Posted on

Pílukastfréttir 13. mars

Nokkuð margt búið að gerast síðustu 2 vikurnar, Íslandsmót, PDC-NB mót í Danmörku (engar gloríur gerðar þar en strákarnir okkar stóðu vel í andstæðungunum og sjá má bæði á úrslitum og meðaltölum að gífurleg bæting hefur orðið á okkar mönnum síðasliðið ár)

Helgina 2. og 3. mars var haldið Íslandsmót í 301 á Akureyri

Úrslit:

Íslandsmeistari Karla í 301:
1. sæti Pétur Rúðrik Guðmundsson (PG)

2. sæti Þröstur Ingimarsson (PR)
3. sæti Vitor Charrua (PFR)

Íslandsmeistari Kvenna í 301
1. sæti Ingibjörg Magnúsdóttir (PFR)
2. sæti Petrea Kr. Friðriksdóttir (PFR)
3. sæti Ólafía Guðmundsdóttir (Pílufélag Siglufjarðar)

Tvímenningur karla 
1. sæti Sigurður Aðalsteinsson (PFR) og Þröstur Ingimarsson (PR)
2. sæti Hinrik Þórðarson (Þór) og Jónas Helgason (Þór)
3. sæti Pétur Rúðrik Guðmundsson (PG) og Matthías Örn Friðriksson (PG)

Tvímenningur kvenna
1. sæti Jóhanna Bergsdóttir (Þór) og Ingibjörg Magnúsdóttir (PFR)
2. sæti Petrea Kr. Friðriksdóttir (PFR) og Diljá Tara Helgadóttir (PFR) 
3. sæti Guðrún Þórðardóttir (Þór) og Hrefna Sævarsdóttir (Þór)

Ár hvert eru haldinn Íslandsmót í 501, 301 og Krikket, Íslandsmót félaga og Meistari Meistaranna – allt þetta eru mót sem að Íslenska Pílukastsambandið heldur utan um.

Síðan eru aðildafélögin með sín innanfélagsmót og er eitt slíkt núna um helgina, innanfélagsmót í 501, til þess að hafa þátttökurétt á þeim þarf að vera skráður í félagið.
Hér má finna upplýsingar um mótin um helgina:
Píludeild Þórs á Akureyri
Pílukastfélag Reykjavíkur

Um helgina er líka Tórshavn Open í færeyjum, og eru 10 Íslendingar að fara á það mót.

Mattías Örn hjá LiveDartsIceland er byrjaður með PodCast einu sinni i mánuði þar sem að hann fer vel yfir það helsta í pílukasti.
Hér má hlusta á það: https://soundcloud.com/pilucastid/no1

Við fengum nýja sendingu í gær, og eigum til allt það helsta á lager