PDC Fréttir – tvær konur taka þátt á næsta tímabili

Búið er að staðfesta að nú fá tvær konur þátttökurétt á hinu RISA móti í Alexandra Palace í London.

Það verða tvær undankeppnir þar sem að konurnar tvær vinna sér inn þann keppnisrétt.

Fyrir okkur Íslendinga verður undankeppni laugardaginn 17. Nóvember 2018 á Hótel Maritim í Düsseldorf, ókepis er að taka þátt, keppendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri, og uppfyllaskilyrði PDC reglu nr. 7.6

Skráningar skulu sendar á carsten.arlt@pdc-europe.tv, nafn, fæðingardagur og þjóðerni.

Hér má lesa allar upplýsingar um keppnina:

https://www.pdc.tv/news/2018/08/10/world-championship-womens-qualifiers-confirmed