Posted on

Við verðum á Opnunarmóti Þórs

Við munum keppa á opnunarmóti Þórs á morgun laugardag, í kvöld er einnig Luckydraw og vonandi náum við því.
Við verðum allavega á staðnum einhvað í kvöld.

Við verðum með einhvað af pílum með okkur, endilega pikkaðu í okkur og fáðu að prófa og kaupa draumapílusettið eða kláraður jólagjöfina  <3

Hér má lesa allt um mótið: http://thorsport.is/frett/?id=13749

Hlökkum til að sjá sem flesta

Posted on

Kvennalandsliðið tók hástökk á HM

Dagana 7. til 12. október fór fram Heimsmeistaramót World Darts Federation (WDF), og voru 42 kvennalið og 48 karlalið sem tóku þátt. Heimsmeistaramótið er haldið annaðhvert ár á oddatölu árum. 

Landslið Íslands samanstóð af 
Hallgrími Egilssyni, Pétri Guðmundssyni, Páll Árna Pétursyni og Vitor Charrua
Diljá Töru Helgadóttur, Guðrúnu Þórðardóttur, Ingibjörgu Magnúsdóttur og Petreu Kr. Friðriksdóttur

Keppt var í einmenning, tvímenning og liðakeppni skipt í karla- og kvennaflokk

Karlarnir náðu einu stigi og 44. sæti á heimslista

Íslenska Kvennalandsliðið tók hástökk og fór heim með 9 stig og 26. sæti á heimslista, í tvímenningi kvenna komust Ingibjörg og Petrea í 16 manna útslátt, og í liðakeppninni sigraði liðið Cataloniu, þetta er að við best vitum fyrsta skipti þar sem kvennaliðið sigrar leik í liðakeppninni.
Ef árin á undan eru skoðuð þá var ekki kvennalandslið árið 2017, árið 2015 tóku 28 kvennalið þátt og íslensku konurnar í 28. sæti með 0 stig, árið 2013 voru 23 lönd sem tóku þátt og þær í 21. sæti með 1 stig.

Annar sigur er líka að sjá hversu mörg kvennalið tóku þátt, og hvað aukninginn er gríðarleg hjá konum innan pílunar.

Hægt er að skoða öll úrslit hér

Til hamingju með þennan gríðarlega flotta árangur

Posted on

Til Hamingju Bláskógarskóli Laugarvatn

Í dag bættist pílukast á listan yfir afþreyingu hjá Bláskógarskóla Laugarvatni.

Í Bláskógarbyggð eru þrír grunnskólar sem eru með þemadaga þessa dagana og sameinast skólarnir og eru með margar mismunandi smiðjur, þar sem börnin geta lært og prófað heilan helling. Ég fékk þann heiður að sjá um pílukast smiðjuna.
Þar voru margir áhugasamir krakkar, og var fróðlegt að sjá að þau sem að lýstu því yfir í byrjun að geta ekki reiknað saman, voru í lok smiðjunar farinn að plúsa þetta allt saman nokkuð örugglega.

Grunnskólin hefur sett upp tvö spjöld og mun í framhaldi bjóða upp á að hægt sé að æfa sig í pílukasti.

Innilega til hamingju, ég hlakka til að kíkja í heimsókn aftur

Posted on

JDC – Gibraltar U18

U18 landslið Íslands er nú statt í Gibraltar ásamt 15 öðrum liðum.

Löndin sem keppa eru: Bandaríkin, Írland, Kanada, Indland, England, Wales, Ísland, Kína, Tékkland, Spánn, Skotland, Holland, Gibraltar, Nýja Sjáland, Ástralía og Danmörk

Mörg þeirra eru með tvö 4 manna lið með sér, þannig að þetta eru 25 lið sem munu keppa í dag

Ísland er í dag í riðli með Gibraltar A, Holland B, Indland A, og Kína B

Þetta eru þrjú mót yfir þrjá daga, Í dag er JDC World Cup þar sem að keppt er í liðakeppni (liðinn keppa í einmenning, tvímenning og 4 mannakeppni), á morgun er JDC International Open þar sem er keppt í einstaklingskeppni, beinn útsláttur og föstudag er Scott farms þar sem eru riðlar á undan og síðan útsláttur.

