Andrea Margrét Íslandmeistari stúlkna 2020

Íslandsmót U18 fyrir árið 2020 var haldið laugardaginn 13. febrúar, fresta þurfti mótinu í fyrra vegna Covid og því frábært að byrja árið með því að halda mót fyrir krakkana. Það bæði vekur athygli fyrir framtíðar spilara og gefur þeim sem biðu spenntir í fyrra tækifæri til þess að koma árinu vel af stað.

Stúlkurnar voru þrjár að þessu sinni sem má segja frábært því aðeins einu sinni áður hefur náðst að halda Íslandsmót stúlkna.

Andrea Margrét Davíðsdóttir
Regína Sól Pétursdóttir
Aþena Emma Guðmundsdóttir

Allar þrjár eru ný byrjaðar í pílukasti og enduðu þó nokkrir leikir í miðjunni, þegar leikur hefur ekki klárast í 45 pílum fara báðir keppendur með eina pílu í miðjunna og sá sem er nær sigrar þann legg.

Stúlkurnar spiluðu allar saman í riðli, sú sem var efst í riðli fór sjálfkrafa í úrslita leikinn, og þær sem lentu í öðru og þriðja sæti kepptu sín á milli um að komast í úrslit.

Andrea Margrét sigrar báða sína leiki í riðlinum og var því í efsta sæti og fór beint í úrslit, Regína Sól og Aþena Emma kepptu um að komast í úrslit og sigraði Regína Sól þann leik 3-0, Aþena átti mjög góð tækifæri í öllum leggjunum, og því hefði leikurinn geta farið á báða vegu. 

Úrslitaleiknum var því á milli Andreu og Regínu, Andrea klárar fyrsta legg, og síðan tók Regína næstu tvo. Andrea svarar tilbaka og nær að klára síðustu tvo leikinna og stóð því uppi sem Íslandsmeistari stúlkna 2020. 

Virkilega gaman að sjá áhugan hjá stúlkunum og það verður spennandi að sjá hver verður Íslandsmeistari 2021 í maí. 

Við óskum Andreau innilega til hamingju með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með henni ásamt fleiri stúlkum byrja að æfa pílukast að krafti. 

(0)