Við leitum að sal helgina 23-25 Ágúst

Helgina 23-25 Ágúst 2019 verður PDC- Nordic/Baltic mót á Íslandi

Við erum að leita að sal til þess að halda mótið

Skilyrði eru að salurinn þarf að vera tvískiptur,
Einn salur þar sem komast fyrir 8 frístandandi pílubásar, einn bás þarf að lámarki 2m x 4,5m,
og annan sam þar sem hægt er að hafa 3 æfingarbása, setu- og veitingaaðstöðu.

Það þarf að vera hótel í göngufæri frá salnum þar sem mikið af erlendum keppendu mæta

Pílukast er ennþá að riðja sér braut á Íslandi, og því er ekki mikið fjármagn innan hennar hérlendis, (ennþá)

Við leitum að aðila sem vill annaðhvort leiga okkur salinn á góðum kjörum, eða að við fáum salinn frítt og veitingasala verður alfarið í höndum salar eigenda (það er góð sala á svona helgum) reiknað er með um 50 keppendum

PDC tekur alla innkomu keppnisgjalda og því þarf að fjármagna salarleigu með veitingarsölunni

Sýnt er í beinni á youtube og facebook frá mótinu, og mörg þúsund horfa á

Við vonum að þetta vekji áhuga hjá einhverjum, endilega heyrðu í okkur í síma 770-4642 (Ingibjörg) eða á kastið@kastid.is

Byggjum upp pílukast á Íslandi – Saman