Posted on

Hvernig virkar leikurinn Krikket í pílu?

Reglur Krikket með stigum

Markmið leiksins er að vera fyrstur til að loka reitunum 20 til 15 og miðjuna

Þú þarft ekki að taka tölurnar í neinni ákveðri röð

Þú lokar tölunni með því að hitta þrisvar í hana. Ef að þú hittir tvöfaldan reit gildir hann sem tvöfaldt, og þrefaldi gildir þrefalt. 

Fyrsti aðili til að hitta þrisvar í töluna getur haldið áfram að fara í þá tölu og safnar þannig stigum þar til að mótherji hefur lokað henni með því að fara þrisvar í hana.  

Þú vinnur leikinn með því að loka öllum reitum fyrstur ásamt því að þú þarft að vera jafn eða hærri í stigum. 

Græn miðja er einfaldur (25 stig), rauð miðja er tvöfaldur (50 stig)

Dæmi: Pílan fer í einfaldan 20, og næsta fer í þrefaldan 20 þá ert þú búin að loka reitnum ásamt því að fá 20 stig. Mótherji getur því ekki farið í 20 til þess að fá stig. 

Hægt er að spila þennan leik án stiga, þá lokaru tölum og enginn stig skráð, sá sigrar sem lokar öllum tölum fyrst

Það er líka hægt að fara í “Straight” Krikket, þá eru tölurnar teknar í eftirfarandi röð: 20-19-18-17-16-15-búll, sá sem klárar fyrst sigrar. 

PDF skjal til útprentunar :