Posted on

Gerwyn Price sektaður um 3,4 milljónir ísk. króna

DRA eða Dart Regulation Authority sektaði Gerwyn Price um 21.500 Pund eða u.þ.b 3,4 milljónir fyrir óviðunandi hegðun bæði í leik og á samfélagsmiðlum

Bæði í átta manna útslætti og í úrslitaleiknum á HM í pílukasti var hegðun Gerwyn Price dæmd óíþróttamannsleg. Öskur og fagnaðarlæti hans voru dæmd sem tilraun til þess að koma andstæðing hans úr jafnvægi.
Gerwyn hefur áður fengið viðvörun og tiltal vegna hegðun sinnar í leik, og vegna óviðeigandi pósta á samfélagsmiðlum.

Hann var því sektaður og settur í skilorð í 6 mánuði eða til og með 11 júní, brjóti hann skilorð fær hann leikbann í 3 mánuði frá öllum keppnum sem heyra undir reglur DRA
Sektirnar voru 8000 pund fyrir óviðunandi hegðun í áttamanna úrslitum
2000 pund fyrir óviðunandi hegðun í úrslitaleik og 1500 pund fyrir óviðunandi skriftir á samfélagsmiðlum.

Hér má lesa niðurstöðu DRA í heild sinni á ensku

Hér má skoða önnur brot og sektir sem einstaklingar hafa fengið í gegnum tíðina: Heimasíða DRA


Posted on

Petrea Kr. Friðriksdóttir og Karl Helgi Jónsson Íslandsmeistarar Öldunga árið 2019

Íslandsmeistaramót Öldunga fór fram í dag hjá Pílukastfélagi Reykjavíkur að Tangarhöfða 2

21 karlar og 3 konur tóku þátt og er það í fyrsta sinn í sögu pílukasts á Íslandi að næg þátttaka sé til þess að halda sér kvenna mót

Petrea Kr. Friðriksdóttir sem er margfaldur Íslandsmeistari í öðrum greinum innan pílukasts sigraði Sísí Ingólfsdóttur 5-0 í úrslitaviðureigninni

Karla meigin var það Karl Helgi Jónsson sem bar sigur úr bítum er hann sigraði Friðrik Diego 5-1 í úrslitum
Í 3. og 4. sæti voru Björgvin Sigurðsson og Þorgeir Guðmundsson

Hér má skoða alla leiki dagsins: Dartconnect

Við óskum sigurvegurum tilhamingju með flottan árangur

Petrea og Karl Helgi
Posted on

Íslandsmót Öldunga hafið

Íslandsmót Öldunga hófst um kl 11 í morgun, og er það eitt af fimm Íslandsmótum sem að Íslenska Pílukastsambandið heldur utan um, til þess að vera gjaldgengur á Íslandsmóti Öldunga þarf einstaklingur að verða 50 ára eða eldri á árinu

Íslenska Pílukastsambandið (Í.P.S) er regnhlífin yfir öll félög á landinu og keppnisrétt á Íslandsmótum hafa allir sem eru skráðir í eitt af skráðum félögum hjá Í.P.S
Félög sem óska eftir því að verða skráð hjá Í.P.S geta haf samband við þá á dart@dart.is

21 karlar og 3 konur eru skráð til keppnis í dag, og er þetta í fyrsta sinn í sögu Í.P.S að það er haldið sér Öldungamót kvenna
Til Hamingju Konur !

Íslandsmót Öldunga var fyrst haldið árið 1999, og hefur síðan þá verið haldið 11 sinnum, þar er Þorgeir Guðmundson ríkjandi Öldungameistari, en alls hefur hann unnið þetta mót 7 sinnum, árin 1999, 2009, 2011, 2012, 2015, 2017, 2018.
Þorgeir er skráður til keppnis í dag – Mun hann landa áttunda titlinum ?

Það er hægt að fylgjast með gangi leikja inn á DartConnect

Við hjá Kastinu óskum öllum góðs gengis í dag

Megi kastið vera með ykkur

Posted on

Verðlaunafé á PDC mótum hækkar

Veruleg hækkun varð á verðlaunafé PDC á mótum árið 2018, í dag var gefið út hve háar upphæðirnar verða 2019 og aftur er veruleg hækkun
– það borgar sig að verða góður í pílukasti
Heildarverðlaunafé er yfir 14 milljón punda, á gengi dagsins er það já HEILL HELLINGUR!

Hér má skoða lista yfir hin ýmsu PDC mót og hvernig verðlaunafé er dreift á þeim.

Við á Íslandi erum með PDC Nordic-Baltic mót í Ágúst sem er hluti af „Overseas Senctioned Tours“ og er verðlaunafé þar er eftirfarandi:

  • 16 x 50 euro =     800 euro    Last 32
  • 8 x 125 euro =   1,000 euro    Last 16
  • 4 x 200 euro =     800 euro   Q F
  • 2 x 300 euro =     600 euro   S F
  • 1 x 600 euro =     600 euro   Runner-up
  • 1 x 1,200 euro =   1,200 euro   Winner


Posted on

Fékkstu ekki nóg? Meiri píla í beinni fyrir ALLA

Heimsmeistaramóti PDC er nú lokið og var það Michael Van Gerwen sem sigraði, er þetta hans þriðji heimsmeistaratitill.

