Pílufréttir 21. mars

Tórshavn Open var haldið um helgina og fór góður hópur íslendinga á mótið. Ingibjörg Magnúsdóttir (ég) hreppti 2. sæti í einmenningi kvenna.
Vitor Charrua keppti með Roland Lengren frá Svíðþjóð í tvímenning og hrepptu þeir 2. sæti þar.

Hér má sjá frétt um mótið á Færeysku

Ég mæli klárlega með því að fara á þetta mót, eða hvaða mót sem er í Færeyjum, virkilega vel tekið á móti manni og manni líður eins og heima hjá sér.

Um helgina héldu pílufélög landsins sín innanfélagsmót í 501

Í Reykjavík hjá Pílukastfélagi Reykjavíkur voru það Petrea Kr. Friðriksdóttir og Hallgrímur Egilsson sem urðu Reykjavíkur meistarar

Í tvímenningi sigruðu Einar Möller og Ólafur Sigurjónsson

Á Norðurlandi hjá Píludeild Þórs sigruðu Guðrún Þórðardóttir og Atli Bjarnason, og í tvímenning sigruðu Jónas H. Helgason og Hinrik Þórðarson

Til hamingju með sigurinn öll sem eitt

Pílufélag Akranesar er formlega komið með regluleg mót og æfingar og eru þau á mánudögum og miðvikudögum – hér má sjá allt um það
Til hamingju Akranes með þessa flottu viðbót við íþróttastarfsemi bæjarins

Núna um helgina fer fram Meistari Meistaranna sem er lokað mót þar sem að pílufélög landsins velja sína top spilara og senda til keppnis. Keppt er fram að úrslitaleik, og síðan verður úrslitaleikurinn í beinni þann 5. apríl á RÚV