Okkar spjöld eru þess virði að bíða eftir

Við fögnum ný tilkomnu píluæði íslendinga og erum þakklát fyrir þegar valið er að versla við okkur, spjöldin okkar eru uppseld hjá framleiðanda og koma til okkar í kringum 28. janúar

Spjöldinn frá okkur eru endingargóð, og vinsæl. Pílufélög landsins nota þau ásamt flestum börum á Íslandi

Okkur langar að vekja athygli á hópnum Hér snýst allt um Pílukast þar sem Pílufélög landsins og einstaklingar auglýsa viðburði og ræða allt er varðar pílukast hérlendis, sem og erlendis

Hópurinn U18 pílukast á facebook er fyrir yngri en 18 ára, og foreldra þeirra. Reglulegar æfingar eru fyrir þau bæði í Reykjavík og Reykjanesbæ
Píludeild Þórs er einnig með reglulegar æfingar fyrir unga fólkið
Og síðan er nýstofnað félag á Akranesi sem hægt er að fylgjast með hér

Ef þú hefur áhuga á að horfa á Íslenska pílukastara þá er um að gera að fylgjast með Live Darts Iceland, þeir sýna reglulega leiki í beinni

Við óskum öllum gleðilegt nýtt píluár, og hlökkum til að kasta með sem flestum ykkar á árinu

Ingibjörg