Posted on

Lærðu að spila Krikket eins og Íslandsmeistari – Ókeypis!

Við (Vitor og Ingibjörg) eigendur www.kastid.is erum margfaldir Íslandsmeistarar í Krikket og viljum deila okkar reynslu með ÞÉR!

Á morgun (fimmtudag) munum við fara yfir grunnatriðinn í píluleiknum Krikket, og segja ykkur frá öllum okkar bestu „leyndarmálum“

Við verðum einnig með pílur á staðnum og er öllum velkomið að prófa og finna sett sem hentar þeim

Allir eru velkomnir – forvitnir, byrjendur, nýlegir, og reyndir spilarar.
Tangarhöfði 2 (Pílukastfélag Reykjavíkur)
Húsið opnar kl 18.00
Kennslan hefst 18.30 

Úrvalsdeildinn í pílukasti verður að sjálfsögðu í beinni á staðnum

Fyrir þá sem vilja er síðan Krikket keppni kl 20.00 (skráning í síðasta lagi 19.30 fyrir þá sem vilja vera með)

Við hlökkum til að sjá ykkur

Posted on

Nýliða og Krikketkvöld hjá PFR

Næstkomandi fimmtudag þann 21. febrúar munum við sjá um krikketkvöld hjá Pílukastfélagi Reykjavíkur, við verðum með byrjenda kennslu á undan og síðan byrjar krikket keppnin kl 20.00

Við verðum með úrval af pílum á staðnum, hægt er að prófa og finna pílur sem henta manni (líka þeir sem ekki ætla að keppa)

Krikket er einfaldur leikur sem krefst ekki að taka út á tvöföldum reit, því er hann kjörinn fyrir byrjendur. Við förum yfir reglur og góða púnkta sem vert er að hafa í huga í leiknum. Bæði fyrir alveg nýja og nýlega spilara

Þessi viðburður er opin öllum og kostar ekkert að taka þátt.

Húsið opnar 18.00

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Taktu meistaramánuðinn með trompi!
Mættu og fáðu góð ráð hjá þessum meistara:

Posted on

Íslandsmót í 301

Íslandsmót í 301 verður haldið 2. og 3. mars næstkomandi hjá Píludeild Þórs á Akureyri.

Dagskrá

2. mars
Einmenningur karla og einmenningur kvenna
Húsið opnar kl. 10.00
Keppni hefst kl. 12.00
Keppnisgjald kr. 2.500,-
Skráning hér
ATH!!!! Skráningu lýkur 27. febrúar 2019 kl. 23:59

______________________________________________________________________________

3. mars
Tvímenningur karla og tvímenningur kvenna
Húsið opnar kl. 10.00
Byrjað að spila kl. 11.00
Keppnisgjald kr. 3000,- (fyrir parið)
Skráning hér
Skráningu lýkur 2. mars kl. 18:00

Viðburðurinn á facebook

Þetta mót er á vegum Í.P.S, keppendur þurfa að vera skráðir í aðildarfélag innan Í.P.S og búnir að greiða félagsgjald til þeirra.
Aðeins er leyft vatn á keppnissvæði – sér aðstaða er fyrir aðra drykki

Posted on

Skoska Opna er hafið

Ár hvert fara að minnsta kosti 10 íslendingar á skoska opna, í ár er enginn undartekning.

Á fimmtudegi fyrir mót er vinaleikur milli Íslands og Skotlands og er hann haldinn á pöbb rétt hjá keppnisstaðnum sjálfum, í ár endaði það 12-2 fyrir Skotlandi.

Á föstudögum er svokallað „threesome“ mót þar sem að 2 karlar og 1 kona eru lið og keppa í beinum útslætti

Á laugardögum er einmenningur, og á sunnudögum tvímenningur
Allir leikir eru beinn útsláttur

12 íslendingar eru skráðir til keppnis í dag, 2 leikir eru loknir
má skoða drátt og úrslit hér:
http://www.sdadarts.com/ScottishOpen2019Singles130220194.html

#áframísland #pílukast #komasvo

Hluti af hópnum ( mynd fenginn af facebook)
Posted on

Hópferð á Tórshavn Open 2019

Við erum að hrað skipuleggja hópferð til Færeyja, á Tórshavn Open 2019

Það þarf að hafa hraðar hendur því við þurfum að klára að bóka staðfestingargjald fyrir flugið 7. febrúar (5000kr- fæst ekki endurgreitt)
Öllum er að sjálfsögðu velkomið að taka ákvörðun síðar, bóka sjálf en vera samferða okkur

Flogið er með Atlantic Airways 15. mars kl 10:20 og lent heima á Íslandi 18 mars kl 13:30, gist er á Hótel Streym sem er í 10 min akstursfæri frá keppnisstað.
Ef þið viljið slást í hópinn eru allar upplýsingar í hópnum Færeyjar ferð 2019 eða hafa samband við okkur á kastid@kastid.is eða hringja í síma 770-4642

Flugið kostar 1.835 danskar krónur ca. 35.000kr
Hótel Streym verð: tveir saman í herbergi 761 danskar krónur – einstaklings herbergi 591 danskar krónur með morgunmat.

Ekki hafa áhyggjur ef þú þekkir okkur lítið eða ekkert, við tökum vel á móti öllum og hvað er betra en 3 dagar í góðum hópi, með pílu og ííííískaldan „pilsner“ við hönd

Facebook viðburðurinn

Facebook hópur fyrir ferðinna

P.S. Þetta er skemmtiferð, og er 20 ára aldurstakmark með hópnum

Posted on

Samantekt dagsins – Frábær framistaða hjá Pétri og Vitor!

