Ég heiti Ingibjörg Magnúsdóttir og hef mikin áhuga á pílukasti.
Ég hef verið að kasta síðan 2012, var forseti Íslenska pílukast sambandsins 2014-2018
Kom fyrsta Iceland Open af stað, og sá um í nokkur ár ásamt mjög góðu fólki. Í minni forsetatíð, var áfengið tekið út af keppnissvæði, og við réðum fyrsta landsliðsþjálfara barna og ungmenna. Ég hef aðstoðað mörg félög allt um kring á Íslandi að koma sér af stað.
Ég hef nokkrar landsliðferðir að baki, opin mót, WDF world masters, PDC women series og svo má lengi telja.
Ég hef mikin áhuga á því að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að pílu og er að vinna í því þessa mánuðina.
Ef þú hefur einhverja spurningu, ekki hika við að senda mér póst
knús í hús
Ingibjörg
Helstu titlar
501 – 6 stk árin 2016, 2018, 2019, 2021, 2022, 2023
301 – 5 stk árin 2018, 2019, 2020, 2021, 2024,
Krikket- 7 stk árin 2015, 2016, 2017, 2018, 2019, 2022, 2025
Iceland Open 2022
Reykjavik International Games 2020, 2021
Á síðunni hjá mastercaller má fylgjast með leikjum mínum á alþjóðlegum mótum
Ýta hér
