Posted on

Til Hamingju Bláskógarskóli Laugarvatn

Í dag bættist pílukast á listan yfir afþreyingu hjá Bláskógarskóla Laugarvatni.

Í Bláskógarbyggð eru þrír grunnskólar sem eru með þemadaga þessa dagana og sameinast skólarnir og eru með margar mismunandi smiðjur, þar sem börnin geta lært og prófað heilan helling. Ég fékk þann heiður að sjá um pílukast smiðjuna.
Þar voru margir áhugasamir krakkar, og var fróðlegt að sjá að þau sem að lýstu því yfir í byrjun að geta ekki reiknað saman, voru í lok smiðjunar farinn að plúsa þetta allt saman nokkuð örugglega.

Grunnskólin hefur sett upp tvö spjöld og mun í framhaldi bjóða upp á að hægt sé að æfa sig í pílukasti.

Innilega til hamingju, ég hlakka til að kíkja í heimsókn aftur

Posted on

JDC – Gibraltar U18

U18 landslið Íslands er nú statt í Gibraltar ásamt 15 öðrum liðum.

Löndin sem keppa eru: Bandaríkin, Írland, Kanada, Indland, England, Wales, Ísland, Kína, Tékkland, Spánn, Skotland, Holland, Gibraltar, Nýja Sjáland, Ástralía og Danmörk

Mörg þeirra eru með tvö 4 manna lið með sér, þannig að þetta eru 25 lið sem munu keppa í dag

Ísland er í dag í riðli með Gibraltar A, Holland B, Indland A, og Kína B

Þetta eru þrjú mót yfir þrjá daga, Í dag er JDC World Cup þar sem að keppt er í liðakeppni (liðinn keppa í einmenning, tvímenning og 4 mannakeppni), á morgun er JDC International Open þar sem er keppt í einstaklingskeppni, beinn útsláttur og föstudag er Scott farms þar sem eru riðlar á undan og síðan útsláttur.

Hér eru helstu linkar til þess að fylgjast með:

Heimasíða JDC þar sem öll mótin eru útskýrð

Facebook síða JDC (muna að styðja með því að gera LIKE) 

Dartconnect þar sem hægt er að fylgjast með ölum leikjum í beinni

Youtube rás JDC þar sem valdir leikir eru í beinni

 

Við hlökkum til að fylgjast með næstu 3 daga, og óskum drengjunum góðs gengis

Posted on

Til Hamingju Hörðuvallaskóli

Við óskum Hörðuvallaskóla til hamingju með að vera búin að bæta pílukasti við sem valfag í skólanum

Fyrr í vikunni settum við upp aðstöðu hjá þeim og í dag var fyrsti tíminn, ég fékk að vera með í dag að kenna undirstöðuatriði pílukast og verð áfram með þeim næstu vikur.

Það er gífurlega dýrmætt að geta byrjað að kenna pílukast snemma, og hver veit nema að næsta íslandsmót unglinga verði risa stórt?

Pílukast er skemmtileg leið til þess að bæta stærðfræði

Ef að aðrir skólar hafa áhuga, ekki hika við að hafa samband hvort sem það er að fá aðstoð við að komast af stað eða uppsettningu á aðstöðu.

Posted on

Fyrirtækjakeppni í pílukasti

Við kynnum í samstarfi við Krómbacher á Íslandi  Fyrirtækjakeppni í pílukasti

Fyrirkomulag keppnis fer eftir fjölda liða

Skráning skal berast í síðasta lagi 1. október 2019

Keppt er einu sinni í mánuði á eftirfarandi dagsetningum:

2019 : 18. október, 15. nóvember, 13. desember
2020: 10. janúar, 7. febrúar, 6. mars, 17. apríl

13. september er opið kvöld þar sem hægt er að mæta, prófa, kaupa pílur og læra grunnatriðinn í pílukasti

Í hverju liði skulu vera að lámarki 4 liðsmenn,
ekkert hámark er á fjölda liðsmanna.
Allir skulu vera skráðir á sama vinnustað (hægt er að bæta við liðsmönnum eftir þörfum)

Aðalvinningurinn er
starfsmannapartý fyrir vinnustaðinn* 
í boði Krómbacher á Íslandi
ásamt fleiri veitingum frá
Kalla K innfluttningsaðila Krómbacher á Íslandi.

Keppnisgjald er kr. 35.000,- á lið (fyrir alla keppninna)

Skráningar og nánari upplýsingar á kastid@kastid.is
og í síma 770-4642 – Ingibjörg
*hámarksfjöldi salurinn rúmar eru 100 manns

PDF til útprenntunar má sækja hér