tal og fagnaðarlæti. 

Klæðnaður:
Gallabuksur eru ekki leyfðar, né buksur eða pils úr gallaefni eða einhverju sem líkist gallaefni.
Strigaskór eru ekki leyfðir nema sérleyfir sé fyrir þeim
Íþróttagallar eru ekki leyfðir
Ekki má vera með húfu eða neitt á höfði nema með sérleyfi
Ekki má klæðast peysu eða öðru yfir keppnisfatnað
Keppnistreyja skal vera með kraga
Farið er yfir keppnisfatnað þegar þú skráir þig inn

Skráningar – þurfa að berast í síðasta lagi 21/8 2019
Leið 1:
Þú sendir póst á registration@pdc-nordic.tv með þeim mótum sem þú villt taka þátt í, og hvernig þú villt greiða (paypal eða millifærsla) og færð reikning frá þeim.

Leið 2:
Þú sendir póst á kastid@kastid.is með þeim mótum sem þú villt taka þátt í og við sjáum um að skráninginn fari til PDC og rukkum þig

Ef einhverjar spurningar eru ekki hika við að hafa samband, og ég geri mitt besta í að svara þeim

Enn og aftur viljum við þakka Dagar hf. fyrir að fara með okkur í þetta ferðalag, án þeirra væri ekki hægt að gera þetta mót eins glæsilegt og það mun vera.

Hlakka til að sjá sem flesta

Ingibjörg (7704642)