Á morgun laugardag hefst stærsta mót BDO (British Darts Organisation) „World Professional Championship“ hið víð fræga Lakeside mót.
Lakeside var fyrst haldið árið 1978 og er eitt af elstu heimsmeistaramótum í pílukasti (World Darts Federation hefur haldið heimsmeistaramót síðan 1977 þar sem landsliðin taka þátt).
Á árunum 1978 og til ársins 1993 voru bara þessi tvö heimsmeistaramót, en rígur myndaðist á milli top spilarana og stjórnar BDO sem olli því að top spilararnir sögðu sig úr BDO og stofnuðu PDC (Professional Darts Corporation) og hafa þau nú haldið mót í sitt hvoru lagi síðan 1994

Allir leikir eru sýndir í beinni á youtube rás BDO og eru opnir öllum

YOUTUBE RÁS BDO

Mótið er frá 5. janúar til 13. janúar

Dagskrá næstu 2 daga

Laugardag
A

13:00 – Mark McGeeney (ENG) v Derk Telnekes (NED)

14.15 – Jim Widmayer (USA) v Nigel Heydon (ENG)

15.30 – Lisa Ashton (ENG) v Mikuru Suzuki (JPN)

16.00 – Martin Phillips (WAL) v Conan Whitehead (ENG)

Kvöld

19:00 – Paul Hogan (ENG) v Wesley Newton (ENG)

20.15 – Sharon Prins (NED) v Roz Bulmer (ENG)

20.45 – Mal Cuming (AUS) v Justin Thompson (AUS)

22.00 – Wesley Harms (NED) v Tony O’Shea (ENG)

SunnudagA

13:00 – Scott Waites (ENG) v Jeffrey Van Egdom (BEL)

14.15 – Brian Lokken (DEN) v Krzysztof Kciuk (POL)

15.30 – Deta Hedman (ENG) v Maria O’Brien (ENG)

16.00 – Richard Veenstra (NED) v Jim Widmayer (USA)/Nigel Heydon (ENG)

Kvöld

19:00 – Roger Janssen (BEL) v Wouter Vaes (NED)

20.15 – Fallon Sherrock (ENG) v Corrine Hammond (AUS)

20.45 – Mark McGrath (NZL) v Adam Smith-Neale (ENG)

22.00 – Wayne Warren (WAL) v Mark Layton (WAL)MA


Posted on

Okkar spjöld eru þess virði að bíða eftir

Við fögnum ný tilkomnu píluæði íslendinga og erum þakklát fyrir þegar valið er að versla við okkur, spjöldin okkar eru uppseld hjá framleiðanda og koma til okkar í kringum 28. janúar

Spjöldinn frá okkur eru endingargóð, og vinsæl. Pílufélög landsins nota þau ásamt flestum börum á Íslandi

Okkur langar að vekja athygli á hópnum Hér snýst allt um Pílukast þar sem Pílufélög landsins og einstaklingar auglýsa viðburði og ræða allt er varðar pílukast hérlendis, sem og erlendis

Hópurinn U18 pílukast á facebook er fyrir yngri en 18 ára, og foreldra þeirra. Reglulegar æfingar eru fyrir þau bæði í Reykjavík og Reykjanesbæ
Píludeild Þórs er einnig með reglulegar æfingar fyrir unga fólkið
Og síðan er nýstofnað félag á Akranesi sem hægt er að fylgjast með hér

Ef þú hefur áhuga á að horfa á Íslenska pílukastara þá er um að gera að fylgjast með Live Darts Iceland, þeir sýna reglulega leiki í beinni

Við óskum öllum gleðilegt nýtt píluár, og hlökkum til að kasta með sem flestum ykkar á árinu

Posted on

Úrslit í kvöld kl 20.00

Í kvöld klukkan 20.00 hefst úrslita leikur í William Hill Championship, Michael van Gerwen og Michael Smith keppa þar um heimsmeistara titilinn

Undan úrslitinn voru 30 desember og keppti Michael Smith við Nathan Aspina í æsispennandi leik þar sem Nathan aftur var kominn 2-0 undir áður en að hann fór að klóra í bakið á Michael Smith
Leikur MvG og Gary Anderson var frekar leiðinlegur þar sem að MvG valtaði algjörlega yfir Gary Anderson
Ég held að leikur kvöldsins verði spennandi og jafn því að Smith getur veitt MvG góða mótspyrnu, meðaltöl eru svipuð, en Smith er með mun fleiri 180 yfir heildar keppnina en MvG

Lítum aðeins á meðaltöl og leið þeirra að úrslitum:

Hver sigrar verður spennandi að sjá, og hlakka ég til þess að horfa