Pétur R. Guðmundsson keppti í einmenning á Hollenska Opna í dag, hann byrjar leik í 4096 manna útslætti – Erum við ekki að grínast með fjöldan, vá!
Hann sigrar fyrstu 3 leikinna og kemst í 512 manna útslátt þar sem að hann fær hollenska landsliðsmanninn Martijn Kleermaker, Pétur tapar þeim leik 3-0
Virkilega flott framistaða hjá Pétri og gífurleg reynsla sem mun nýtast öllum hér heima líka því að því meiri reynslu hinir einstöku spilarar fá, því betri verða þeir = því betri verðum við að verða til að sigra þá Win-Win!

PDC-NB 1

Hallgrímur Egilsson keppti við Daniel Jensen, Halli sigrar fyrstu 3 leggina, en tapar næstu 6

Ægir Björnsson keppti við Niels Hansen, í frekar jöfnum leik. Ægir tapar 5-6

Vitor Charrua keppti við Hinrik Primdal og tapar 5-6, frekar jafn leikur líka

Mattías Friðrikson sigrar sinn leik á móti Christer Gellerman 6-5, en tapar síðan næsta leik á móti Robert Wagner, hann eins og Halli byrjar á því að sigra fyrstu 3 leggina, en tapar síðan næstu 6

Euro Qualifier 6

Ægir Björnsson og Mattías Friðrikson tapa báðir í 32 manna útslætti,
Halli Egils nær í 16 manna útslátt þar sem að hann tapar fyrir Kim Viljanen

Vitor Charrua kemst alla leið í 4 manna útslátt þar sem Kim Viljanen aftur var á ferðinni og slær Vitor út 6-3

Virkilega vel af sér vikið hjá Vitor, að minni bestu vitund hefur íslendingur ekki áður komist svona langt í Euro Qualifier móti – correct me if i’m wrong!

Posted on

Hvað er að frétta?

Pétur R. Guðmundsson og Davey Verploegh komust í 128 manna í tvímenning á Hollenska Opna í gær, útslátturinn byrjaði í 2048 pörum! VÁ! Pétur og Davey sigra 4 leiki. Þeir fá síðan Darryl Fitton og Nijman í 128 manna, þeir fá nokkur tækifæri á að taka út en tapa því miður 3-0

Hollenska opna er líklega stærsta opna mót í heiminum, í dag er keppt í einmenning og karlarnir byrja útsláttin í 4096, og spilar Pétur á móti Willem van de Ven klukkan 13.20 að staðartíma.
Það þarf að sigra 12 leiki til þess að standa uppi sem sigurvegari – það er mun minna yfirþyrmandi að hugsa þetta þannig heldur en gríðarlegan fjölda keppenda.
Hér er hægt að skoða dráttinn https://www.dutchopendarts.nl/dfw/DutchOpen2019MenSingles.pdf
Það verða sýndir leikir live á youtube rás þeirra:


PDC-NB

Í gær voru tvær Euro Tour keppnir á PDC-NB, sigurvegarinn frá hverri keppni fær keppnisrétt á einu af Euro Tour keppnunum síðar á árinu. Í gær var keppt um keppnisrétt fyrir 26/4 – 28/4, Saarbrucken, Þýskalandi og 3/5 – 5/5, Graz, Austuríki
Ægir Björnson og Vitor Charrua lentu á móti hvor öðrum í fyrsta leik í seinni keppninni, og var það gríðarlega spennandi og flottur leikur
Vitor sigrar 6-4

Í dag er Pro Tour NB og Euro Tour 6
Hægt er að fylgjast með öllu á Dartconnect og á youtube rás Live darts Iceland




Posted on

Fleiri og fleiri Íslendingar sækja í erlend mót

Fyrsta mót PDC-Nordic Baltic 2019 er um helgina og er það haldið í Svíþjóð, 4 Íslendingar keppa á mótinu.
Smá nörda staðreynd: Ísland er með hæðsta hlutfall þáttakenda miða við innbyggjendur í landinu.

LandInnbyggjendurKeppendur
Ísland339.4214
Danmörk5.766.65822
Noregur5.381.3663
Svíþjóð10.024.19721
Letland1.918.8072
Finnland5.553.6435
Lithauen2.869.3802

Live Darts Iceland er á staðnum og munu þeir sýna leiki í beinni – Ég vill sérstaklega hrósa þeim fyrir þær framfarir sem að þeir eru að skapa innan pílunar, það eru algjör forréttindi að fá að fylgjast með leikjum í beinni. Við getum sýnt okkar stuðning með því að gerast áskrifendur á Youtube rás þeirra, og fylgja þeim á helstu samfélagsmiðlum

👏👏👏 Takk Live Darts Iceland 👏👏👏

Dartconnect verður notað á PDC NB og hægt að fylgjast með og skoða leikina hér :  tv.dartconnect.com

Annað RISA mót er um helgina og eru feðgarnir Pétur Rúðrik og Alex Máni staddir á því móti. Það er að sjálfsögðu Hollenska Opna, og er þetta í fertugasta sinn það er haldið, leikir verða sýndir í beinni Youtube rás þeirra:
https://www.youtube.com/user/NederlandseDartsBond

Hér má skoða dráttinn: https://www.dutchopendarts.nl/en/draw-2019-en?fbclid=IwAR2LXx2P20f-dP-fbkCWlv7LuinvueS7EHmO3Qy4mcy6MtUbMq6_k7rsaWU

Við óskum þeim öllum góðs gengis