Hér eru helstu linkar til þess að fylgjast með:

Heimasíða JDC þar sem öll mótin eru útskýrð

Facebook síða JDC (muna að styðja með því að gera LIKE) 

Dartconnect þar sem hægt er að fylgjast með ölum leikjum í beinni

Youtube rás JDC þar sem valdir leikir eru í beinni

 

Við hlökkum til að fylgjast með næstu 3 daga, og óskum drengjunum góðs gengis

Posted on

Til Hamingju Hörðuvallaskóli

Við óskum Hörðuvallaskóla til hamingju með að vera búin að bæta pílukasti við sem valfag í skólanum

Fyrr í vikunni settum við upp aðstöðu hjá þeim og í dag var fyrsti tíminn, ég fékk að vera með í dag að kenna undirstöðuatriði pílukast og verð áfram með þeim næstu vikur.

Það er gífurlega dýrmætt að geta byrjað að kenna pílukast snemma, og hver veit nema að næsta íslandsmót unglinga verði risa stórt?

Pílukast er skemmtileg leið til þess að bæta stærðfræði

Ef að aðrir skólar hafa áhuga, ekki hika við að hafa samband hvort sem það er að fá aðstoð við að komast af stað eða uppsettningu á aðstöðu.

Posted on

Fyrirtækjakeppni í pílukasti

Við kynnum í samstarfi við Krómbacher á Íslandi  Fyrirtækjakeppni í pílukasti

Fyrirkomulag keppnis fer eftir fjölda liða

Skráning skal berast í síðasta lagi 1. október 2019

Keppt er einu sinni í mánuði á eftirfarandi dagsetningum:

2019 : 18. október, 15. nóvember, 13. desember
2020: 10. janúar, 7. febrúar, 6. mars, 17. apríl

13. september er opið kvöld þar sem hægt er að mæta, prófa, kaupa pílur og læra grunnatriðinn í pílukasti

Í hverju liði skulu vera að lámarki 4 liðsmenn,
ekkert hámark er á fjölda liðsmanna.
Allir skulu vera skráðir á sama vinnustað (hægt er að bæta við liðsmönnum eftir þörfum)

Aðalvinningurinn er
starfsmannapartý fyrir vinnustaðinn* 
í boði Krómbacher á Íslandi
ásamt fleiri veitingum frá
Kalla K innfluttningsaðila Krómbacher á Íslandi.

Keppnisgjald er kr. 35.000,- á lið (fyrir alla keppninna)

Skráningar og nánari upplýsingar á kastid@kastid.is
og í síma 770-4642 – Ingibjörg
*hámarksfjöldi salurinn rúmar eru 100 manns

PDF til útprenntunar má sækja hér

Posted on

Upphitunarmót fimmtudaginn 22. ágúst

Upphitunarmót

Við verðum með upphitunarmót fyrir PDC mótin
fimmtudaginn 22. ágúst kl. 19.30 á keppnisstað ( gamli officeraklúbburinn, Ásbrú)
Keppnisgjald kr. 1.500,-
Singles 501 – riðlar
Skráning á staðnum til 19.00
eða SMS í síma 770-4642

Hlökkum til að eyða magnaðri píluhelgi með ykkur


Warm up tournament

We will have a warm up tournament at the venue ( The offisersclub, Ásbrú)
thursday the 22. of august at 19.30 – registration at venue until 19.00
Entryfee ISK 1.500,-
Singles 501 –  Round Robin

We look forward seeing you at the venue

Posted on

Unglingalandsmót UMFÍ

Virkilega góð mæting var í dag í pílukast á unglingalandsmóti UMFÍ, keppt var í níu pílna leik þar sem hver um sig fékk níu pílur og stig skráð niður sem skoruð voru.

149 ungmenni á aldrinum 11-18 ára mættu í dag og kepptu.

66 stúlkur og 83 drengir.
Meðaltal stúlkna í dag var 98  og drengja 113

Hér eru hæstu skor dagsins:

Stúlkur
Borghildur með 208 stig
Guðrún Karítas með 200 stig
Sigurborg með 182 stig

Drengir
Davíð Már með 201 stig
Hafsteinn Thor með 188 stig
Heimir Már með 183 stig

Hægt er að mæta milli 10-15 á morgun í báruna til þess að reyna að toppa þessi skor og komast á verðlaunapall

Keppni lýkur 15.00 sunnudag!

 

Posted on

Pílukast á unglinga landsmóti UMFÍ

Við erum á ferð og flugi í sumar, og næstkomandi helgi – um versló verðum við á Höfn í Hornafirði með pílukast á landsmóti UMFÍ

Við munum keppa í níu pílna leiknum okkar sem gerir það einfalt fyrir alla skráða á mótið að stoppa við hjá okkur og kasta níu pílum – hægt er að skrá sig í píluna hjá okkur, en skilirði er að vera skráður á mótið.

Við verðum bæði með keppnisspjöld fyrir standandi og sitjandi (hjólastól) einstaklinga

Staðsetning: Báran

Sérgreinastjóri: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sími: 770 4642

Dags- og tímasetning:

Laugardagur 3. ágúst     kl.12:00 – 18:00

Sunnudagur 4. ágúst      kl.10:00 – 15:00

Aldurs- kynjaflokkar:

Strákar 11-18 ára

Stelpur 11-18 ára

Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram á https://www.ulm.is

Við hlökkum til að sjá ykkur á Höfn í Hornafirði

Posted on

PDCNB Pro Tour Iceland skráningar

Opið er fyrir skráningar á PDCNB Pro Tour Iceland 23. -25. ágúst

Í stuttu máli

Þú þarft að skrá þig fyrir 21. ágúst á þau mót sem þú villt keppa á  
Fyrir hvert mót mætiru 2 tímum fyrir og skráir þig inn – þú passar að vera í réttum fatnaði

Hér er allt sem þú þarft að vita (langt en mikilvægt að lesa)

Þú þart ekki að vera skráður í pílufélag, eða vera ofur góður í pílu, þetta er mót fyrir ALLA, og bara skemmtilegt að mæta þessum risum, bætir mann sjálfan.
Mótið er ekki kynjaskipt.
Mótið er haldið í Officeraklúbbnum í Keflavík

ATH! Valdir leikir verða sýndir í beinna af LiveDarts Iceland

Samtals eru 5 mót yfir helgina, 2 á föstudag, 2 á laugardag og 1 á sunnudag.

Dagskrá

  • Föstudag 23/8 2019
    • 16:00 – Europe Tour 11 qualification
      innskráning 14:00 – 15:00
    • 19:00 – Europe Tour 12 qualification
      innskráning 17:00 – 18:00
  • Laugardagur 24/8 2019
    • 11:00 – Pro Tour 5
      innskráning 09:00 – 10:00
    • 19:00 – Europe Tour 13 qualification
      innskráning 17:00 – 18:00
  • Sunnudagur 25/8 2019
    • 11:00 Pro Tour 6
      innskráning 09:00 – 10:00

ET stendur fyrir European Tour Qualification (linkur á upplýsingar á ensku)
Keppnisgjald 60 evrur
Beinn útsláttur
Best af 11
Tapari skrifar leik
Sigurvegari fær þáttökurétt á ET móti síðar á árinu (aðrir ekkert)

PT stendur fyrir Pro Tour Event (linkur fyrir upplýsingar á ensku)
Keppnisgjald 30 evrur
Raðað er eftir stigalista á þetta mót
Stigamót þar sem stig telja á heimslista PDC
Beinn útsláttur
Best af 11
Tapari skrifar leik
Hér er verðlaunafé frá 32. sæti

  • 16 x 50 euro   17-32 sæti
  • 8 x 125 euro  9-16 sæti
  • 4 x 200 euro 5-8 sæti
  • 2 x 300 euro 3-4 sæti
  • 1 x 600 euro 2. sæti
  • 1 x 1,200 euro  Sigurvegari

Verðlaunafé er greitt með millifærslu.

DRA reglur gilda á þessu móti hér má lesa þær á ensku

Það helsta sem þú þarft að vera meðvitaður um varðandi reglur (ef þú ert óviss eða vantar nánari upplýsingar hringdu bara í mig og ég útskýri nánar):

Sér keppnissalur er þar á að vera þögn, ekki er í boði að vera með óþarfa tal og fagnaðarlæti. 

Klæðnaður:
Gallabuksur eru ekki leyfðar, né buksur eða pils úr gallaefni eða einhverju sem líkist gallaefni.
Strigaskór eru ekki leyfðir nema sérleyfir sé fyrir þeim
Íþróttagallar eru ekki leyfðir
Ekki má vera með húfu eða neitt á höfði nema með sérleyfi
Ekki má klæðast peysu eða öðru yfir keppnisfatnað
Keppnistreyja skal vera með kraga
Farið er yfir keppnisfatnað þegar þú skráir þig inn

Skráningar – þurfa að berast í síðasta lagi 21/8 2019
Leið 1:
Þú sendir póst á registration@pdc-nordic.tv með þeim mótum sem þú villt taka þátt í, og hvernig þú villt greiða (paypal eða millifærsla) og færð reikning frá þeim.

Leið 2:
Þú sendir póst á kastid@kastid.is með þeim mótum sem þú villt taka þátt í og við sjáum um að skráninginn fari til PDC og rukkum þig

Ef einhverjar spurningar eru ekki hika við að hafa samband, og ég geri mitt besta í að svara þeim

Enn og aftur viljum við þakka Dagar hf. fyrir að fara með okkur í þetta ferðalag, án þeirra væri ekki hægt að gera þetta mót eins glæsilegt og það mun vera.

Hlakka til að sjá sem flesta

Ingibjörg (7704642)

Posted on

Pílufélag Fatlaðra

Stofnað hefur verið félag til þess að byggja
upp pílukast fyrir einstaklinga með fötlun

Við leitum að einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja byggja upp og styðja við þetta frábæra verkefni með okkur

Markmið félagsins eru m.a.
-Að setja upp aðstöður um allt land (Eitt spald fyrir standandi einstakling og eitt fyrir sitjandi einstakling, þá geta allir keppt við alla)
– Halda Íslandsmót í flokki fatlaðra einstaklinga
– Taka þátt í Alþjóðlegum mótum og heimsmeistaramóti WDDA*

Allir geta orðið félagsmenn
Sér reglur gilda fyrir þá sem vilja keppa á Íslands- og alþjóðlegum mótum fatlaðs fólks

Við biðjum ykkur um að hafa samband
í síma 770-4642 Ingibjörg eða á netfangið kastid@kastid.is
ef þið viljið taka þátt eða skrá ykkur í félagið

Hægt að leggja beint inn á félagið:
Pílufélag Fatlaðra
Kennitala félagsins: 640119-1360
Reikningsnúmmer: 545-26-7451

Samþykktir félagsins verða settar á heimasíðu þess (í vinnslu)
Félagið hlýðir alþjóðlegum reglum WDDA (*World disability darts)

Gefum sem flestum möguleikan á því að stunda pílukast

Posted on

Frábær helgi að baki

Við skelltum okkur til Neskaupstaðar síðastliðna helgi, og sáum um pílukastmót á landsmóti UMFÍ 50+

Um 40 manns skráðu sig til keppnis, og var baráttan sérstaklega hörð í karlaflokki 50 ára og eldri, hægt er að skoða úrslit mótsins á vef UMFÍ

Virkilega skemmtilegt mót og utanumhald frábært

Við nýttum tækifærið og fórum á fund æskulýðsfulltrúa Fjarðabyggðar, ásamt Friðriki Kristinssyni pílukastara sem hafði þann draum að stofna Pílukastfélag Fjarðabyggðar. Vel var tekið í þá hugmynd og hefur Friðriki verið úthlutað glæsilegt rými í íþróttahúsi Neskaupstaðar. Þar verða sett upp 4 spjöld og munum við aðstoða áfram með formlega skráningu félagsins, æfingar- og keppnisskipulags. Í framhaldi af því er voninn að uppsettar verði aðstöður á Reyðarfirði og Eskifirði.
Friðrik ásamt Sævari Friðriksyni munu vera í forsvari Pílukastfélags Fjarðabyggðar og verður dagskrá og mótaplan gefin út í lok sumars.

Til hamingju Fjarðabyggð